Fréttablaðið - 17.09.2013, Side 4
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
242.492 bifreiðar voru
skráðar á landinu í árslok 2012.
Árið 2011 voru 238.293 bifreiðar
skráðar og árið þar á undan voru þær
237.098. Heimild: Samgöngustofa.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Fimmtudagur
3-8 m/s.
VEÐUR BATNAR Vindur gengur að mestu niður í dag en það verður hvasst austan til
fram á kvöldið. Það dregur einnig úr úrkomu í dag og á morgun en á fimmtudag lítur
út fyrir fallegan dag á Norður- og Austurlandi.
5°
7
m/s
6°
9
m/s
6°
10
m/s
7°
13
m/s
Á morgun
Hæg norðlæg eða breytileg átt.
Gildistími korta er um hádegi
8°
6°
7°
2°
2°
Alicante
Basel
Berlín
27°
22°
15°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
15°
13°
14°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
14°
14°
26°
London
Mallorca
New York
17°
27°
18°
Orlando
Ósló
París
31°
13°
17°
San Francisco
Stokkhólmur
19°
15°
8°
8
m/s
8°
20
m/s
4°
12
m/s
4°
12
m/s
2°
9
m/s
4°
9
m/s
0°
8
m/s
8°
6°
10°
7°
4°
JÓHANNAVILHJÁLMSDÓTTIR
Matur, lífsstíll,sjúkdómar
JÓHANNA VILHJÁLM
SDÓTTIR
KYNNING Í DAG
Heilsubók Jóhönnu
Í dag milli kl. 15-18 mun Jóhanna
Vilhjálmsdóttir kynna og árita
nýútkomna bók sína, Heilsubók
Jóhönnu, í Heilsutorgi Blómavals
í Skútuvogi .
10% afsláttur af öllum vörum á
Heilsutorginu, aðeins í dag!
Kynningaverð
3.990 kr
4.990 kr
HEILBRIGÐISMÁL „Það hefur ekki
verið rætt við okkur um að taka
á okkur aukna vinnuskyldu. Við
erum ekki tilbúin til þess nema
við fáum hærri laun,“ segir Ólafur
G. Skúlason, formaður Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í
svipaðan streng tekur Kristín Á.
Guðmundsdóttir, formaður Félags
íslenskra sjúkraliða. Í yfirlýsingu
heilbrigðisráðherra og forstjóra
Landspítala Háskólasjúkrahúss
frá því í síðustu viku um aðgerð-
ir til að bæta stöðu lyflækninga-
sviðs Landspítala kemur fram að
skipa eigi starfshóp sem á að gera
tillögur um hvernig eigi að láta
meðal annars hjúkrunarfræð-
inga og sjúkraliða styðja við störf
lækna. Tillögur þar að lútandi eiga
að liggja fyrir í lok nóvember á
þessu ári.
Ólafur og Kristín segja að áður
en yfirlýsingin var send út hafi
ekki verið haft neitt samráð við
Félag hjúkrunarfræðinga eða
Sjúkraliðafélag Íslands. Ólafur
segir að hjúkrunar fræðingar
telji að kominn sé tími til að
endur skipuleggja verksvið allra
heilbrigðisstétta svo sú þekk-
ing, menntun og færni sem hver
stétt býr yfir nýtist til fullnustu.
Hjúkrunar fræðingar séu reiðu-
búnir að vinna að endurskipulagn-
ingu, hins vegar sé gríðarlegt álag
á hjúkrunarfræðingum í dag og
það gangi ekki að þeir bæti á sig
verkefnum bótalaust.
Kristín segist fagna umræðu
um endurskoðun á störfum heil-
brigðisstétta. Það sé löngu tíma-
bært að endurskoða starfssvið
allra heilbrigðisstétta. Mennt-
un sjúkraliða sé bæði vanmet-
in og vannýtt á Landspítalan-
um og fleiri sjúkrastofnunum.
Hjúkrunar fræðingar séu oft og
tíðum að vinna störf sjúkraliða
og því þurfi að breyta. Að lokinni
endurskoðun á starfsskyldum sé
komið að því að því að ræða um
hvernig eigi að greiða fyrir störf
sjúkraliða. Kjarasamningar verði
lausir fljótlega eftir áramót og
kröfugerð sjúkraliða muni að
hluta til byggjast á því hvernig
störf þeirra verða skilgreind og
metin. „Laun sjúkraliða eru allt
of lág í dag en verði gerðar breyt-
ingar á starfssviði sjúkraliða ætti
að opnast leið til að hækka laun
þeirra,“ segir Kristín.
johanna@frettabladid.is
Ekkert samráð haft við
fagstéttir á Landspítala
Ekki hefur verið rætt við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um fyrirhugaðar breytingar á lyflæknasviði LSH.
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar segjast ekki tilbúnir að taka á sig aukna vinnu nema laun verði leiðrétt.
LANDSPÍTALINN Ekki hefur verið rætt við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum um að þessar stéttir fari að
styðja við störf lækna á lyflækningasviði sjúkrahússins umfram það sem nú er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRISTÍN Á. GUÐ-
MUNDSDÓTTIR
ÓLAFUR G.
SKÚLASON
Í yfirlýsingu heilbrigðisráðherra og forstjóra LSH um aðgerðir til að bæta
stöðu lyflækninga á LSH segir að stuðningur við störf lækna verði aukinn
verulega með því að nýta betur krafta og hæfni hjúkrunarfræðinga, sjúkra-
liða, klínískra lyfjafræðinga og ritara sérgreina og eftir föngum annarra
starfsstétta. Samstarfshópur með fulltrúum ofangreindra stétta verður
skipaður undir forystu framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga. Hann á
að skila tillögum fyrir lok nóvember 2013.
Úr yfirlýsingu ráðherra og forstjóra
DÓMSMÁL Sérstakur saksóknari hefur gefið
út ákæru á hendur Jóni Garðari Ögmunds-
syni fyrir skattsvik í rekstri Lystar ehf.,
sem var móðurfyrirtæki McDonald‘s á
Íslandi og síðar hamborgarastaðarins Metro.
Samkvæmt ákæruskjalinu hélt Jón Garðar
eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af laun-
um starfsmanna árin 2009 og 2010 en stóð
hins vegar ekki skil á þeim til ríkisins. Alls
námu greiðslurnar sem aldrei skiluðu sér
rúmum 22,5 milljónum fyrir mánuðina apríl,
nóvember og desember 2009 og svo janúar
til maí 2010.
Í fyrsttalda mánuðinum voru McDonald‘s-
staðirnir reknir undir hatti Lystar en Metro
frá því í nóvember 2009.
Rekstur Metro var seldur frá Lyst yfir
til félagsins Lífs og heilsu ehf. í júní 2010
og skömmu síðar fór Lyst í gjaldþrot. Lítið
fékkst upp í kröfur. Reksturinn var svo
enn seldur frá Lífi og heilsu til félagsins
M-Veitinga ehf. haustið 2012. Um síðustu
áramót var Líf og heilsa svo gjaldþrota.
Sérstakur saksóknari hefur haft fleiri
anga þessa rekstrar til rannsóknar, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins, en það
hefur ekki leitt til ákæru.
- sh
Veitingamaðurinn Jón Garðar Ögmundsson stóð ekki skil á 22,5 milljóna skattgreiðslum:
Metro-maður ákærður fyrir undanskot
ERFIÐUR REKSTUR Rekstur hamborgarastaðarins
Metro hefur í tvígang verið færður í ný félög og þau
fyrri farið í þrot. Hér er Jón Garðar með McDonald‘s-
borgara og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FORSJÁ Íslensk kona sem nam
börnin sín þrjú á brott frá Dan-
mörku hefur falið lögmönnum
sínum að undirbúa skaðabótamál
á hendur íslenska ríkinu.
Málið er sagt höfðað vegna
ólögmætrar aðfarar sumarið
2012. Börnin voru þá, að sögn
móðurinnar, flutt nauðug til Dan-
merkur. Þetta kemur fram í bréfi
frá lögmönnum konunnar fyrir
hönd hennar. Jafnframt segir að í
erindi innanríkisráðuneytisins til
Sýslumannsins á Höfn komi fram
mikilvæg viðurkenning á því að
ekki hafi verið farið að lögum. - hrs
Aðgerðir 2012 ólögmætar:
Ætlar í mál við
íslenska ríkið
BJÖRGUN Kona sem var villt og
leitað var að í Súlum er fundin.
Björgunarsveitir í Eyjafirði fundu
konuna seinnipartinn í gær.
Konan var stödd austur af fjall-
inu beint niður af Súlutindum og
nokkuð frá þeirri leið sem hún
hugðist fara. Er talið að hún hafi
hrakist af leið undan veðrinu á
fjallinu.
Í þetta sinn var það hljóðleitin
sem bar árangur, konan heyrði í
flautum björgunarmanna og gat
gert vart við sig.
Hún var köld og hrakin og gat
illa gengið. Því þurfti að bera
hana niður þangað sem fjórhjól
komust að, um þriggja kílómetra
leið. - hrs
Konan var köld og hrakin:
Fannst austur
af Súlutindum
BJÖRGUNARSVEITIR Í EYJAFIRÐI
Fundu konuna seinnipartinn í gær.