Fréttablaðið - 17.09.2013, Síða 16

Fréttablaðið - 17.09.2013, Síða 16
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Þetta er tímamótasýning hjá mér að mörgu leyti og líka svolítið skrýtin sýning,“ segir myndlistarmaðurinn Haukur Dór, sem hefur opnað sýningu á Mokka, fimmtíu árum eftir að hann hélt sína fyrstu sýningu á kaffi húsinu sögufræga á Skólavörðu stígnum sumarið 1963. Haukur, sem er fæddur árið 1940 og stundaði meðal annars nám við Edin- burgh College of Art, Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn og Visual Art Center í Maryland í Banda- ríkjunum, hefur unnið að leirlist og myndlist á Íslandi, í Danmörku, Spáni og Bandaríkjunum. Í dag helgar hann sig málaralistinni alfarið. Haukur man vel eftir fyrstu sýningu sinni á Mokka fyrir fimm áratugum og hefur auk þess hresst upp á minnið með því að skoða gamlar blaðaúrklippur frá þeim tíma sem eru til sýnis á Mokka af þessu tilefni. „Ég var kornungur þá, hafði lokið einu ári af námi mínu í Edinborg og fór heim til að halda sýningu, en ég vann líka hjá leirbrennslunni Glit á Óðins- götu. Þar var Ragnar Kjartansson aðalmaðurinn, afi alnafna síns lista- mannsins sem nú gerir allt vitlaust úti um allar trissur. Hann kenndi mér á kvöldin í myndlistarskólanum og bar mikla ábyrgð því að ég fór út í þetta nám því hann hvatti mig eindregið til þess,“ segir Haukur Dór. Þessi tímamótasýning á Mokka nefnist Föstudagurinn langi og saman- stendur af fimmtán verkum sem flest eru frá síðustu árum. „Þetta eru allt tilbrigði við krossfestingu, en þannig vill til að fyrri konan mín lést á föstu- daginn langa fyrir tæpum tuttugu árum. Þess vegna eru verkin á sýn- ingunni ekki til sölu, því ég get ekki haft þennan dag að féþúfu. Það verður að koma í ljós hvað ég geri við verkin eftir sýninguna en kannski læt ég útbúa bók sem verður þá hugsuð fyrir vini og vandamenn,“ útskýrir Haukur Dór og bætir við að sýningin, sem stendur yfir til 14. október, verði sú síðasta sem hann stendur sjálfur fyrir. „Ég ætla að loka hringnum hér. Mér hafa alltaf leiðst opnanir á sýningum en á Mokka eru engar opn- anir heldur hengir maður bara upp myndirnar og svo koma kaffigest- irnir með tímanum, sem er gott mál. Það hefur því lengi blundað í mér að hætta þessu sýningastússi en ég er ekki hættur að mála. Ég á eftir að gaufa í því fram í andlátið,“ segir Haukur Dór. kjartan@frettabladid.is Lokar hringnum á Mokka Myndlistarmaðurinn Haukur Dór hefur opnað sýninguna Föstudagurinn langi á Mokka, fi mmtíu árum eft ir að hann hélt fyrstu sýningu sína á kaffi húsinu. Hann segir sýninguna verða þá síðustu sem hann stendur fyrir sjálfur, enda löngu orðinn þreyttur á stússinu. TÍMAMÓTASÝNING Verkin á sýningu Hauks Dórs á Mokka eru tilbrigði við krossfestingu, en fyrri kona myndlistarmannsins lést á föstudaginn langa og því eru myndirnar ekki til sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR BJARNASON húsasmiður og bólstrari, Gullsmára 11, áður til heimilis að Ljósabergi 8, Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 20. september kl. 13.00. Sigurrós Sverrisdóttir Sigurjón Ingi Ingólfsson Lillý Halldóra Sverrisdóttir Björn Sverrisson Elísabet Benónýsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON áður til heimilis að Skálholti 17, Ólafsvík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri, Ólafsvík laugardaginn 14. september. Jarðarförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 21. september kl. 14.00. Egill Þórðarson Yoko A. Þórðarson Þórður Þórðarson Kari Heidenreich Raa Karitas Anna Þórðardóttir Guðjón Elísson Svanfríður Þórðardóttir Björn Arnaldsson Guðríður Þórðardóttir Björn Hilmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra HALLVEIG HALLDÓRSDÓTTIR Sólheimum 24, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þann 9. september, verður jarðsett frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. september kl. 13.00. Guðríður Axelsdóttir Friðrik Kárason Viktor Ólason Inga Eiríksdóttir Sigurður Axel Ólason Carlotta Tate Ólason Steinunn Kr. Friðriksdóttir Valgeir Guðjónsson Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Sigríður Anna Guðjónsdóttir Ragnar Björn Marteinsson Guðrún Arna Guðjónsdóttir Tryggvi Tryggvason og fjölskyldur. Elsku móðir mín, amma og langamma, GUÐRÍÐUR ÁRMANNSDÓTTIR ljósmóðir frá Myrká, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 12. september. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 19. september kl. 13.30. Hreinn Hrafnsson Elvý Guðríður Hreinsdóttir Eyþór Ingi Jónsson Óðinn Snær Óðinsson Birkir Blær Óðinsson Hreinn Orri Óðinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JAKOBSDÓTTIR Strikinu 12, Garðabæ, áður til heimilis á Akureyri, lést á líknardeild Landspítalans 8. september. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 20. september kl. 13.30. Gunnar Valur Guðbrandsson Margrét Jóhannsdóttir Matthildur Guðbrandsdóttir Baldur Björnsson Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Björn Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS EINARSSON lögg. fasteignasali, Skúlagötu 10, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 20. september kl. 13.00. Guðrún Þ. Jóhannsdóttir Einar Þór Magnússon Hanna Símonardóttir Elvar Örn Magnússon Anna María Snorradóttir Agnar Már Magnússon Berglind Helga Sigurþórsdóttir og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGÞRÚÐUR KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR Boðaþingi 6, lést á heimili sínu fimmtudaginn 12. september. Útförin verður auglýst síðar. Jón Óskar Carlsson Róbert Örn Jónsson Karl Ómar Jónsson Berglind Tryggvadóttir ömmubörn og langömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA SIGRÚN BÖÐVARSDÓTTIR Ásakór 5, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 14. september. Sigurður Sigfússon Sigurður Óli Sigurðarson Camilla Ósk Hákonardóttir Svavar Sigurðarson Vaka Önnudóttir Karen Lind Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSRÚN AMALÍA ZOPHÓNÍASDÓTTIR Álftamýri 34, Reykjavík, lést hinn 6. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19. september kl. 13.00. Jarðsett verður frá Þingmúlakirkju laugardaginn 21. september kl. 14.00. Arnar Þór Sævarsson Gerður Beta Jóhannsdóttir Arnar Freyr Arnarsson Ásrún Inga Arnarsdóttir Eyrún Anna Arnarsdóttir og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR MARGRÉTAR SÖLVADÓTTUR frá Efri-Miðvík í Aðalvík, Norðurbrún 1, áður til heimilis að Álftamýri 38. Marta Lunddal Friðriksdóttir Gestur Halldórsson Ásta Lunddal Friðriksdóttir Eðvarð Björgvinsson Gunnar Lunddal Friðriksson Helena Bragadóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.