Fréttablaðið - 17.09.2013, Page 34
17. september 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26
Mörkin: 1-0 Gary Martin (6.), 1-1 Viðar Örn
Kjartansson (25.), 2-1 Brynjar Björn Gunnarsson
(49.), 3-1 Óskar Örn Haukss. (64.), 4-1 Martin (74.)
KR (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 6– Haukur
Hauksson 7, Grétar Sigurðars. 6, Jonas Grönner 5,
Guðmundur Reynir Gunnarss. 7– Atli Sigurjónsson
5 (46. Emil Atlason 6), Brynjar Björn Gunnarsson
6, Jónas Guðni Sævarsson 8, Baldur Sigurðsson 6,
Óskar Örn Hauksson 6– *Gary Martin 8.
Fylkir (4-3-3): Bjarni Þórður Halldórsson 5 - Ásgeir
Örn Arnþórsson 5, Kristján Hauksson 5, Agnar
Bragi Magnússon 5, Tómas Þorsteinsson 5 - Ásgeir
Börkur Ásgeirsson 5, Finnur Ólafsson 5, Pablo
Punyed 6, - Emil Berger 5, Guy Roger Eschmann
4 (67. Kjartan Ágúst Breiðdal 5), Viðar Örn
Kjartansson 6.
Skot (á mark): 13-10 (7-1) Horn: 5-5
Varin skot: Hannes 0 - Bjarni Þórður 3.
4-1
KR-völlur 1004
áhorfendur
Þóroddur
Hjaltalín (8)
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
PEPSI DEILDIN 2013
STAÐAN
KR 18 15 1 2 45-19 46
FH 20 12 5 3 41-22 41
Stjarnan 20 12 4 4 31-19 40
Breiðablik 19 9 6 4 29-22 33
ÍBV 19 8 5 6 23-20 29
Valur 19 6 9 4 37-29 27
Fram 20 6 4 10 25-33 22
Fylkir 20 5 5 10 28-31 20
Keflavík 19 6 2 11 25-40 20
Þór 19 4 5 10 26-41 17
Víkingur Ó. 19 2 8 9 15-28 14
ÍA 18 2 2 14 25-46 8
FÓTBOLTI „Hún hefur haft mjög mikil áhrif á íslenska
kvennaknattspyrnu í heild sinni og kannski lyft
henni upp á annað plan í gegnum árin,“ segir Vanda
Sigurgeirs dóttir, fyrrverandi þjálfari Eddu Garðars-
dóttur, í gær.
Knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir tók þá
ákvörðun eftir að Pepsi-deild kvenna lauk um helgina
að leggja skóna á hilluna, tímabundið í það minnsta.
Síðasti leikur Eddu var gegn Selfyssingum á
laugardaginn þegar Valsmenn unnu góðan sigur,
4-0. Edda skoraði eitt mark í leiknum og kvaddi því
íslenskan kvennabolta á viðeigandi hátt. Leikmað-
urinn hefur verið að glíma við erfið meiðsli í hné og
hefur því ákveðið að koma skónum frægu vel fyrir
á hillunni.
„Hún lék algjört lykilhlutverk hjá íslenska lands-
liðinu þegar liðið gekk í gegnum mesta uppgangs-
tímann og er ótrúlegur leiðtogi í klefanum. Sem
leikmaður hefur hún alltaf æft meira en allir aðrir í
liðinu, hvort sem það voru lyftingar eða auka æfingar
innanvallar þá var hún alltaf tilbúin. Edda hafði
einnig þann eiginleika að virkja aðra í liðinu með sér
og á að baki stórkostlegan feril.“
Mikil reynsla og þekking
Vanda lýsir Eddu sem ákveðnum leikmanni með ein-
staklega góða sendingagetu, líkamlega yfirburði yfir
flestalla á vellinum og með frábæran skotfót. Hún
var því eins konar drottning á miðjunni sem erfitt
var að stöðva. Edda hefur nú sett stefnuna á knatt-
spyrnuþjálfun þar sem hún getur miðlað reynslu
sinni og þekkingu áfram til næstu kynslóða.
„Hún hefur alla burði til að vera frábær þjálfari
og ég veit að Edda hefur tekið nokkur námskeið.
Við megum ekki missa svona flottan karakter út úr
kvennaknattspyrnunni. Það gerist allt of oft og það
er nauðsynlegt fyrir íslenska kvennaknattspyrnu að
halda Eddu.“
Miðjumaðurinn lék 103 landsleiki með
íslenska landsliðinu og er því næstleikjahæsti
leikmaður Íslands í sögunni. Edda skoraði
fjögur mörk fyrir Ísland er hún lék sinn
fyrsta landsleik 7. september 1997 þegar
hún kom inn á af bekknum gegn Úkraínu. 16
árum síðar hefur hún lagt skóna á hilluna.
Gæti orðið mjög góður þjálfari
„Edda gæti orðið mjög góður þjálfari
og ég veit að hún hefur tekið þjálfara-
námskeið. Hún hefur alltaf verið dug-
leg að skrifa niður og punkta hjá sér,
sem mun reynast henni vel þegar út í þjálfun
er komið,“ segir Vanda, sem er ein af alltof
fáum konum sem hafa farið á fullt í þjálfun í
meistaraflokki.
Edda lék með KR, Breiðabliki, Örebro,
Chelsea og að lokum Val á sínum ferli.
„Hún fer sannarlega í þann flokk
að vera ein af þeim bestu í íslenskri
kvennaknattspyrnusögu. Hún var
kannski ekki tæknilega besti leik-
maðurinn en ótrúlegur karakter
sem reif ávallt alla með sér.“
stefanp@365.is
Drottning á miðjunni
Edda Garðarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eft ir magnaðan feril.
Leikmaðurinn átti stóran þátt í því að lyft a kvennalandsliðinu á þann stall sem
það er á í dag. Edda er næstleikjahæsti leikmaður landsliðsins í sögunni.
EDDA HÆTT Nú taka aðrir hlutir við hjá þessum frábæra
leikmanni og stefnan sett á þjálfun í knattspyrnu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Mörkin: 0-1 Almarr Ormarsson (42.), 0-2 Kristinn
Ingi Halldórsson (56.), 1-2 Sjálfsmark (57.).
Breiðablik (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 4 -
Þórður Steinar Hreiðarsson 6, Sverrir Ingi Ingason
7, Renee Gerard Troost 5(80. Gísli Páll Helgason),
Kristinn Jónsson 6 - Finnur Orri Margeirsson 6,
Tómas Óli Garðasson 7(67. Viggó Kristjánsson 5),
Ellert Hreinsson 4 - Nichlas Rohde 4(28. Jökull I.
Elísabetarson 5), Guðjón Pétur Lýðsson 6, Árni
Vilhjálmsson 6.
Fram (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 7 - Orri
Gunnarsspon 7, Alan Lowing 7, Halldór Arnarsson
6, Jordan Halsman 6 - Halldór Hermann Jónsson
6, Jón Gunnar Eysteinsson 6, Sam Hewson 6 -
*Almarr Ormarsson 7, Jon André Röyrane 4(61.
Aron Bjarnason 5), Hólmbert Aron Friðjónsson
4(45. Kristinn Ingi Halldórsson 6)..
Skot (á mark): 14-6 (7-3) Horn: 4-4
Varin skot: Gunnleifur 0 - Ögmundur 6
1-2
Kópavogsvöllur
620 áhorfendur
Kristinn
Jakobsson (8)
Mörkin: 1-0 Ingimundur Níels Óskarss. (8.), 1-1
Haukur Páll Sigurðss. (13.), 1-2 Magnús Lúðvíkss.,
víti (17.), 1-3 Patrick Pedersen (27.), 2-3 Atli Viðar
Björnsson (69.), 3-3 Atli Viðar (90.+2).
FH (4-3-3): Daði Lárusson 5 - Jón Ragnar
Jónsson 3 (56. Atli Guðnason 6), Pétur Viðarsson
2, Guðmann þórisson 4 (25. Freyr Bjarnason
6), Sam tillen 6– Davíð Viðarsson 4, Björn
Daníel Sverrisson 6, Emil Pálsson 5– Ólafur Páll
Snorrason 4, Ingimundur Níels Óskarsson 4 (66.
*Atli Viðar Björnsson 8),Albert Brynjar Ingason 5.
Valur (4-4-2): Fjalar Þorgeirsson 7 - Magnús
Már Lúðvíksson 7, Jónas Tór Næs 6, Matar
Jobe 6, Bjarni Ólafur Eiríksson 6 - Haukur Páll
Sigurðarsson 7, Daniel Craig Racchi 5, Indriði
Áki Þorláksson 7 - Lucas Ohlander 3 (62. Kristinn
Freyr Sigurðsson 5), Arnar Sveinn Geirsson 7 (82.
Andri Fannar Stefánsson -), Patrick Pedersen 7..
Skot (á mark): 11-6 (8-4) Horn: 9-2
Varin skot: Daði 1 - Fjalar 4.
3-3
Kaplakrikavö.
472 áhorfendur
Vilhjálmur
Alvar (6)
Mörkin: 1-0 Ian Jeffs (90+3).
ÍBV (4-4-2): David James 7 - Arnór Eyvar Ólafsson
7, Matt Garner 6, Eiður Aron Sigurbjörnsson 6,
Jón Ingason 6 - Tonny Mawejje 7, Byrnjar Gauti
Guðjónsson 6, Gunnar Þorsteinsson 6 (84.,
Ragnar Pétursson -), Arnar Bragi Bergsson 6 (69.,
Ian Jeffs 6) - Gunnar Már Guðmundsson 5, Víðir
Þorvarðarson 5 (84., Aaron Spear -).
Stjarnan (4-4-2): *Ingvar Jónsson 7 - Jóhann
Laxdal 6, Tryggvi Sveinn Bjarnason 6, Daníel
Laxdal 6, Robert Sandnes 5 - Kennie Chopart 6
(88., Gunnar Örn Jónsson -), Michael Præst 5, Atli
Jóhannsson 6, Halldór Orri Björnsson 6 - Garðar
Jóhannsson 6, Veigar Páll Gunnarsson 5 (30.,
Ólafur Karl Finsen 5).
Skot (á mark): 8-10 (6-3) Horn: 5-4
Varin skot: James 3 - Ingvar 5
1-0
Hásteinsvöllur
xxx áhorfendur
Guðmundur
Ársæll (8)
ENSKA ÚRVALSD.
SWANSEA- LIVERPOOL 2-2
1-0 Jonjo Shelvey (2.), 1-1 Daniel Sturridge (4.),
1-2 Victor Moses (36.), 2-2 Michu (64.)
STAÐA EFSTU LIÐA
Liverpool 4 3 1 0 5-2 10
Arsenal 4 3 0 1 8-5 9
Tottenham 4 3 0 1 4-1 9
FÓTBOLTI Riðlakeppni Meistaradeildarinnar í
fótbolta fer af stað í kvöld með fyrstu leikjum
liðanna sem eru í riðlum A til D. Á morgun
hefst síðan keppnin í hinum fjórum riðlunum.
Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn fær
alvöru verkefni þegar liðið tekur á móti ítölsku
meisturunum í Juventus á Parken. Ragnar
Sigurðsson (til hægri) var rekinn út af um
síðustu helgi en verður vonandi með í kvöld. Rúrik
Gíslason hefur svo verið meiddur.
Manchester-liðin eru bæði í eldlínunni. United
tekur á móti Bayer 04 Leverkusen í fyrsta leik
stjórans Davids Moyes í Meistaradeildinni en
City heimsækir tékkneska liðið Viktoria Plzen.
Sami Hyypiä stýrir nú liði Leverkusen og fær
verðugt verkefni á Old Trafford.
Það er pressa á Manuel Pellegrini, knattspyrnu-
stjóra Manchester City, enda hefur lítið gengið í Meistara-
deildinni síðustu tímabil. City vann ekki leik í fyrra og
komst hvorugt árið upp úr sínum riðli. Ekkert nema
sigur í Tékklandi í kvöld er því ásættanleg úrslit.
Pep Guardiola og lærisveinar hans í Bayern München
hefja titilvörnina á móti rússneska liðinu CSKA Moskvu.
Allir leikirnir hefjast klukkan 18.45 en á undan
verður Hjörtur Hjartarson með upphitun á Stöð 2
Sport. Manchester United - Leverkusen verður í
beinni á Stöð 2 Sport en á sama tíma er hægt
að horfa á FCK - Juventus á Stöð 2 Sport 3 og
Bayern München - CSKA Moskva á Stöð 2 Sport
4. Hjörtur verður síðan með Meistaramörkin
eftir leikina þar sem öll mörk kvöldsins verða
sýnd.
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld
D-vítamínbættur
KR-ingar stigu stórt skref í átt að Íslandsmeistara-titl-
inum í gær þökk sé góðri hjálp frá Eyjamönnum og
Valsmönnum. KR vann 4-1 sigur á Fylki í 20. umferð
Pepsi-deildar karla í fótbolta á sama tíma og FH náði
bara jafntefli á heimavelli á móti Val og Stjarnan
tapaði í Eyjum. Þessi úrslit þýða að KR-ingar eru með
fimm stiga forskot á toppnum og fá fjóra leiki til
þess að ná í þau tvö stig sem vantar til að tryggja
liðinu 26. Íslandsmeistaratitilinn. KR getur því orðið
meistari með sigri á Breiðabliki á Kópavogsvelli á
fimmtudaginn en það verður frítt á leikinn þar sem
fyrri leikurinn var flautaður af vegna höfuðmeiðsla
Blikans Elfars Árna Aðalsteinssonar. Takist það ekki
fær KR leiki á móti Val (úti, 22. september), ÍA (úti,
26. september) og Fram (heima, 29. september) til
að tryggja sér titilinn.
Geta orðið meistarar á fi mmtudaginn