Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 21
RANNSÓKNIR
Í FERÐAÞJÓNUSTU
Ferðamálastofa boðar til morgun verðarfundar
á Grand Hóteli Reykjavík 1. október kl. 8.30. Þar
verða kynntar niðurstöður greiningar á þörfinni
fyrir rannsóknir í íslenskri ferðaþjónustu.
Það eru vafalaust ekki margir í heiminum sem smíða eigin rafstöð og nýta meðal annars til að knýja
heimilisbílinn. Einn þeirra er bóndinn
og bifvélavirkinn Tryggvi Valdemars-
son sem býr á Engi í Bárðardal. Hann
virkjaði litla á við bæinn fyrir tuttugu
árum og byggði rafstöð sem sér þremur
bæjum í sveitinni fyrir rafmagni. Nýlega
lét hann gamlan draum rætast og fjár-
festi í rafbíl af gerðinni Nissan LEAF sem
hann er hæstánægður með.
„Þetta var nú bara smá ævintýraþrá í
mér, svona bílar eru kannski ekki mjög
heppilegir langt úti á landi. Ég kemst þó
150 kílómetra á honum og get þannig
keyrt til Akureyrar og Húsavíkur svo
dæmi séu tekin. En ég þarf að hlaða
hann þar til að komast heim aftur. Það
eru reyndar ekki margar hleðslustöðvar
á þessum slóðum en eftir því sem fleiri
kaupa rafbíla bætast þær vonandi við.“
Rafbílinn hefur reynst Tryggva mjög
vel að eigin sögn. „Hann er lipur og kraft-
mikill og hentar vel hér á landi. Næsta
skref ætti að vera að komast yfir bíl sem
kemst lengra á hleðslunni en slíkir bílar
eru hins vegar mjög dýrir í innkaupum.
Slíkir bílar komast um 400 kílómetra
á einni hleðslu sem er auðvitað mikið
framfaraskref.“ Ein hleðsla á bílinn hans
Tryggva kostar um 300 krónur sem gera
um þrjár krónur á kílómetrann. „Svo
framleiði ég auðvitað rafmagnið sjálfur
og fæ það þannig séð ókeypis.“
Aðspurður hversu lengi hann ætli að
keyra á rafbíl segir hann rafhlöðurnar
vera með fimm ára ábyrgð þannig að
hann muni að minnsta kosti keyra hann
næstu árin. „Ég er hins vegar kominn á
áttræðisaldurinn og keyri ekki endalaust
bíla. Ætli ég reyni ekki að minnsta kosti
að klára þetta fimm ára tímabil rafhlöð-
unnar.“ ■ starri@365.is
FERÐAST UM
SVEITINA Á RAFBÍL
RAFMAGNSBÓNDINN Ábúandinn á Engi í Bárðardal byggði sér rafstöð fyrir
tuttugu árum. Nú er hún meðal annars nýtt til að knýja rafbíl heimilisins.
SÁTTUR BÍLEIGANDI
„Svo framleiði ég auð-
vitað rafmagnið sjálfur
og fæ það þannig séð
ókeypis,“ segir rafbíl-
eigandinn og bóndinn
Tryggvi Valdemarsson.
MYND/RAT
Höfum opnað aðra verslun
í húsi Máls og menningar,
Laugavegi 18
Laugavegur 18, 101 Reykjavik
Opið mán – fös 11-20 lau 11-17 -sun 12-17
sími 511 3399
Ármúla 18, 108 Reykjavik
Opið mán – fös 9-18 og lau 11-15
sími 511 3388