Fréttablaðið - 17.09.2013, Side 22

Fréttablaðið - 17.09.2013, Side 22
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 4 17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR Þrátt fyrir að japanski bílafram- leiðandinn Mitsubishi stefni í 32% tekjuaukningu á þessu ári er ekki bara sólskin í herbúðum þeirra. Mitsubishi er, samkvæmt stjórnen- dum þess, á fyrstu stigum endur- reisnar fyrirtækisins og til þess að flýta þeim bata hefur verið ákveðið að selja hluta af fyrirtækinu til  árfesta. Meiningin er að selja hluti að virði 200 milljarða jena, sem samsvarar 244 milljörðum íslenskra króna. Mitsubishi hefur ekki greitt út arð til hluthafa sinna frá árinu 1998 og í því ljósi er ekki sama eftirspurn eftir hlutum í fyrirtækinu og í Apple eða Google. Kaupendur þessara bréfa öðlast ekki atkvæðisrétt í stjórn Mitsubishi en á móti kemur að ef fyrirtækinu tekst að snúa rekstrinum til betra horfs hækkar virði bréfanna og eigendurnir gætu margfaldað  árfestingu sína. Tekjuaukning Mitsu bishi á þessu ári stafar helst af aukinni eftirspurn eftir bílum þess í Suðaustur-Asíu. Mitsubishi selur eigin bréf Síðustu fréttir úr herbúðum Skoda eru á þann veg að sportlegum bílum frá tékkneska framleiðandanum muni  ölga á næstunni. Skoda hefur í nokkurn tíma framleitt Octavia RS og Fabia vRS sportbílana. Heyrst hefur að Skoda vinni nú að sport- legum jepplingi sem hvorki verður hár frá vegi né til þaksins. Einnig segja raddir að von sé á Octavia-bíl með coupe-lagi sem verður álíka sportlegur bíll og Volkswagen CC. Á bílasýningunni í Frankfurt, sem nú stendur yfi r, var forstjóri Skoda, dr. Vahland, spurður að því hvort vænta mætti fleiri sportlegra bíla og af við- brögðum hans að dæma má einmitt eiga von á því. Skoda hefur að mestu látið systurfyrirtæki sín, Volkswagen og Audi, um sviðið í formi tvinnbíla og hreinna rafmagnsbíla. Þó er á prjónunum að bjóða plug-in-hybrid Skoda-bíl, en nokkuð er í að svo verði. Skoda virðist því ætla að halla sér fremur í áttina að sportlegri bílum í bili og láta hinum fyrirtækju- num í Volkswagen-stór ölskyldunni eftir þróun umhverfi svænna bíla sem byggja á nýrri tækni, en bæta henni svo í vörulínu sína þegar reynsla er komin á tæknina. Fleiri sportbílar frá Skoda Eitt af útspilum Volvo á bíla- sýningunni í Frankfurt er þessi gullfallegi hugmyndabíll, Volvo Concept Coupe. Hvað Volvo ætlar sér með þessum bíl er hins vegar áleitin spurning. Sumir vilja meina að Volvo, sem flokk ast sem lúxus- bílaframleiðandi, ætli ekki lengur að leyfa BMW og Audi að eiga markaðinn fyrir stærri lúxusbíla sem ekki kosta hvítuna úr augu- num, heldur ætli að tefla fram bíl á næstunni sem keppi við Audi A8 og BMW 7-línuna. Eigandi Volvo er kínverski bílaframleiðandinn Geely og þar á bæ virðist vera áhugi á slíku þó svo að stefna nýhætts forstjóra Volvo hafi verið að smíða ekki bíl í þessum flokki, heldur halda sig við minni og ódýrari  öldasölu bíla. Volvo áformar að koma fyrst fram með lengdan S80-bíl hlaðinn lúxus, en það virðist ekki ætla að duga til að uppfylla drauma stjórnarmanna í Geely. Í stefnir að framleiddur verði bíll undir nafninu S100 og hann gæti hæglega verið þessi bíll sem hér sést. Það er Thomas Ingenlath sem teiknaði þennan hugmyndabíl og Geely-menn eru afar ánægðir með hönnun hans og ætla örugglega ekki að setja þennan bíl upp á hillu sem skraut. Ætlar Volvo að storka BMW 7 og Audi A8? Volvo Coupe Concept er einn af fríðari bílunum sem nú sjást í Frankfurt. Skoda Octavia RS Mitsubishi Lancer Evolution 0 kr. útborgun Langtímaleiga Vetrarleiga frá46.900 kr.á mánuði! Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.