Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.08.2013, Blaðsíða 56
29. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 48 HANDBOLTI Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum ekki leika meiri handbolta á þessu ári og óvíst er hvort næsta tímabil er í hættu hjá leikmanninum. Gunnar hefur síðustu ár verið á mála hjá Valsmönnum og leikið þar stórt hlutverk í varnarleik liðsins sem og verið ákveðinn leiðtogi innan vallar. Hann hefur oft og tíðum verið fyrirliði liðsins. Línumaður- inn er uppalinn í Safamýrinni og lék um tíma með Fram. Erfið bak- meiðsli virðast vera að setja strik í reikninginn hjá Gunnari en hann átti erfitt með að beita sér að fullu á síðasta tímabili. „Ég efast stórlega um það að ég nái að spila handbolta á næsta tímabili,“ segir Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Ég hef ekki enn þá náð mér góðum í bakinu og hugsa að ég verði í stúkunni næsta vetur. Það getur verið að maður komi til með að taka eitthvað þátt en það verð- ur þá aldrei fyrr en seint á tíma- bilinu,“ segir Gunnar en það er óljóst hvað er að hrjá leikmanninn. „Það er ekki nákvæmlega vitað hvað er að mér í bakinu. Þetta virðist vera einhver grindar- skekkja en læknar hafa útilokað að um brjósklos sé um að ræða.“ Gunnar ætlar því líklega að hvíla út næsta tímabil og ná sér að fullu áður en hann fer aftur inn á handboltavöllinn. Ferillinn gæti samt sem áður verið í hættu og skórnir gætu þurft að fara upp í hillu. Mikill missir fyrir Vals- menn. - sáp Ferillinn í hættu hjá Gunnari Bakmeiðsli gætu sett strik í reikninginn hjá línumanninum snjalla. HÆTTUR? Gunnar Harðarson mun að öllum líkindum hvíla út næstkomandi tímabil í handbolta, en hann berst við erfið bakmeiðsli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Fjölnir og Þróttur mæt- ast í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn er mikil- vægur fyrir margar sakir. Allur aðgangseyririnn rennur óskertur til söfnunar sem Sigurður Hall- varðsson stendur fyrir til styrktar Ljósinu, sem er endurhæfingar- og stuðnings miðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Þessi mikli Þróttari hefur átt í erfiðri baráttu við krabbamein undanfarin ár og vill hann gera allt í sínu valdi til að gefa til baka til Ljóssins. Sigurður mætti á dögunum í heimsókn til Halldórs Einars- sonar, eiganda Henson, og fékk þar gefins glænýja treyju. Hún var sérgerð fyrir Sigurð, en annar helmingurinn var Fjölnisgulur og hinn helmingurinn í rauð- röndóttum Þróttaralitunum. Ekkert félag stendur hjarta hans nær en Þróttur en aftur á móti leikur Aron Sigurðarson, sonur Sigurðar, með Fjölni og er þessi magnaði karakter einnig tengdur Grafarvogsfélaginu. Leikurinn hefst klukkan 18 í kvöld á Fjölnisvelli. - sáp Sigurður klár fyrir leikinn MAGNAÐUR Sigurður í nýja búningnum ásamt Halldóri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FÓTBOLTI Þjóðverjinn Lukas Podolski missir af næstu þremur vikunum með Arsenal, en hann tognaði illa í leiknum gegn Fener- bahce í vikunni. „Neikvæðu fréttirnar eftir þennan leik eru að við erum lík- lega að missa Podolski frá keppni næstu þrjár vikurnar,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Eins og allur heimurinn veit erum við að leita að leikmönn- um og vonandi náum við að styrkja hópinn áður en félaga- skiptaglugganum verður lokað.“ Podolski missi af stórslagnum gegn Tottenham um helgina. - sáp Podolski frá í þrjár vikur MEIDDUR Podolski hefur byrjað vel á tímabilinu. NORDICPHOTOS/GETTY F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is SEPTEMBER Á STÖÐ 2 SPORT ER SPENNANDI FYRIR HESTAFÓLK Við sýnum beint frá lokahnykk keppnistímabilsins í hestaíþróttum þegar Metamót Spretts fer fram um helgina. Búast má við mikilli spennu og flottum tilþrifum enda hefur Metamótið verið með vinsælustu mótum síðustu árin. Ekki missa af æsispennandi og stórskemmtilegu Metamóti Spretts í beinni á Stöð 2 Sport! Í september sýnum við tvo samantektarþætti frá mótinu og fjöllum ítarlega um Heimsmeistaramót íslenska hestsins sem fram fór í ágúst í Berlín. METAMÓT SPRETTS Bein útsending á Stöð 2 Sport 30. ágúst–1. september. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Metamótinu á Stöð 2 Sport.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.