Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 4
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagn- ingu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri veg- kaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varafor- maður FÍB og tæknistjóri Euro- RAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnar fjarðarveginn, Vífilsstaða- veg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegar spottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegur- inn sé ekki nógu breiður. Á veg- kaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvar- leg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegn- um Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafn- aði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir veg- riðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðar- mannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónar- miðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegn- um Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfis verndar- sinnar sem segjast hliðhollir Sjálf- stæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjar- stjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vega- gerðarinnar og verktakans. Bæjar- stjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtu- dag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins um það hvort sam- tökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. johanna@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ LEIÐRÉTT Frétt á baksíðu Fréttablaðsins í gær um að Elín Eyþórsdóttir hefði verið valin kynþokkafyllst af blaðinu So So Gay átti ekki við rök að styðjast. Um var að ræða Facebook-hrekk sem villtist á síður blaðsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Fremur hægur vindur víðast hvar. NÚ ER ÚTI VEÐUR VOTT Það verður talsverð rigning á landinu í dag og þá sérstaklega sunnan og vestan til. Á morgun og föstudag fer svo heldur kólnandi og má búast við slyddu norðvestanlands á föstudag og jafnvel víðar á norðanverðu landinu. 6° 7 m/s 8° 15 m/s 9° 11 m/s 9° 13 m/s Á morgun Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 6° 3° 2° Alicante Aþena Basel 28° 29° 24° Berlín Billund Frankfurt 15° 13° 21° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 23° 11° 11° Las Palmas London Mallorca 27° 22° 27° New York Orlando Ósló 22° 29° 11° París San Francisco Stokkhólmur 25° 19° 10° 6° 6 m/s 6° 3 m/s 8° 8 m/s 6° 3 m/s 6° 5 m/s 6° 7 m/s 2° 12 m/s 8° 4° 8° 7° 4° Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi segir að út frá umferðaröryggissjónarmiðum þurfi ekki að leggja veg um Gálga- hraun. Margir aðrir vegir á landinu séu mun hættulegri. Fleiri skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. STANDA VAKTINA Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálf- stæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjar- stjórn að hætta framkvæmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við ætlum að standa vaktina áfram í hrauninu í dag,“ segir Eiður Guðnason, Hraunavinur og fyrrverandi sendiherra. Í gær tjölduðu Hraunavinir tveimur tjöldum til að hafa skjól ef hann myndi rigna og komið var með borð og stóla. Tjöldin voru tekin niður í gærkvöldi en það stendur til að reisa þau aftur í dag. Eiður segir að mótmælin hafi farið fram með friði og spekt í gær. Einn fulltrúi verktakans var á svæðinu en hann hélt sig til hlés. Á milli 15 og 25 mótmælendur voru á svæðinu í gær. Hraunavinir á vakt í dag EIÐUR GUÐNASON ➜ Sjálfstæðir umhverfis- verndarsinnar hliðhollir Sjálf- stæðisflokki sendu í gær frá sér tilkynningu. UMHVERFISMÁL Fjöldi náttúru- verndar samtaka hefur í opnu bréfi óskað eftir neyðarfundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra þar sem í alvarleg átök stefndi milli mótmælenda og starfsmanna verktakafyrir- tækisins ÍAV í Gálgahrauni. Í bréfinu til Hönnu Birnu, sem Skúli Bjarnason hæstaréttarlög- maður skrifar undir, segist hann búast við fundarboði frá innan- ríkis ráðherra. Bréfið endar á orð- unum: „Hafðu hemil á Vegagerð- inni áður en illa fer.“ Hanna Birna segist ítrekað hafa hitt full- trúa þessara ólíku sjónar- miða í sumar. „Á þessum fund- um í sumar kom skýrt fram að of langt væri á milli sjónarmiða til að ná sáttum. Ráðherra getur ekki, þegar fyrir liggur framkvæmdaleyfi í fram- haldi af löngu lögbundnu ferli, frestað eða stöðvað slíkar fram- kvæmdir án þess að eiga á hættu að kalla yfir ríkið stórkostlegar bóta- kröfur,“ segir Hanna Birna. Hönnu Birnu finnst eðlilegast að fulltrúar Hraunavina fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar. „En fyrst að fyrirhugaður fundur hjá þeim í gær gekk ekki upp er ekk- ert nema sjálfsagt að leiða þessa aðila saman aftur. Ég mun boða til fundar með fulltrúum Vegagerðar- innar, Garðabæjar og Hraunavina fyrir helgi,“ segir Hanna Birna. -ebg Mótmælendur við Gálgahraun sendu innanríkisráðherra opið bréf með beiðni um neyðarfund: Ráðherra kallar mótmælendur á fund sinn Mótmælendur í Garðahrauni voru boðnir velkomnir á fund hjá Vegagerðinni í gær en samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni þekktust þeir ekki boðið. Fram kemur í tilkynningu að það sé ekki rétt að beiðnir mótmælenda um fund hafi verið hundsaðar. Síðast hafi verið fundað með mótmælendum á miðvikudag. - vg Mættu ekki á fund Vegagerðarinnar HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR REYKJAVÍK Frá og með 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Sorpa og Reykja- víkurborg hafa hvatt borgarbúa til að fá sér. Ef vart verður við pappír í röngum tunnum verður settur miði á tunnuna og sagt að of mikill pappír hafi verið í tunn- unni og því hafi tunnan ekki verið losuð. Nánari upplýsingar um breytta sorphirðu má finna á síðunni pappirerekkirusl.is. - ehg Ekki pappa í almennt sorp: Tunnan verður ekki tæmd DÓMSMÁL Meiðyrðamál Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ingi Kristján afskræmdi mynd af Agli sem var á forsíðu Monitor og birti á Instagram. Yfir mynd- ina var búið að krota „Aumingi“ og undir var áletrun á ensku sem útleggst á íslensku „Farðu til fjandans nauðgarasvín“. Fyrir rétti sagði Egill meðal annars að þegar hann hefði séð myndina hefði honum liðið eins og honum tækist aldrei að hreinsa nafn sitt. Ríkissaksókn- ari felldi í fyrra niður kærumál á hendur Agli fyrir nauðgun. - ebg Meiðyrðamál tekið fyrir: Afskræmd mynd á netinu KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA 117,5 milljónir lítra af mjólk voru drukknar hér á landi á árinu. Sala mjólkurafurða miðað við fitu- innihald síðustu 12 mánuði var í lok ágúst 4,5% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Salan miðað við prótein jókst um ríflega 1,5%. Heimild: Landssamband kúabænda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.