Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 25. september 2013 | SKOÐUN | 15
Átökin í Sýrlandi hafa nú
staðið yfir í meira en tvö
og hálft ár þar sem börn
hafa orðið vitni að ólýsan-
legum atburðum. Þau hafa
séð nána fjölskyldumeð-
limi og vini líflátna og
sjálf verið pyntuð og myrt.
Fjölskyldur sem hafa flúið
land búa við bágbornar
aðstæður í flóttamanna-
búðum í Líbanon, Jórdaníu
og Írak. Ofan á hríðversn-
andi stríðsástand bætist nú
við hungursneyð. Samein-
uðu þjóðirnar áætla að um fjórar
milljónir Sýrlendinga, þar af tvær
milljónir barna, búi við hungur og
ljóst er að börn deyja daglega úr
næringarskorti eða skorti á heil-
brigðisþjónustu.
Ákall á hjálp
Í helstu borgum Sýrlands er
ástandið skelfilegt. Ofbeldi á
götum úti og átök á milli stríð-
andi fylkinga valda því að heilu
fjölskyldurnar eru lokaðar inni
og búa við bráðan matarskort.
Matarbirgðir í landinu eru á þrot-
um, ræktunarsvæði eyðilögð og
aðgangur að drykkjarvatni af
skornum skammti.
Í nýútkominni skýrslu alþjóða-
samtaka Barnaheilla – Save the
Children, Hungursneyð í stríðs-
hrjáðu landi, lýsa sýrlenskar
mæður, feður, afar, ömmur og
börnin sjálf því ástandi sem þau
búa við. Skýrslan er ákall á hjálp.
Hjálp frá alþjóðasamfé-
laginu, hjálp frá mér og
þér. Skýrsluna er að finna
í heild sinni á vef Barna-
heilla – Save the Children
á Íslandi, barnaheill.is.
Neyðaraðstoð
Save the Children starfa bæði
í flóttamannabúðum og innan
landamæra Sýrlands við að veita
neyðaraðstoð og hafa samtökin
sent út neyðarkall til almennings
um stuðning til handa sýrlenskum
börnum. Stríðið í Sýrlandi er ein
versta hörmung sem dynur yfir
börn í heiminum í dag.
Neyðin er gífurleg og fjöldi
barna mun deyja á næstu vikum
og mánuðum ef ekkert er að gert.
Látum okkur hag sýrlenskra barna
skipta og leggjum okkar af mörk-
um til að bjarga börnum í neyð.
Ég vil hvetja alla þá sem eru
aflögufærir að hringja í söfn-
unarsímana 904 1900 (kr. 1.900)
eða 904 2900 (kr. 2.900) og styðja
þannig við hjálparstarf í Sýrlandi.
Einnig er hægt að styrkja með
frjálsum framlögum á reikning
samtakanna 336-26-58, kt. 521089-
1059.
VÍSINDI
Anna Ingólfsdóttir, prófessor, HR
Ástríður Pálsdóttir, sérfræðingur,
Keldum
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor, HÍ
Eiríkur Steingrímsson, prófessor, HÍ
Hafl iði Pétur Gíslason, prófessor, HÍ
Höskuldur Þráinsson, prófessor, HÍ
Jórunn Eyfjörð, prófessor, HÍ
Karl Ægir Karlsson, dósent, HR
Luca Aceto, prófessor, HR
Magnús Karl Magnússon, prófessor, HÍ
Oddur Vilhelmsson, dósent, HA
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor, HÍ
Unnur Valdimarsdóttir, prófessor, HÍ
Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir
Hjartaverndar og prófessor, HÍ
Mikilvægasti vísindasjóður á
Íslandi er Rannsóknasjóður. Hann
úthlutar fjármagni til vísinda-
rannsókna samkvæmt vönduðu
alþjóðlegu mati á gæðum verkefna.
Þannig er tryggt að bestu vísinda-
verkefnin eru fjármögnuð hverju
sinni og öflugustu rannsóknarhóp-
arnir geti sinnt verkefnum sínum.
Um mikilvægi þessa sjóðs þarf
vart að fjölyrða, enda hefur ríkt
mikil pólitísk sátt um starfsemi
hans í fjölda ára.
Í stefnu flestra stjórnmálaflokka
er talað um að auka hlutfall sam-
keppnissjóða við fjármögnun vís-
inda á Íslandi. Eftir mjög erfiða
tíma í kjölfar efnahagshruns tókst
loks á þessu ári að tryggja aukna
fjármögnun til Rannsóknasjóðs
með svokallaðri Fjárfestingaráætl-
un en hún bætti 550 milljónum við
þær u.þ.b. 800 milljónir sem áður
voru í sjóðnum. Sú ráðstöfun kom
honum í sambærilega stöðu og
hann var í fyrir hrun.
Hópar vísindamanna í hættu
Við núverandi fjárlagagerð er
mikil hætta á að þessi mikilvæg-
asti vísindasjóður á Íslandi verði
ekki fjármagnaður eins og áætlað
var þar sem tekjustofnar Fjár-
festingaráætlunar eru ekki lengur
fyrir hendi. Ef vexti sjóðsins verð-
ur snúið við er líklegt að engir nýir
styrkir verði veittir til vísinda-
rannsókna á Íslandi árið 2014 og
jafnvel árið 2015. Þetta skýrist
af því að úthlutanir ársins 2013
leiða til skuldbindinga tvö til þrjú
ár fram í tímann og ljóst að fasta
framlagið dugar tæplega fyrir
þeim. Ef engir nýir styrkir fást til
rannsókna eru rannsóknarhópar
fjölda vísindamanna í hættu. Slíkt
ástand mun bitna sérstaklega á
ungum vísindamönnum sem eru
að hasla sér völl við rannsóknir.
Þessi hópur getur ekki beðið í eitt
eða tvö ár eftir að sjóðurinn rétti
úr kútnum. Ekki er ljóst hvað ger-
ist ef engir nýir styrkir eru veittir
á næstu árum enda hefur sú staða
ekki komið upp áður.
Stórjuku framlög
Bandarísk samtök leiðtoga í við-
skiptum og menntun (Comm-
ittee for Economic Development)
hafa komist að þeirri niðurstöðu
að 50% af hagvexti Bandaríkj-
anna eftir seinna stríð megi rekja
beint til grunnrannsókna sem að
stærstum hluta eru fjármagnað-
ar af opinberum rannsóknasjóð-
um. Í efnahagsþrengingum sínum
fyrir tveimur áratugum ákváðu
Finnar að stórauka áherslu sína á
grunnrannsóknir og völdu þá leið
að nota samkeppnissjóði til að ná
markmiðum sínum um aukin gæði
grunnvísinda og aukna nýsköp-
unarstarfsemi. Þeir útbjuggu því
samkeppnissjóði um alla rann-
sóknatengda starfsemi háskóla og
stofnana og stórjuku framlög til
sjóðanna. Afleiðingarnar hafa ekki
látið á sér standa enda eru Finnar
meðal fremstu þjóða Evrópu á
þessu sviði (sjá t.d. European Inn-
ovation Scoreboard).
Eftir efnahagsþrengingar á
Íslandi hefur verið rætt um mikil-
vægi þess að efla nýsköpunarstarf.
Rannsóknatengd nýsköpun er afar
mikilvæg enda getur hún leitt
til mikillar verðmætasköpunar í
formi verðmætra afurða, atvinnu
fyrir vel menntað starfsfólk og
aukinna skatttekna fyrir hið
opinbera. Íslensk dæmi um slíka
nýsköpun eru vel þekkt. Á Íslandi
hafa samkeppnissjóðirnir alltaf
verið lítið hlutfall af framlagi hins
opinbera til vísindastarfsemi eða
um 15%. Á Norðurlöndunum eru
samkeppnissjóðirnir hins vegar
30-50% af framlagi hins opinbera
til vísindastarfsemi. Stefna Vís-
inda- og tækniráðs hefur verið að
breyta þessu. Mikilvægt er að láta
ekki tímabundna efnahagsörðug-
leika koma í veg fyrir vöxt í fram-
tíðinni. Við hvetjum Alþingi til að
snúa ekki af þeirri braut að treysta
grunnrannsóknir í samfélaginu.
Efling Rannsóknasjóðs mun skila
sér margfaldlega á öllum sviðum
mannlífs á Íslandi.
Mikilvægt að efl a Rannsóknasjóð
Margt fólk gerir sér ekki
grein fyrir því hvað það er
að vera með sjón- eða heyrn-
arskerðingu, hvað þá hvoru-
tveggja. Það er hins vegar
staðreynd að fólk með slíka
fötlun er í stöðugri hættu á
að einangrast. Þess vegna er
mikilvægt að styðja við það
og veita m.a. þá þjónustu
sem þetta fólk þarf til að
geta tekið þátt í samfélaginu
og lifað sjálfstæðu lífi. Ein
af þessum þjónustum er túlkaþjón-
ustan sem Samskiptamiðstöð heyrn-
arlausra og heyrnarskertra annast
(SHH).
Ég, sem daufblindur einstakling-
ur, notast mikið við túlkaþjónustuna
sem er mér mikils virði. Túlkaþjón-
ustan hjálpar mér ekki aðeins í sam-
skiptum við heyrandi fólk heldur
líka við heyrnarlausa. Ástæðan er
sú að ég er ekki bara heyrnarlaus
heldur sé ég líka illa og sé ekki tákn-
mál nema það sé armslengd frá mér.
Ég get því hvorki átt í samskiptum
við fólk sem notar ekki táknmál né
tekið þátt í umræðum á táknmáli
þar sem fleiri en tveir ræða saman.
Til gamans má líka benda á að á
aðalfundum Fjólu, félags fólks með
samþætta sjón- og heyrnarskerð-
ingu, er ávallt að finna þó nokkra
millitúlka, en félagsstarfsemi
félagsins getur eiginlega ekkert
gengið án túlkaþjónustunnar, nema
þá ef aðrir en daufblindir sjálfir
myndu annast félagið. En hver borg-
ar fyrir táknmálstúlka?
Þjakandi óöryggi
Eins og fyrr var getið sér SHH um
túlkaþjónustuna. Í 4. gr. reglugerðar
SHH stendur m.a. að SHH
sjái um að veita táknmáls-
túlkaþjónustu annaðhvort
gegn gjaldi eða endur-
gjaldslaust. Það þýðir að
við þurfum annaðhvort að
borga fyrir þessa þjónustu
eða ekki. Það hefur verið
tryggt að heyrnarlausir
fá táknmálstúlkun í námi
og þegar hitta þarf lækni.
En ég ætla svo sem ekki
að lýsa því í smáatriðum
heldur beina athyglinni að annars
konar túlkun, nefnilega félagslegri
táknmálstúlkun. Með því er átt við
táknmálstúlkun í daglegu lífi s.s.
til að hringja, fara á fundi, fara á
námskeið, taka þátt í klúbbastarfi,
fara til einkaþjálfara o.s.frv. Sér-
stakur sjóður greiðir fyrir þessa
þjónustu, svokallaður Félagslegur
sjóður eða Þorgerðarsjóður. Þessi
sjóður hefur algjörlega bjargað lífi
mínu en vegna hans get ég tekið
þátt í félagslífi og lifað sjálfstæðu
lífi. Ég get nefnilega ekki tekið þátt
í neinu félagsstarfi án millitúlkunar
og ef þessi sjóður hefði ekki verið
væri ég fyrir löngu búin að einangr-
ast, loka mig inni og sjálfsagt komin
með brenglaða sjálfsmynd og þjak-
andi óöryggi.
Heimurinn hrundi
En svo gerðist nokkuð sem varð til
þess að heimurinn hrundi. Félags-
legi sjóðurinn varð tómur. SHH bað
mennta- og menningamálaráðuneyt-
ið um meiri peninga, þar sem ráðu-
neytið sér um fjárveitingarnar, en
þeirri beiðni var synjað. Þetta tók
kannski bara fimm mínútur, þ.e. að
synja beiðninni, en á þessum örfáu
mínútum datt brúin á milli mín og
umheimsins í sundur og mér var
bara fleygt út í horn þar sem ég
má dúsa í rúma fjóra mánuði. Ég
fæ kannski túlkun í skólanum en
það hljóta allir að vera sammála
mér um að maður getur ekki bara
lifað á skóla einum saman, fyrir
utan heimilið. Ég vil geta gert hluti
eins og aðrir unglingar, tekið þátt
í félagsstarfi, farið í veislur, skellt
mér á spennandi námskeið … Já, ég
er ekki nema 17 og lífið bara rétt að
byrja. Nú þyrfti ég að eyða helling
af sparifénu mínu fyrir ekki nema
korters afnot af þessari þjónustu en
hvaða 17 ára námsmaður á nógan
pening til að borga fyrir táknmáls-
túlkun í rúma fjóra mánuði?
Þetta kalla ég einu orði mismun-
un. Mér líður eins og mér hafi verið
útskúfað úr samfélaginu í fjóra
mánuði, bara út af því sem ég er. Í
Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um
réttindi fatlaðs fólks stendur m.a.
í 3. gr. að mismunun sé ekki liðin.
Af hverju á það ekki við um mig?
Ísland hefur kannski ekki enn þá
undirritað þennan sáttmála en það
breytir ekki þeirri staðreynd að
til eru viðurkennd lög um réttindi
fatlaðs fólks. Ég ætla ekki að telja
upp allt sem stendur í sáttmálanum,
hægt er að lesa hann á netinu, t.d. á
heimasíðu Blindrafélagsins, blind.
is. En af hverju bý ég við mismun-
un? Hvort skiptir meira máli, pen-
ingar eða réttindi okkar?
Peningar eða réttindi Börn svelta í
stríðshrjáðu landi
HJÁLPARSTARF
Erna Reynisdóttir
framkvæmdastjóri
Barnaheilla–
Save the Children
á Íslandi
SAMFÉLAG
Áslaug Ýr
Hjartardóttir
nemandi í MH
➜ Neyðin er gífurleg
og fjöldi barna mun
deyja á næstu vikum
og mánuðum ef ekk-
ert er að gert.
➜ Mikilvægt er að láta ekki
tímabundna efnahagsörðug-
leika koma í veg fyrir vöxt
í framtíðinni. Við hvetjum
Alþingi til að snúa ekki af
þeirri braut að treysta grunn-
rannsóknir í samfélaginu.
➜ Mér líður eins og mér
hafi verið útskúfað úr samfé-
laginu í 4 mánuði, bara út af
því sem ég er.
INNSÝN Í AÐRA
MENNINGARHEIMA
Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla. Skiptinemar
öðlast reynslu, menntun og ómetanlega innsýn í aðra menningarheima
sem nýtist þeim sem veganesti inn í framtíðina.
VILTU KYNNA ÞÉR MÁLIÐ?
Opið hús og vöfflukaffi í tilefni af alþjóðlegum degi menningarlæsis,
fimmtudaginn 26. september klukkan 17-19 í húsnæði samtakanna
Ingólfsstræti 3, 2. hæð. Allir velkomnir!
Ingólfsstræti 3, 2. hæð | 552 5450 info-isl@afs.org | afs.is | facebook.com/skiptinemi
VÖFFLUR OG MEдÍ
FIMMTUDAG
KL. 17-19
ALÞJÓÐLEGUR
DAGUR
MENNINGARLÆSIS
V
in
nu
st
of
an
.is
/
0
9
1
3
/
B
al
du
r K
ris
tj
án
s