Fréttablaðið - 17.09.2013, Síða 19

Fréttablaðið - 17.09.2013, Síða 19
BÍLAR ÞRIÐJUDAGUR 17. SEPTEMBER 2013 M ikið er um dýrðir á bílasýningunni sem nú stendur yfir í Frankfurt í Þýskalandi. Bílablað Frétta- blaðsins var á staðnum í síðustu viku, fyrstu daga sýningarinnar sem ætlað- ir eru blaðamönnum. Nærfellt allir bílaframleiðendur eru á sýningunni og sýnendur í heild tæplega 1.100 talsins. Fjöldi bíla á sýningunni er á annað þúsund. Mikil upplifun er að koma á þessa sýningu, sem er ævinlega talin sú mikilvægasta og stærsta í Evrópu á hverju ári. Stærð sýningar hallanna, sem eru margar, er nánast ógn- vænleg og heildarstærð sýn- ingarsvæðisins er 230.000 fer- metrar. Til samanburðar var Kringlan 30.000 fermetrar er hún opnaði. Hugmyndabílar til að kanna viðbrögð Dvelja þarf í nokkra daga til að komast með góðu móti yfir sýninguna alla, en þó nokkuð margir sýnenda eru ekki bíla- framleiðendur heldur íhluta- framleiðendur eða tengjast bíl- greininni. Á tveimur dögum má þó sjá svo til alla bíla sýningar- innar og flokkast það undir hátíðar veislu fyrir bílaáhuga- menn. Margir bílaframleiðend- ur kynntu nýja hugmyndabíla, sem allsendis óvíst er að fari í framleiðslu. Það eru einmitt viðbrögð almennings og blaða- manna á svona sýningum sem ráða mestu um hvort slíkir bílar verða að framleiðslubílum eða hilluskrauti. Ávallt er mikið um frumsýn- ingar nýrra bíla eða á nýjum kynslóðum þekktra bíla. Mynd- ir af sumum þeirra hafa lekið út fyrir frumsýningu þeirra en aðrir hafa sloppið við slíkt og þess athygliverðara að sjá þá meðal fyrstu manna. Mjög ein- kennandi fyrir sýninguna í ár er áhersla bílaframleiðenda á raf- magnsbíla og bíla með tvinn- tækni. Svo til allir framleiðend- ur sýndu þannig bíla og greini- legt er að enginn þeirra vill missa af lestinni þar. Þessi sýn- ing nú í Frankfurt mun öðru fremur skilja eftir sig þessa áherslu og því virðist framtíð rafmagnsbíla vera björt. Þýskir með sér sýningarhallir Hreint ótrúlegt er að sjá hversu mikið bílaframleiðendur leggja í sín sýningarsvæði. Nokkrir þeirra eru með sérhús og eru þau engin smásmíði. Á þetta helst við um þýsku bílaframleið- endurna, enda eru þeir þarna á heimavelli. Sýningarhús Audi vakti líklega mesta athygli en húsið tók Audi með sér og reisti á svæðinu. Glæsileiki þess var inn er komið var slíkur að and- litið ætlaði hreinlega að detta af og fallegir bílar Audi rímuðu vel við. Mercedes Benz og BMW voru líka með eigin hallir, stórglæsi- legar, og hjá BMW var heillöng akstursbraut sem náði bæði undir og yfir sýningargesti. Þar var ekið með gesti í rafmagns- bílnum BMW i3 og fleiri gerð- um BMW-bíla. Stærsti einstaki sýnandinn var þó Volkswagen, sem var í stærstu sýningarhöll- inni ásamt öllum öðrum bíla- merkjum sem tilheyra Volks- wagen-stórfjölskyldunni nema Audi. Volkswagen sýndi 56 bíla af öllu færri bílgerðum en í mismunandi útfærslum. Undir Volkswagen og undirmerki þess dugði ekkert minna en 19.000 fermetrar. Enn fylgja fögrum bílum fögur fljóð Athyglivert er að upplifa mis- muninn á þeim dögum sem eingöngu eru ætlaðir blaða- mönnum og svo almenningi. Á blaðamannadögunum, þar sem myndavélar þeirra smella ótt og títt, er vart þverfótað fyrir fallegum stúlkum sem standa við bílana og setja sig í viðeig- andi stellingar og með hel frosið bros eftir erfiðan dag. Þeim fækkar mjög er kemur að dög- unum fyrir almenning. Vera hinna fögru fljóða á þessum sýningum hefur orðið mörg- um femínistanum skotspónn, en svo virðist sem það sé alls ekki á undanhaldi að para saman fagrar stúlkur og flotta bíla á bílasýningum. Á blaðamanna- dögunum eru miklu færri gestir og mjög rúmt um þá sem vilja ná góðum myndum af bílunum. VEISLA FYRIR AUGUN Í FRANKFURT Nær allir bílaframleiðendur sýna bíla sína á þessari stærstu bílasýningu í Evrópu á 230.000 fermetrum. LEGUR OG PAKKDÓSIR VAGNHÖFÐI 7 – SÍMI 5 17 5 000

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.