Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 4
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 DÓMSMÁL Fjórir Íslendingar eru meðal þeirra sjö sakborninga sem nú eru fyrir héraðsdómi í Kaup- mannahöfn, ákærðir um aðild að smyglhring. Hópurinn var ákærður fyrir að flytja um 70 kíló af amfetamíni frá Hollandi til Danmerkur í þremur bílferðum á árunum 2011 og 2012. Málið var upplýst í samvinnu lög- reglu í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Þrír Íslendingar hafa þegar játað aðild að brotunum og hlotið dóma. Þeirra á meðal er Guðmund- ur Ingi Þóroddsson, sem var höfuð- paurinn í málinu, sem fékk tólf ára dóm. Guðmundur stóð frammi fyrir fjórtán ára dómi, en refsing- in var stytt um tvö ár vegna þess að hann gekkst við sínum brotum og sagði til annarra sakborninga. Hinir tveir, Heimir Sigurðsson og Sturla Þórhallsson, fengu tíu ára dóm hvor. Íslendingarnir fjórir, sem nú eru fyrir dómi, eru á aldrinum 22 til 39 ára. Þeir eru meðal annars ákærðir fyrir að hafa farið með í smyglferðir og flutt hátt í 50 kíló af amfetamíni í tveimur bílferðum frá Hollandi til Danmerkur, auk þess sem tveir þeirra eru einn- ig ákærðir fyrir að hafa haft um 2.000 e-töflur í fórum sínum. Auk þeirra eru þrír Danir ákærðir fyrir aðild að málunum sem um ræðir og auk þess verður að minnsta kosti einn maður færð- ur fyrir rétt í Stavanger í Noregi. Áætlað er að aðalmeðferðin standi fram til 16. september. - þj Sakaðir um aðild að smyglhring sem flutti amfetamín frá Hollandi til Danmerkur: Fjórir Íslendingar fyrir rétti í Danmörku VANDLEGA FALIÐ Fjórir Íslendingar eru nú fyrir rétti í Héraðsdómi Kaup- mannahafnar fyrir aðild að smyglhring sem var upprættur í fyrra. Þessi mynd sýnir hve vel fíkniefnin voru falin. DÓMSMÁL Aðalmeðferð fer fram í morðmáli gegn Friðriki Brynj- ari Friðrikssyni í Héraðsdómi Austurlands á morgun. Honum er gefið að sök að hafa orðið manni að bana á heimili hans á Egils- stöðum. Hann bjó í sama húsi og hinn látni, karlmaður á sjötugsaldri, sem var stunginn til bana á heim- ili sínu aðfaranótt 7. maí síðast- liðinn. Friðrik hefur borið fyrir sig minnisleysi, en hann mun hafa verið drukkinn kvöldið sem atvikið átti sér stað. - vg Réttað vegna morðs: Morðréttarhöld á Egilsstöðum MORÐ Á EGILSSTÖÐUM Friðrik Brynj- ar leiddur fyrir dómara fyrr á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR GUNNARSSON MENNING Það er ekki laust við að manni verði hugs- að til Árna Magnússonar eða Jón Leifs þegar Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, greinir frá verkefninu sem hann hefur á sínum höndum. Hann mun fara bæja á milli í öllum héruðum landsins, eins og þessir sögufrægu menn, en þó ekki til að safna handritum í hirslum eða stefjum úr barka þjóðarinnar heldur eitthvað þar mitt á milli. „Ég mun fara út um allt land og finna þar, í samvinnu við heimamenn, fólk sem getur sagt mér hvaðeina af söng- og tónlistarmenningu sinnar heimabyggðar. Þannig að ég ætla bara fá söguna úr héraði inn á myndband og gera henni landanum aðgengilega,“ útskýrir Bjarki. Upptökurnar verða snurfusaðar og birtar á Ísmus-gagnagrunninum en þar er fyrir mikill menningararfur því Bjarki og Jón Hrólfur Sigur- jónsson, verkefnastjóri á Tónlistarsafninu, eru búnir að setja þar inn á bilinu 40 til 50 þúsund hljómupptökur sem voru í vörslu Árnastofnunar. Þær upptökur eru afrakstur viðtala sem starfs- menn Árnastofnunar tóku á sjöunda og áttunda ára- tug síðustu aldar en einnig eru þar eldri upptökur. Bjarki hefur þegar hafist handa og hefur til dæmis króað af góða sagnamenn úr Borgarfirði. „Þeir sögðu mér til dæmis að um miðja síðustu öld, þegar tímafrekt og örðugt gat verið að fara á milli bæja og sveitasíminn kannski í ólagi, þá gripu tón- listarmenn til þess ráðs að boða til kóræfinga með því að blikka ljósum á bæjum sínum. Þannig að ef það voru blikkandi ljós þá var kóræfing í vændum.“ Það er því ljóst að blikkandi ljós hafa komið við tón- listarsögu löngu áður en dillandi diskóið kom til. Þegar næsta sumri tekur að halla vonast Bjarki til að vera búinn að fanga söngvasöguna úr héraði. Í lokin ákvað blaðamaður að gera Bjarka erfitt fyrir og spyrja hvaða upptöku hann mundi velja ef hann ætti að bjarga einni frá glötun. „Ja, ef á að syngja yfir öllum upptökunum er þá ekki best að bjarga jarðarfarasálminum Allt eins og blómstr- ið eina sem Guðmundur Ingimundarson á Borg á Mýrum söng inn á band. Eða nei, væri ekki betra að bjarga upptökunni þar sem hann syngur Upp, upp mín sál, það veitir ekki af ef maður á að hafa svona val á samviskunni. Þetta er upptaka frá 1903, best að halda henni til haga.“ jse@frettabladid.is Tínir söngvasögur í héruðum landsins Forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands gerir víðreist til að taka upp á myndband frá- sögur fólks í héruðum landsins um tónlistarmenningu sinnar heimabyggðar. Safnið hefur gert upptökur sem spanna nær alla síðustu öld aðgengilegar almenningi. VIÐ VIÐTÆKIÐ Hér eru þeir Bjarki og Jón Hrólfur við við- tækið, en brátt mun Bjarki leggja land undir fót til að safna sögum og fá jafnvel fólk til að syngja í héruðum landsins. Allt verður síðan gert aðgengilegt á Ísmús-vefnum sem geymir nú þegar mikil menningarverðmæti. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Á ismus.is eru á milli 40 til 50 þúsund upptökur. Nokkrar þeirra eru frá upphafi síðustu aldar. Til dæmis nokkrar frá 1903 til 1912 þar sem Guðmundur Ingimundarson, söngvari góður frá Borg á Mýrum, heyrist syngja sálma og söngva. Einnig er þar mikið um stuttar sögur á vefnum. Eins geta þeir sem hafa gaman af kvæðum stytt sér stundir á vefnum. Upptökur þar sem Jón Stefánsson frá Möðrudal syngur og leikur á orgelið eru einnig algjör gersemi. Hlýða má á það á eftirfarandi slóð: http://www.ismus.is/i/audio/id-1000006 Úr hljóðbanka Ísmúsar STJÓRNSÝSLA Skipaður skrifstofustjóri Jóhann Guðmundsson var í dag skip- aður skrifstofustjóri sjávarútvegs og fiskeldis. Hann hefur verið settur skrif- stofustjóri þar síðan í vor. Jóhann hefur unnið í stjórnarráðinu í samanlagt 28 ár. Senda SMS til íbúa Orkuveita Reykjavíkur og Neyðarlínan 112 hafa samið um að 112 sendi SMS- boð þegar bilanir verða í veitukerfum Orkuveitunnar. Orkuveitan vill með þessu tryggja sem kostur er að íbúar fái sem fyrst upplýsingar þegar lokað er fyrir vatn eða rafmagn því við þær aðstæður getur skapast hætta. Til að neyðarþjónustan virki er mikilvægt að viðskiptavinir hafi númer sín skráð. SVÍÞJÓÐ, AP Skólayfirvöld í Sví- þjóð hafa lokað Lundsberg-heima- vistarskólanum tíma bundið vegna ofbeldis nemenda, sem þótti vera gengið úr hófi fram. Fréttir höfðu borist af alvar- legum tilvikum tengdum einelti og kúgun, þar á meðal hafði nem- andi hlotið alvarleg brunasár. Lundsberg er einn þriggja heimavistarskóla í Svíþjóð, og sá elsti þeirra, stofnaður árið 1896. Hann er í Storfors, litlu þorpi í miðvesturhluta landsins rétt hjá Karlstad. - gb Skólayfirvöld í Svíþjóð: Skóla var lokað vegna ofbeldis AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • WWW.SM.IS JBL Cinema SB200 59.990 VERÐ HEIMABÍÓ Í EINUM HÁTALARA HELSTU KOSTIR • Getur notað sömu fjarstýringu og sjónvarpið • Harman Display Surround tækni • Þráðlaus Bluetooth tenging • Einfalt í uppsetningu 13,5 prósent þjóðar-innar voru veik í júlí síðastliðnum samkvæmt könnun Capacent. Þegar heilsa er metin er fólk spurt um líðan daginn áður. Mest hafa 23% þjóðarinnar verið veik síðan mælingar hófust, en það var í september árið 2011. *Byggt á upplýsingum á heimasíðu Capacent. Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur 10-18 m/s. RIGNING V-TIL Í dag verður rigning vestanlands, úrkomusvæðið færir sig austur á bóginn með rigningu sunnantil síðdegis og það þykknar smám saman upp austanlands. Á morgun verður töluverð úrkoma, einkum á Vestfjörðum og NV-til. 8° 2 m/s 9° 3 m/s 12° 7 m/s 11° 9 m/s Á morgun Víða 10-20 m/s. Gildistími korta er um hádegi 10° 6° 9° 5° 5° Alicante Aþena Basel 28° 34° 26° Berlín Billund Frankfurt 23° 19° 24° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 22° 20° 20° Las Palmas London Mallorca 26° 23° 29° New York Orlando Ósló 28° 33° 20° París San Francisco Stokkhólmur 24° 21° 18° 8° 4 m/s 12° 11 m/s 15° 3 m/s 13° 2 m/s 11° 7 m/s 8° 2 m/s 6° 8 m/s 7° 4° 8° 10° 8° HAFNARFJÖRÐUR „Foreldraráði hafa borist tilkynningar um að börn virðist hrædd við starfs- menn Strætó og leita frekar til unglinga sem eru í vagninum eftir leiðbeiningum heldur en til starfsmanna,“ sagði foreldraráð Hafnarfjarðar í bréfi til bæjar- yfirvalda í vor. Í svari bæjarins sem lagt var fram í gær segir mjög lítið hafi borist af kvört- unum vegna umræddra þjónustu- fulltrúa sem sitja fremst í vögn- unum. Fundin hafi verið leið til að bæta úr þeim kvörtunum sem bárust. - gar Foreldraráð Hafnarfjarðar: Börnin segjast hrædd í strætó STRÆTISVAGN Þjónustufulltrúar eru sagðir hafa skotið börnum skelk í bringu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.