Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 17.09.2013, Qupperneq 12
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12 BANDARÍKIN, AP Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa í fyrsta sinn lagt mat á hversu mörg dauðsföll þar í landi megi rekja til sýklalyfja- þolinna baktería. Samkvæmt tölum sem Miðstöð sjúkdómavarna í Bandaríkjunum birti í gær er gert ráð fyrir að árlega megi rekja yfir 23 þúsund dauðs- föll og tvær milljónir veikinda til baktería sem erfitt er að fást við vegna þess að þær hafa byggt upp þol gegn lyfjum. Sýklalyf urðu fyrst almenn á fimmta áratug síðustu aldar og tugir slíkra hafa verið í notkun til að drepa eða halda niðri bakteríu- sýkingum, allt frá streptókokkahálsbólgum til svartadauða. En eftir því sem áratugirnir hafa liðið hafa sýklalyf misst hluta af virkni sinni. Sérfræðingar segja að ofnotkun og misnotkun þeirra hafi ýtt undir minnkandi virkni lyfjanna. - óká 23.000 dauðsföll rakin til sýklalyfjaþolinna baktería: Sýklalyf glata stöðugt virkni sinni LEITA LÆKNINGA Fólk hópast á læknamiðstöð í Búrma fyrir alnæmis- og berklaveika. Í Búrma er árlega talið að 9.000 berklatilvik séu vegna sýklalyfjaþolinna baktería. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Umferðaróhöppum þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum fíkni- efna fækkaði um helming hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu átta mánuðum ársins saman- borið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru skráð 20 slík óhöpp en þau hafa verið um 40 að meðaltali frá árinu 2010. Fjöldi kærðra brota vegna fíkniefnaaksturs stóð á sama tíma í stað. „Þessar tölur gefa vísbendingu um að þeim fari fækkandi sem keyra undir áhrifum fíkniefna. Hins vegar má ekki alhæfa of mikið út frá þeim en þróunin virð- ist vera í rétta átt,“ segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðar- yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Breytingar sem gerðar voru á umferðarlögum árið 2006 gerðu að sögn Kristjáns það að verkum að skilgreiningin á fíkniefnaakstri varð skýrari og við það einfaldað- ist starf lögreglu við að stöðva þá sem aka undir áhrifum fíkniefna. Eftir það varð mikil fjölgun í kærð- um brotum vegna fíkniefnaaksturs en eins og áður segir stóð fjöldi kærðra brota í stað milli áranna 2012 og 2013. Þegar tölur um fjölda kærðra brota vegna ölvunaraksturs eru skoðaðar sést að þeim hefur fækk- að úr 900 á fyrstu átta mánuðum ársins 2007 í um 600 á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Umferðar- óhöppum sem rekja má til ölvun- araksturs hefur á sama tímabili fækkað úr 110 í 77. „Þegar þetta tvennt er skoðað, að kærum vegna ölvunar aksturs fækkar og umferðaróhöppum sem tengjast ölvunarakstri fækkar einnig, má leiða að því líkur að ölv- uðum ökumönnum í umferð fari fækkandi,“ segir Kristján. - hg Umferðaróhöppum í tengslum við ölvunar- eða fíkniefnaakstur hefur fækkað frá árinu 2007: Óhöppum vegna fíkniefnaaksturs fækkar ÞRÓUN Í RÉTTA ÁTT Breytingar á umferðarlögum árið 2006 aðstoðuðu lögreglu við að stöðva fíkniefnaakstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM slys þar sem fíkniefnaakstur kom við sögu voru skráð á fyrstu átta mánuðum ársins. Meðaltal síðustu ára er 40. 20 DANMÖRK Annaðhvort verða full- orðin börn sjálf að gæta aldraðra foreldra sinna eða kaupa gæslu. Þetta er mat dansks prófessors og heilsuhagfræðings, Kjeld Møller Pedersen, sem Kristilega dagblað- ið vitnar í. Stjórnmálamenn verði að búa Dani undir það að þeir þurfi í meiri mæli að annast for- eldra sína sjálfir en þeir gera nú. Pedersen segir að ekki verði til nægir fjármunir á komandi áratug til þess að fjármagna umönnun aldraðra. Eftir tíu ár verði átt- ræðir og eldri 30 prósentum fleiri en þeir eru í dag. - ibs Undirbúa þarf breytingar: Börnin greiði sjálf gæsluna UMÖNNUN Danskur prófessor segir opinber framlög ekki ná að kosta umönnun aldraðra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Gæðaflísar á sanngjörnu verði Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7, Rvk - Reykjanesbæ - Akureyri - Vestmannaeyjum ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir bifreiða. Veldu þaulreynda vöru frá gæðaframleiðanda. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 18 58 Exide rafgeymarnir fást hjá:

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.