Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 17. september 2013 | SKOÐUN | 15
www.tskoli.is
Gítarsmíði
Skráning og nánari upplýsingar: Sími 514 9602
www.tskoli.is/gitar | endurmenntun@tskoli.is
Kennari: Gunnar Örn Sigurðsson gítarsmiður.
Námskeið: 23. september – 28. nóvember.
Kennt er tvö kvöld í viku kl. 17:00 – 22:00, alls 100 klst.
Verð: 170.000 kr. Allt tréefni er innifalið. Námskeiðið er
styrkhæft hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Lærðu að smíða Telecaster, Stratocaster
eða Jazz bass frá grunni.
HEILSA
Teitur
Guðmundsson
læknir
Sumir eru hreinskilnari en aðrir,
láta bara allt flakka og nenna ekki
að vefja orðunum í einhverja dún-
sæng áður en þau eru sögð. Aðrir
komast upp með að segja nánast
hvað sem er við hvern sem er. Þeir
nota jafnvel gamanmál og það er
ekki ólíklegt að maður hafi gaman
af lýsingum þeim sem slíkir aðilar
koma með þó að undirtónninn sé
alvarlegur. Það er nefnilega oft
þannig þegar um málefni er að
ræða sem geta legið þungt á við-
komandi, valdið pirringi og van-
líðan, jafnvel sársauka, að húmor
getur auðveldað samskipti.
Þar með er ég ekki að draga úr
mikilvægi þess að tækla vanda við-
komandi, þvert á móti. Sum vanda-
mál eru þess eðlis að þau eru að
vissu leyti feimnismál, persónuleg
og einstaklingarnir nálgast þau á
mismunandi hátt, sem er eðlilegt.
Í því felst hin skemmtilega fjöl-
breytni læknisstarfsins að þurfa
að koma til móts við væntingar
og hegðun skjólstæðinga hverju
sinni. Konur sem eru að ganga í
gegnum tíðahvörf kvarta oft sinnis
undan einkennum sem getur verið
erfitt að eiga við. Miklar hormóna-
breytingar eiga sér stað sem geta
valdið skapsveiflum, svefntruflun,
þyngdaraukningu og ýmsu til við-
bótar. Slíkt gerir það að verkum að
margar upplifa þennan tíma sem
erfiðan og það er í raun áskorun að
ganga í gegnum þetta tímabil.
„Ég nenni þessu ekki“
„Ég nenni þessu ekki,“ sagði ein
konan um daginn við mig á stofu,
„ég er búin að tapa brjóstunum og
kynlönguninni, fitna og er stöðugt
í einhverju hitakófi. Geturðu ekki
reddað þessu í hvelli?“ Þessu er
ekki auðsvarað og yfirleitt hefur
liðið langur tími þar til þessi ein-
kenni tíðahvarfa koma fram af
fullum þunga. Þá eru einnig til
konur sem finna lítið sem ekkert
fyrir tíðahvörfum, svo það er ójafnt
skipt.
Mikilvægt er að átta sig á því
að ekki er til neinn ákveðinn
aldur þar sem þetta ferli hefst en
almennt má segja að konur um
fertugt byrji að framleiða minna
af kvenhormónum, en þau stýra
blæðingum og egglosi, sem aftur
gerir það að verkum að frjósemi
þeirra minnkar. Það lengist á milli
blæðinga eða það verða truflanir á
þeim þar til þær hætta alveg, sem
að meðaltali er í kringum fimm-
tugt. Ýmsar ástæður eru til fyrir
því að konur fari fyrr inn í tíða-
hvörf og má þar nefna aðgerðir þar
sem leg og/eða eggjastokkar eru
fjarlægð, krabbameinsmeðferð og
við sjálfsónæmissjúkdóma.
Þegar hormónavörn kvenna er
ekki lengur til staðar aukast líkur
á hjarta- og æðasjúkdómum og því
er mikilvægt fyrir þær að fylgjast
með áhættuþáttum og stunda heil-
brigt líferni. Þá minnkar bein-
massi hratt eftir tíðahvörf og er
afar mikilvægt fyrir konur að
láta mæla beinþéttni sína af og
til, stunda reglubundna hreyf-
ingu og neyta kalks og D-vít-
amíns. Hormónaskorturinn dregur
úr teygjanleika þvagrásarinnar
með tilhneigingu til þvagleka og
blöðruvandamála, brjóstin minnka
og skreppa saman. Þetta ástand
veldur líka slímhúðarþurrki í kyn-
færum, dregur úr næmni og ýtir
undir óþægindi vegna þessa bæði
almennt og við það að stunda kyn-
líf. Slíkt dregur úr löngun og getu,
en talið er að ríflega 40% kvenna
finni fyrir slíkri truflun í kjölfar
tíðahvarfa.
Lykilvenjur
Yfirleitt finna konur það best sjálf-
ar þegar breytingar verða á þess-
ari viðkvæmu hormónastarfsemi
og leita sér þá aðstoðar. Einkennin
eru mismikil og hafa mismunandi
áhrif á konur og umhverfi þeirra.
Greiningin felst aðallega í sögunni,
stundum mælingum á hormónum
og jafnvel skoðun. Meðferðin bygg-
ir fyrst og fremst á meðhöndlun
einkenna. Mikil umræða átti sér
stað um uppbótarmeðferð og þarf
að vega og meta slíkt hverju sinni,
staðbundin meðferð sem beinist að
slímhúð kynfæra, þunglyndis- og
kvíðalyf, beinþéttnilyf og ýmislegt
fleira er til.
Allar konur ættu þó að hafa í
huga að ákveðnar aðstæður, nær-
ing og venjur geta ýtt undir ein-
kenni. Reykingar geta til dæmis
flýtt fyrir tíðahvörfum, aukið ein-
kenni þeirra og líkurnar á hjarta-
og æðasjúkdómum, beinþynningu
og krabbameinum. Skynsamlegt
er að draga úr koffíndrykkjum,
það bætir svefn og dregur úr hita-
kófi. Stunda kynlíf reglubundið,
en slíkt eykur blóðflæði og við-
heldur slímhúð kynfæra, ef þarf
með hjálp sleipiefnis. Draga úr
streitu, gera slökunaræfingar og
grindarbotnsæfingar auk þess að
stunda reglubundna hreyfingu og
jafnvægi í mataræði. Lykilvenjur
sem geta haft afgerandi áhrif á
lífsánægju kvenna á þessu tímabili
í lífi þeirra.
Hangandi brjóst og hitakóf
Það er ljóst að margir sem
eru fylgjandi því að flug-
völlur sé til staðar í Vatns-
mýri nefna sjúkraflugið
sem aðalástæðu fyrir þeirri
skoðun sinni. Ýmsir þeirra
segja að það séu til næg
svæði önnur til að byggja.
Ef fólksfjölgun er viðvar-
andi munu þessi svæði þó
einnig að lokum fyllast og
uppbygging utarlega heldur
áfram.
Eru einhver neikvæð
áhrif af því fyrir bráðveikt fólk
að búa í t.d. Úlfarsárdal miðað við
að búa í Vatnsmýri?
Rannsókn sem gæti svarað þess-
ari spurningu var birt í Emergency
Medical Journal árið 2007. Höf-
undarnir, Nicholl o.fl., athuguðu
hvernig 10.315 sjúklingum í bráðri
lífshættu reiddi af miðað við fjar-
lægð í beinni loftlínu frá sjúkrahús-
inu sem tók fólkið til með höndlunar.
Niðurstaðan var að fyrir hvern kíló-
metra sem fjarlægð jókst um jukust
dánarlíkur viðkomandi einstaklings
um 2%. Úlfarsárdalur er u.þ.b. 8-9
km fjær Landspítala en Vatns mýrin,
sem myndi þýða að bráð veikindi
þar hefðu í för með sér um 15-20%
auknar líkur á láti sjúklingsins.
Höfundarnir reikna út að þessi
munur nægi til að skýra 1% allra
dauðsfalla, þegar fjarlægð til
sjúkrahúss er komin yfir 10 km.
Nokkrir útreikningar til viðbótar
gefa manni þá um það bil 1,5 við-
bótar dauðsföll árlega ef byggt er
í Úlfarsárdal í stað Vatnsmýrar,
miðað við 20.000 manna byggð.
Sumir hafa lagt til flutning Land-
spítalans til Keflavíkur. Það myndi
leggjast misþungt á sveitarfélögin
eftir því hvernig þau eru staðsett
með tilliti til Keflavíkur en gróf-
lega áætlað myndu tapast
50 mannslíf á ári á höfuð-
borgarsvæðinu.
Til þess að sjúklingur af
landsbyggðinni verði fyrir
skaða vegna aukins flutn-
ingstíma verður hann í
fyrsta lagi að þurfa inngrip
sem eru oftast ekki á færi
lækna í heimabyggð. Það er
hér sem þynnast verulega
raðir þeirra sem gætu skað-
ast. Allir læknar hafa lært
að greina og meðhöndla
stóran hluta bráðra veikinda sem
ógna lífi. Súrefni, vökvar, nálar og
litlir hnífar eru einföld en mikilvæg
meðul en allir geta einnig gefið önd-
unarstuðning með lyfjum eða tækj-
um, hjartalyf, lyf til að viðhalda
blóðþrýstingi, segaleysandi með-
ferð, sýklalyf, rafvendingu og fleira.
Vissa innsýn í hlutfall sérhæfðra
inngripa má til dæmis fá í grein í
Emergency Medical Journal árið
2005 eftir Mushtaq og Ritchie, þar
sem athugað var hverjar algeng-
ustu dánarorsakir fólks væru
á bráðamóttökum. Fyrir stóran
hluta bráðra veikinda þýðir þetta
að búseta í 5 km fjarlægð frá lítilli
heilbrigðisstofnun á landsbyggðinni
getur verið betri en búseta í 6 km
fjarlægð frá Landspítalanum.
Er sjálfgefið að tefja alla sjúkra-
flutninga ákveðins hóps vegna þess
að sumir telja að hluti af sjúkra-
flutningum annars hóps tefjist?
Er öruggt að þeir tefjist?
Mitt mat er að það sé ekki óum-
flýjanlegt að töf yrði á sjúkraflutn-
ingum utan af landi við brotthvarf
Reykjavíkurflugvallar. Það eru
ýmsar ódýrar mótvægisaðgerðir
mögulegar sem geta jafnað og jafn-
vel stytt flutningstímann frá lands-
byggðinni.
Allir geta átt líf
Niðurstöður nýlegrar rann-
sóknar Félagsvísindastofn-
unar Háskóla Íslands um
traust til Alþingis eru borð-
liggjandi. Þjóðin treystir
ekki Alþingi og er umræðu-
hefð þingmanna helsta
ástæðan. Um 80% lands-
manna vantreysta Alþingi
vegna samskiptamáta þing-
manna. Meiri hlutinn telur
líka að það myndi auka
traust Alþingis mikið ef við þing-
menn sýndum hver öðrum meiri
kurteisi og stunduðum málefna-
legri umræðu á Alþingi.
Þetta ætti ekki að koma þing-
mönnum á óvart. Við sáum þetta
skýrt í kosningabaráttunni
í vor. Frambjóðendurnir
Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson og Katrín Jak-
obsdóttir, sem voru áber-
andi málefnaleg og kurteis
í sínum málflutningi, voru
hvað eftir annað kosin
af netverjum sem sigur -
vegarar umræðna í sjón-
varpssal. Rannsókn Félags-
vísindastofnunar segir að
þjóðin er þreytt á karpi og virð-
ingarleysi þingmanna sín á milli,
og einnig í sinn garð. Hún sýnir að
þjóðin vill nýja umræðuhefð og að
þingmenn viðurkenni mistök.
Stjórnmálahefðin á Íslandi
hefur verið sú að viðurkenna ekki
mistök. En nýr þingmaður Fram-
sóknarflokksins, hann Frosti
Sigur jónsson, baðst á dögunum
opinberlega afsökunar á mistökum
og fékk réttilega mikið lof fyrir.
Nú fer hann fyrir óformlegum
hópi nýrra þingmanna sem mun
hittast á næstu vikum til að vinna
að bættri umræðuhefð á Alþingi.
Markmið hópsins er að sam mælast
um góð fordæmi að kurteisari og
málefnalegri umræðu í þingsal.
Undir ritaður styður Frosta heils-
hugar og mun að hans beiðni starfa
í hópnum. Komum okkur að verki
og hleypum einhverju mikilvægara
að í umræðuna.
Kurteisi og málefnaleg umræða
STJÓRNMÁL
Jón Þór Ólafsson
þingmaður Pírata
SKIPULAG
Þorgeir Gestsson
sérfræðingur í
tauga- og lyfl ækn-
ing um í Stokkhólmi
Allar konur ættu þó
að hafa í huga að
ákveðnar aðstæður, næring
og venjur geta ýtt undir
einkenni.
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
32
36
6