Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 16
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FERÐIR | 16 Leitir eru nú þegar hafnar víða um landið, en þeim hefur mörgum verið flýtt vegna slæms veðurútlits. Fjallkóngur og gangnamenn smala fénu saman og reka það af fjalli í réttirnar þar sem dregið er í dilka og fénu síðan komið heim að bæ. Oft er margt um manninn meðan dregið er og börn jafnt sem fullorðnir hjálpast að. Menn taka lagið og syngja saman og kveða og oft er hægt að kaupa sér kaffi og með því á staðnum. Fólk getur ýmist fylgst með eða skellt sér í almenninginn, en þangað er allt safnið sem af fjalli kom rekið inn. Þar standa fjárglöggir menn og horfa yfir hópinn, grandskoða mark hverrar skepnu og segja í hvaða dilk skal draga hana. Tilvalið er að skella sér í dagsferð í réttirnar til þess að kynnast aldagamalli menningu og gera sér dagamun í lok sumars. Réttir eru víða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þar geta borgarbúar notið lífsins og fjörsins sem fylgir þessum ein- stöku viðburðum. Fréttablaðið tók sig til og ræddi við nokkra forsvarsmenn rétta í landnámi Ingólfs, til að fræðast betur um viðburði og sögu. 1. KRÝSUVÍKURRÉTT Krýsuvíkurrétt heyrir undir Hafnarfjarðarbæ og er réttin við Suður- strandarveg. Réttin er einungis fjögurra ára og tók við af annarri sem komin var í niðurníðslu. Þar er börnum og fullorðnum hleypt inn í almenninginn og óvönum kennt hvernig draga á fé. Sauðfé: 600-700 Dagsetning 14. september Tími 13.00 Akstur frá borginni Um 30 mínútur 2. ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTT Réttað hefur verið í Grindavík á hverju ári í áratugi. Við Þórkötlu- staðarétt er upphækkaður pallur fyrir gesti til þess að fylgjast með. Hátt í þúsund manns mættu í fyrra í réttirnar sem er álíka mikill fjöldi á sauðféð sjálft. „Í réttunum er oft sungið og þar geta börn farið á hestbak,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar. Sauðfé 1.200-1.400 Dagsetning 21. september Tími 14.00 Akstur frá borginni Um 40 mínútur 3. HRAÐASTAÐARÉTT Hraðastaðarétt er í Mosfellsdal. Þar koma 60 til 70 manns, fótgangandi og ríðandi, með hópinn sem smalað hefur verið saman. Á svæðinu er húsdýragarður og börn og fullorðnir geta skoðað dýrin í garðinum án gjalds. „Í garðinum er meðal annars refur, kanínur og hænur,“ segir Bjarni Bjarnason, fjall- kóngur á Hraðastöðum. Sauðfé Um 800 Dagsetning 22. september Tími 13.00 Akstur frá miðbænum 20 mínútur Ekki eintómir sauðir í réttum Nú fer haustið að koma og fyrstu leitir eru hafnar. Gangnamenn fara á fjall og smala fénu og getur almenningur haft gaman af því að taka á móti safninu þegar það kemur af fjalli og hjálpa til við að draga í dilka. Gaman getur verið að skella sér í réttir og upplifa stemninguna. SAUÐFÉ SAFNAST SAMAN Börn og fullorðnir geta lært hvernig draga á féð og koma því í réttan dilk og þannig hjálpað bændum sem koma fénu svo heim. Nýtt og uppfært átaksnámskeið fyrir þær sem vilja taka heilsuna og útlitið föstum tökum. Allar upplýsingar á hreyfing.is ÁSKORUN Í ÞVERÁRFELLSRÉTT er rekið flest fé á landinu. Réttirnar verða mánu- daginn 16. september. Þverárfellsrétt er í Borgarfirði og því aðeins lengra að sækja hana fyrir íbúa á höfuð- borgarsvæðinu. Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhá- tíð Reykjanesbæjar sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert. Ljósanótt lýkur ávallt með lýsingu Bergsins og glæsilegri flugeldasýningu. Í ár verður hátíðin haldin dagana 5.-8. september. Bæjarbúar taka virkan þátt í hátíðinni og framboð menningarviðburða hefur aukist ár frá ári jafnt og gestafjöldi. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákom- ur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeg- inum. Fjöldi myndlistarmanna sýnir verk sín víða um bæinn auk þess sem boðið verður upp á fjölbreytta barnadagskrá, kjötsúpu, púttmót, fornbíla, mótorhjól, íþrótta- og tómstundaviðburði og margt margt fleira. Ljósanótt 5. til 8. september „Hlíðarendi eða Valsvöllurinn er uppáhaldsstaðurinn minn,“ svarar Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, þegar blaðamaður hefur samband við hann til forvitnast um hvaða staður á Íslandi sé í uppáhaldi hjá lækninum. „Það segir sig sjálft að þetta er mjög góður staður til þess að vera á, hvort sem það er til þess að hreyfa sig sjálfur eða til þess að fylgjast með öðrum hreyfa sig eða keppa. Það má segja að ég hafi alist upp á Hlíðarenda og ég hef alltaf verið Valsari,“ segir Björn. Björn æfði og keppti í körfubolta með meistaraflokki Vals og spilaði fótbolta með liðinu sem smástrákur. „Ég fylgist vel með öllum íþróttum hjá Val og ég tengist félaginu mikið enn þann dag í dag. Ég var læknir hjá meistaraflokki karla í tólf ár og hætti því starfi síðasta vor.“ En hvenær fór Björn síðast á Hlíðarenda? „Það var í hádeginu í dag. Ég fór þangað að hitta menn sem ég þekki, við hittumst þar úti og spjölluðum saman. Ég fór síðast á leik á Hlíðarenda fyrir örfáum dögum þegar Valur lék á móti Stjörnunni. Þeim leik lauk með því að við vorum rændir, við náðum sem sagt bara jafntefli, 1- 1.“ BJÖRN ZOËGA Hlíðarendi, mjög góður staður til að vera á 12 3 4 4 HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR Föstudagur 1-12°C SVALAST NORÐVESTANTIL Breytilega átt 5-13 m/s. Gengur í 18-23 m/s NV-til með mikilli rigningu og snjó í fjalllendi seinni partinn. Allur akstur er bannaður á ýmsum hálendis- leiðum vegna aurbleytu og hættu á skemmdum. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is eða í síma 1777. Laugardagur 2-10°C SLYDDA Í INNSVEITUM Rok rigning og slydda á Vestfjörðum og norðanlands. Úr- komulítið SA-lands. Sunnudagur 6-12°C HLÝNAR SMÁM SAMAN Gengur í suðaustanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar smám saman. Annars hægari breytileg átt, úrkomulítið og svalt. Heimild: vedur.is HÁLENDIÐ UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI HLÍÐARENDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.