Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 6
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 6 VEISTU SVARIÐ? JAFNRÉTTI Af þeim 148 nefndum, ráðum og stjórnum sem skipað var í á vegum ráðuneyta í fyrra voru 48 sem ekki var skipað í í samræmi við kynjakvóta sem kveðið er á um í lögum frá 2008. Í þeim er gert ráð fyrir að hlutur hvors kyns um sig skuli ekki vera minni en 40 prósent nema hlutlægar ástæður heimili annað. Jafnréttisstofa, sem haft hefur eftirlit með framkvæmd kynja- kvótans, hefur verið í sambandi við öll ráðuneytin og óskað eftir því að þau skýri þær ástæður sem tilnefn- ingaraðilar hafa gefið ef ekki voru tilnefnd bæði karl og kona. „Við höfum fengið skýringar sem yfirleitt eru fullnægjandi en ef þær eru ekki í samræmi við undanþágu- heimildina bendum við á að verið sé að brjóta lög,“ segir Kristín Ást- geirsdóttir, framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu. Hún tekur það fram að staðan sé að mörgu leyti ásættanleg. „Þegar litið er til heildarfjölda nefnda er það hins vegar athyglisvert að það skuli vera hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og innanríkis- ráðuneyti sem hlutfall kvenna er lægst eða 39 prósent. Ýmsar nefndir hafa að vísu verið óbreyttar um ára- bil og það er ekki fyrr en kemur að endurnýjun sem tekst að leiðrétta kynjahallann og uppfylla laga- skyldur. Þess vegna er mikilvægt að skoða sérstaklega nýskipanir á hverju starfsári fyrir sig.“ Hún segir að tilnefningaraðilar þurfi að vera með opin augu og líta í kringum sig. „Þeir þurfa jafnframt að leita ráða.“ Jafnréttisstofa hefur tekið til greina þætti eins og reynslu og sér- þekkingu starfsfólks auk verka- skiptingar á vinnustöðum og fleira við mat á undanþágum, að því er Kristín greinir frá. „Við teljum hins vegar ekki rétt að nýta undanþágu- heimildina ef engar skýringar á nýt- ingu hennar koma frá viðkomandi ráðuneyti.“ Velferðarráðuneytið var með jafnasta þátttöku kynjanna í nefndum á sínum vegum og einnig eina ráðuneytið með fleiri konur en karla í sínum nefndum, það er 52 prósent á móti 48 prósentum. Sex ráðuneyti af átta eru með hlutfall kynjanna innan viðmiðunarmarka. ibs@frettabladid.is TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 69.900 FULLTVERÐ KR. 89.900 TAXFREE TILBOÐSVERÐ 95.538 FULLTVERÐ KR. 119.900 1. Hversu mikið var tap Hörpu í fyrra? 2. Hvað hefur Þórður Tómasson í Skógum gefi ð út margar bækur? 3. Hvað velja Íslendingar oftast þegar þeir kaupa sér skyndibita? SVÖR: 1. 584 milljónum. 2. 20. 3. Pitsu. Ráðuneyti Í samræmi Ekki í samræmi Samtals Hlutfall í samræmi Forsætisráðuneyti 7 2 9 78% Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti 18 13 31 58% Fjármála- og efnahagsráðuneyti 7 9 16 44% Innanríkisráðuneyti 10 3 13 77% Mennta- og menningar- málaráðuneyti 14 9 23 61% Umhverfis- og auðlindaráðuneyti 18 4 22 82% Utanríkisráðuneyti 2 0 2 100% Velferðarráðuneyti 24 10 34 71% Samtals 100 48 148 68% Nefndir skipaðar árið 2012 Ráðuneyti eru sögð brjóta landslög við nefndaskipan Skipanir nefnda, ráða og stjórna á vegum ráðuneyta í fyrra voru í 68 prósentum tilvika í samræmi við kynja- kvóta í lögum, að því er kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu. Tilnefningaraðilar þurfa að líta í kringum sig. RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld hafa ákært áhöfn Greenpeace- skipsins Arctic Sunrise fyrir sjó- rán. Grænfriðungar vísa þessu alger- lega á bug og segja aðgerðir sínar ekkert eiga skylt við sjórán. Rússneska strandgæslan tók skipið í sína vörslu í síðustu viku eftir að nokkrir úr áhöfninni höfðu reynt að komast upp í rússneskan olíuborpall austast í Barents hafi. Verið er að draga skipið til hafnar en 30 manna áhöfn er enn um borð. Sergei Ivanov, formaður rússneska herráðsins, hefur sagt að aðgerðir Grænfriðunga minni á glæpi sómalískra sjóræningja. - gb Skip í vörslu strandgæslu: Saka Grænfrið- unga um sjórán FERÐAMENN Dönsk kona, Susanne Alsing, heit- ir 100 þúsund krónum í fundarlaun fyrir læðuna Nuk sem slapp úr einka- þotu á Reykjavíkurflug- velli aðfaranótt þriðjudags og ekkert hafði spurst til í gærkvöldi. „Svo virðist sem Nuk hafi tekist að virkja stigann og þannig opnað hurðina og svo hlaupið í burtu,“ segir Susanne, sem milli- lenti hér á leið til Bandaríkjanna. Nuk er svört með hvítan blett á hálsinum og síðast þegar Susanne sá hana var hún með bleika ól. „Finnið Nuk, fangið hana og hringið strax í mig. Ég kem um leið, hvort sem það er um dag eða nótt,“ segir Susanne. Nuk er örmerkt með núm- erinu 958–000–002–337– 862. Hún er einnig húðflúr- uð í eyra með númerinu EFP055. Héraðsdýralæknir og Matvæla- stofnun óttast auk þess að Nuk kunni að bera með sér smitsjúk- dóma, enda hefur hún ekki farið í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir. Stofnanirnar leggja því mikla áherslu á að kötturinn finnist en biðja fólk jafnframt að taka hann ekki inn á heimili til sín séu þar önnur dýr, enda kunni þau þá að smitast af einhverri óværu. Björgunarsveitarmenn leituðu kattarins í allan gærdag og fram á kvöld. Ekki var vitað hversu lengi leitin mundi standa. Það væri undir Susanne komið. - sh Læðan Nuk strauk úr einkaþotu danskrar konu á Reykjavíkurflugvelli og eftirlitsaðilar eru uggandi: Heitir 100.000 krónum fyrir strokukött MIKILL VIÐBÚNAÐUR Um tíu björg- unarsveitarmenn leituðu Nuk í allan gærdag. SUSANNE ALSING KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir tilnefningaraðila þurfa að líta í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNIR Viðlagatrygg- ingar Íslands hafa hafnað því að tryggja dælubúnað vegna bor- holu hitaveitunnar í Vík í Mýrdal. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er afar ósátt með þessa ákvörðun. „Sveitarstjórn mótmælir harð- lega þeirri rökleysu sem fram er færð fyrir því af hálfu Viðlaga- trygginga Íslands að neita því að tryggja dælubúnað hitaveit- unnar og felur sveitarstjóra að svara bréfinu og óska eftir því að málið verði tekið upp í stjórn Við- lagatryggingar Íslands,“ bókaði sveitar stjórnin. - gar Gagnrýna Viðlagatryggingar: Fengu ekki að tryggja dælu VÍK Sveitarstjórnin segir Viðlagatryggingar fara með rökleysu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.