Fréttablaðið - 17.09.2013, Side 20

Fréttablaðið - 17.09.2013, Side 20
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 2 17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR OPEL ASTRA GTC Finnur Thorlacius reynsluekur O pel-bílamerkið hefur ekki verið mjög áberandi hér á landi á síðustu árum, enda ekki svo langt síðan að bílar þess voru aftur í boði eftir nokkurra ára fjarveru. Opel er einn af hinum góðu þýsku bíla framleiðendum og þó svo að merki þess sé ekki eins þekkt og flestra hinna, stendur Opel-merkið fyrir gæði og góða smíð. Því til vitnis hefur Opel hlotið margs konar viður- kenningar fyrir bíla sína á síð- ustu árum og bilanatíðni þeirra er meðal þeirra allra lægstu. Opel smíðar bíla í flestum stærðarflokkum, en einn hinna smærri er Opel Astra. Hann kemur í nokkrum útfærslum og ein þeirra er einkennd með stöf- unum GTC og er það sportleg- asta útfærsla Astra. Sá bíll var tekinn til kostanna og honum ekið af mikilli áfergju fyrir stuttu. Svo breitt er úrvalið á Opel Astra að eingöngu í GTC- útfærslu hans má fá þrjár gerð- ir. Sú aflminnsta er með 140 hestafla bensínvél, en einnig má fá hann með 170 og 280 hestafla vélum. Reynd var aflminnsta út- færsla bílsins með sjálfskipt- ingu en hann er eingöngu í boði með þá skiptingu. Athygli vekur að aðeins munar tvö hundr- uð þúsund krónum á þessum bíl og 180 hestafla útfærslu hans með beinskiptingu, en þannig vilja vafalaust flestir kaupend- ur svona sportbíls hafa hann. Verð reynsluakstursbílsins er 5.190.000 krónur en sá aflmeiri og beinskipti er á 5.390.000. Það var því reynsluökumanni næsta óskiljanlegt af hverju sá afl- minni var fluttur inn yfir höfuð en sá aflmeiri sást ekki. Fríður bíll með glerharða  öðrun Þegar sest er inn í Opel Astra CTC verður það ökumanni strax ljóst að þar fer sportlegur bíll. Sætin eru hörð en halda vel utan um ökumann. Um leið og lagt er af stað eykst þessi tilfinning ef eitthvað er því fjöðrun bíls- ins er glerhörð, eins og eðlilegt er fyrir sportbíl. Útlit bílsins rímar einnig við þessa sport- legu eiginleika hans, coupe- lagið og að hann er tveggja hurða. Hurðirnar eru fyrir vikið ansi stórar og þungar en stærð þeirra er einnig kostur hvað það varðar að ekki er þröngt að komast í aftursætin. Það skal þó tekið fram að Opel Astra GTC er ekki með hrein- ræktað coupe-lag heldur er hann í fremur litlum flokki sem meðal annars inni heldur bíla eins og Volkswagen Scir occo og Hyundai Velostar þar sem genin liggja á milli coupe-útlits og hefðbundins útlits venjulegra fólksbíla. Svo ólíkur er Astra GTC-bíllinn hefðbundnum Astra að enginn hlutur í ytra byrði hans er sameigin legur fimm dyra bílnum. Að mati reynslu- ökumanns er þessi GTC-bíll talsvert fallegri en hin venju- lega Astra. Þó svo að Astra sé næstminnsti bíll Opel á eftir Corsa er þetta ekki svo smár bíll. Vel fer um fjóra farþega en ekki er hægt að mæla með þeim fimmta, nema smár sé. Stærri en sýnist í fyrstu Þegar inn í bílinn er komið er þó alls ekki mikill munur á venju- legum Astra-bíl og GTC-bílnum. Flest í innréttingunni virðist vera eins og alveg hægt að rugl- ast á þeim hvað það varðar. Með þessu hefur Opel vonandi sparað sér heilmikinn þróunar- kostnað en fyrir vikið er fátt sem segir ökumanni að hann sé staddur í sportbíl því engir sportstælar eru þar áberandi. Allt er þó greinilega vel smíðað eins og algilt er um bíla Opel. Báðir eiga bílarnir þó það sam- eiginlegt að neðarlega er setið í bílnum og það er helst sú stað- reynd sem gefur sporttilfinn- ingu. Vegna þess að bíllinn er tveggja dyra er langt að sækja bílbeltið fyrir aftan ökumann og eins gott að vinstri öxlin sé liðug til að ná í beltið. Gluggar bílsins eru litlir, eins og títt er með sportlega bíla, og fyrir vikið er útsýnið úr bílnum ekki með besta móti og aftur- glugginn er svo smár að erfið- leikum getur verið bundið að leggja bílnum í stæði. Nægt pláss er þó bæði fyrir framsætis- farþega og í aftursætinu og fóta- rými er alls ekki skert þar. At- hyglivert má telja að skottrým- ið er ári gott og 30 lítrum stærra en í venjulegum Astra og telst 380 lítrar. Alls ekki slæmt fyrir bíl í þessum flokki. Kraftmeiri útfærsla bílsins heillar Bæði bil á milli hjóla og öxla er meira en í fimm dyra bílnum og ekki aðeins bætir það aksturs- eiginleika bílsins heldur einn- ig innanrými hans. GTC-bíll- inn hefur fengið HiPerStrut- fjöðrunarbúnaðinn að láni frá stærri bróður hans, Opel In- signia. Fjöðrunin er glerhörð, sem við mátti svo sem búast af svona bíl, en hún er eiginlega of hörð, sérstaklega í ljósi þess að ekki er um mjög öflugan bíl að ræða, aðeins 140 hestöfl. Því hefði verið meira við hæfi að vera með 170 hestafla útfærslu hans með þessari stífu fjöðrun. Að auki væri betra að hafa bíl- inn beinskiptan, það hæfir ein- GLERHÖRÐ SNOPPUFRÍÐ SPORTÚTGÁFA OPEL ASTRA Er með sportlega eiginleika og mjög stífa fjöðrun en skortir afl. Opel Astra GTC er sportútgáfa af hinum hefðbundna Astra og fá má hann með þremur misaflmiklum vélum. www.bilo.is ERTU MEÐ KAUPANDA?Skjalafrágangur frá kr. 15.080 Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU www.visir.is/bilar BÍLAR Umsjón blaðsins Finnur Thorlacius finnurth@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Auglýsingar Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbirgir@365.is Sími 5125432 Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is 1,4 BENSÍNVÉL, 140 HESTÖFL Framhjóladrif Eyðsla 6,1 l/100 km í bl. akstri Mengun 159 g/km CO2 Hröðun 10,1 sek. Hámarkshraði 200 km/klst. Verð frá 5.190.000 kr. Umboð BL OPEL ASTRA GTC

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.