Fréttablaðið - 17.09.2013, Blaðsíða 17
ATHUGIÐ
Gangan er hluti af
verkefninu Með
fróðleik í fararnesti,
sem hófst á aldar-
afmæli Háskóla Ís-
lands árið 2011.
Gangan stendur frá
11 til 13. Þátttaka er
ókeypis og allir eru
velkomnir.
Matarsagan er samofin sögu þjóðarinnar. Hún segir sögur allra, bæði almúgans og höfð-
ingja, hversdags og um hátíðir,“ segir
Laufey Steingrímsdóttir, prófessor við
matvæla- og næringarfræðideild Há-
skóla Íslands. Hún mun, ásamt Guðrúnu
Hallgrímsdóttur matvælaverkfræðingi
og Sólveigu Ólafsdóttur sagnfræðingi,
leiða gönguferð á laugardaginn komandi
þar sem matur, saga og menning verða
meginefnið.
Laufey segir Reykjavík uppfulla af
matarsögu. „Reykjavík var lengst af
sveit og sjávarpláss, en þegar kom
fram á nítjándu öld var hún einnig
aðsetur mennta- og embættismanna
auk erlendra kaupmanna. Hér voru
veitingahús og fínar verslanir innan um
kálgarða, fjóshauga, salfiskstæður og
vatnsbera sem sliguðust með vatns-
fötur í hús úr brunnum bæjarins,“ lýsir
hún. Á göngunni munu þær segja sögur
af stöðum, fólki og siðum sem tengjast
mat.
Gangan hefst klukkan 11 á horni
Aðalstrætis og Túngötu. „Þar hafa
fundist elstu minjar um byggð á Íslandi
og við gerum því ráð fyrir því að þau
Ingólfur og Hallveig hafi búið þar og
etið sinn geirfugl, sel, fisk, bygggraut og
hvað eina,“ segir Laufey um upphafs-
stað göngunnar. Gengið er á Austur-
völl þar sem þær stöllur munu segja
frá fjárrekstri úr nærliggjandi sveitum,
stórkarlalegum aðferðum við sauðfjár-
slátrun og áfengisbanninu. „Við förum
að tjörninni og síðan að Lækjartorgi þar
sem við segjum frá matjurtagörðum
sem þar voru í nágrenninu, rúgbrauðs-
gerðinni, rauðmagavögnum og mjólk-
ursöludrengjum með pelamál,“ lýsir
Laufey glaðlega. Þá er ferðinni heitið
að athafnasvæði Thomsens magasin.
„Þar var glæsileg verslun með mörgum
deildum þar sem hægt var að kaupa
tilbúinn mat og taka með sér. Þar var
einnig hægt að fá alls konar fínar inn-
fluttar matvörur,“ segir Laufey en einnig
munu þær segja sögur af ýmsum veit-
ingahúsum og krám, segja frá fyrstu
hamborgarabúllunum og ísgerðinni auk
annars.
Ferðinni lýkur við gömlu höfnina,
sem tengist sterkt matarsögu Reykjavík-
ur bæði í dag og fyrr á tímum. „Gangan
er því ekki löng en hægt verður farið
yfir enda liggur okkur mikið á hjarta,“
segir Laufey en túrinn tekur um tvo
tíma. Laufey bendir fólki því á að vera
vel búið. „Síðan getur fólk lokið ferðinni
með því að fá sér hressingu á einhverju
af veitingahúsunum við gömlu höfnina,“
segir hún glettin. ■ solveig@365.is
MATARSAGAN
ER ALLT Í KRING
Á SÖGUSLÓÐUM Gangan Fæðuhringurinn í miðborg Reykjavíkur, saga
matar frá landnámi til okkar daga, verður farin laugardaginn 21. september.
MEÐ BRENNANDI
MATARÁHUGA
Guðrún Hallgrímsdóttir,
Sólveig Ólafsdóttir og
Laufey Steingrímsdóttir
munu leiða fólk um
götur miðborgarinnar
og segja sögur af mat og
menningu.
MYND/GVA
MÁLÞING
Embætti landlæknis stendur fyrir
málþingi um geðrækt þann 20.
september. Tilefnið er að margir
framhaldsskólar hefja nú þemaár
geðræktar á vegum verkefnisins
Heilsueflandi framhaldsskóli.
Laugavegi 178 - Sími: 568 9955
www.tk.is
ÚRVAL AF FALLEGUM
YFIRHÖFNUM!
ERUM MEÐ ÚLPUR Í MÖRGUM LITUM
Opið laugardaga 12:00-15:00
Skipholti 29b • S. 551 0770
Nýtt námskeið hefst 26. septemberNýtt námskeið hefst 17. aprílNæs a námskeið hefst 12. júníæsta námskeið hefst 18. se t 2013
stækkar þig
um númer,
fæst í 70-85B OG 75-85C
á kr. 5.800,-
buxur við á kr. 1.995,-
FLOTTUR!
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
lokað á laugardögum í sumar