Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 2
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R Heiða Rún, ertu nokkuð að hugsa um að ganga í lögregluna? „Nei, það er nóg fyrir mig að vera lögreglukona í þykjustunni.“ Heiða Rún Sigurðardóttir fer með hlutverk rannsóknarlögreglukonu í sjónvarpsþátta- röðinni Hrauninu, en hún er sjálfstætt framhald sjónvarpsþáttarins Hamarsins sem sýndur var fyrir nokkru á RÚV. DÓMSMÁL „Þeir neita þessu al- farið en við vonumst til þess að ef illa fer verði þeir sendir úr landi,“ segir Stefán Eyjólfsson, starfs- mannastjóri Atlanta flugfé lagsins. Þrír flugvirkjar hjá fyrirtækinu voru handteknir við komuna til Sádi-Arabíu grunaðir um ölvun á dögunum. Mennirnir flugu til Ríad, höfuðborgar landsins, þar sem þeir starfa sem flugvirkjar á vegum flugfyrirtækisins en þeir eru sak- aðir um að hafa drukkið áfengi í flugvélinni. Mennirnir neita al- farið sök. Réttarkerfið í Sádi-Arabíu er afar ólíkt því evrópska. Samkvæmt lögum í landinu geta mennirnir átt von á nokkurra mánaða fangelsi upp í það að vera hýddir opinber- lega verði þeir fundnir sekir um drykkju í flugvélinni. „Ég er ekki sérfróður um lög í Sádi-Arabíu,“ svarar Stefán spurður hvort mennirnir gætu átt von á því að vera hýddir. Sam- kvæmt upplýsingum sem má finna hjá Amnesty og vef breska utan- ríkis ráðuneytisins geta þeir átt von á slíkum refsingum. „Það eru fordæmi fyrir því að menn séu sendir úr landi verði þeir fundnir sekir,“ segir Stefán von góður en hann vonast til þess að málið verði fellt niður. Mennirnir þrír, sem eru allir á fertugsaldri, eru á hóteli í Ríad en þeir mega ekki yfirgefa borgina á meðan málið er í rannsókn. Stefán segir þá taka málinu með ró og að yfirvöld þar í landi geri engar athugasemdir við að þeir starfi hjá flugfélaginu á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Aðspurður hversu langan tíma rannsókn málsins geti tekið svarar Stefán því til að það viti í raun enginn. „Það er í raun ómögulegt að giska á það,“ segir hann. Fyrirtækið vann að því hörðum höndum í gær að útvega mönnunum lögfræðing en þeir hafa ekki óskað eftir aðkomu utanríkisráðu neytisins vegna málsins. Hjá ráðuneytinu fengust þau svör að lítil samskipti væru á milli Íslands og Sádi-Arabíu og að fyrirtæki sem hefðu starfað lengi í landinu væru líklega betur í stakk búin til þess að bregðast við svona aðstæðum en ráðuneytið. Verði mennirnir fundnir sekir og ekki vísað úr landi gætu þeir átt yfir höfði sér háa fjársekt, nokkurra mánaða fangelsi, og/eða vandar högg. Dómara er þá í sjálfs- vald sett hversu mörg vandarhögg hinn dæmdi þyrfti að þola. valur@frettabladid.is Lög í Sádi-Arabíu heimila hýðingar Flugvirkjarnir í Sádi-Arabíu gætu átt von á því í versta falli að vera hýddir opin- berlega verði þeir fundnir sekir um áfengislagabrot í landinu. Starfsmannastjóri Atlanta segir fordæmi fyrir því að erlendir ríkisborgarar séu sendir úr landi. LÖGREGLAN Í SÁDI-ARABÍU Mennirnir voru handteknir á flugvellinum í Ríad. MYND/AP AIR ATLANTA Mennirnir starfa allir sem flugvirkjar hjá Atlanta. KENÍA, AP „Við höfum niðurlægt árásarmennina og sigrast á þeim,“ sagði Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, í ávarpi til þjóðar sinnar í gær, eftir að her og lögregla landsins höfðu unnið bug á gíslatöku- mönnum í verslunarmiðstöð í Naíróbí. Hann sagði fjögurra daga átök við hryðjuverka- menn hafa kostað 240 manns lífið. Þar af hefðu fimm hryðjuverkamenn látist en ellefu verið hand- teknir. Hann skýrði einnig frá því að þrjár hæðir í Westgate-verslunarmiðstöðinni hefðu hrunið og að töluvert mörg lík væru enn föst í rústunum. Hann hótaði árásarmönnunum öllu illu: „Þessar raggeitur munu fá að kynnast réttlætinu, rétt eins og samverkamenn þeirra og stuðningsmenn, hvar svo sem þeir leynast.“ Hópur vopnaðra manna réðst inn í verslunar- miðstöðina á laugardag og hélt fólki þar í gíslingu þar til kenískar öryggissveitir lögðu til atlögu gegn þeim á mánudag. Al Shabab, samtök herskárra íslamista í Sómalíu, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og segja hana gerða í hefndar skyni fyrir árásir kenískra hermanna í Sómalíu. - gb Forseti Kenía lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna dauðsfalla í Naíróbí: Gíslatökumenn yfirbugaðir ÆTTINGJAR EINS HINNA LÁTNU Fyrir utan verslunarmið- stöðina í Naíróbí hefur fjöldi fólks fylgst með framvindu mála síðustu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVEITARSTJÓRNARMÁL Framkvæmdir eru hafnar á Hljómalindar- reitnum, svokölluðum Hjartagarði, þar sem fyrirhugað er að reisa 142 herbergja hótel. „Við byrjuðum að loka svæðinu í síðustu viku,“ segir Pálmar Harðar- son, talsmaður Þingvangs ehf. sem á Hljómalindarreitinn og stendur fyrir framkvæmdum við hann. „Það er búið að leggja teikningarnar nokkrum sinnum fram en alltaf hafa komið einhverjar athugasemdir.“ Hann vonaðist til að fyrstu teikningarnar fengjust samþykktar í gær. - kh Framkvæmdir hafnar við Hjartagarðinn í Reykjavík: Svæðinu lokað fyrir umferð GARÐURINN LOKAÐUR AF Niðurrif á Hljómalindarreit hefst á næstu vikum. Rifin verða húsin Smiðjustígur 4 og 4a og Hverfisgata 32 og 34. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL Landlæknir segir það nauðsynlegt að greina betur hvaða læknisþjónustu einstak- lingar í lágtekjuhópi neita sér um vegna þess að þeir hafa ekki efni á henni. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, birti í vikunni færslur á bloggi sínu þar sem fram kemur að tæp- lega helmingi fleiri í lágtekjuhópi þurftu að neita sér um læknis- þjónustu vegna kostnaðar árið 2011 en árið 2009. Þ á vek u r a t h y g l i a ð Ísland er við hlið Grikklands og Ítalíu í þess- um efnum, en bæði lönd fóru illa út úr efna- hagshruninu. Geir Gunn- laugsson land- læknir segir þetta vera áhyggjuefni. Hann segir tölur liðinna ára benda til þess að það sé ákveðinn ójöfnuður hvað varðar aðgengi að læknisþjónustu og þá sérstaklega hjá ákveðnum efnaminni þjóð- félagshópum. Geir er á því að það þurfi að skoða hvers vegna Ísland er mun neðar en hin norrænu ríkin í þessum efnum. „Og reyna að greina betur hvaða þjónusta það er sem ein- staklingarnir eru að neita sér um vegna fjárhags,“ segir hann. - hv Nær helmingi fleiri þurftu að neita sér um læknisþjónustu vegna kostnaðar: Ísland á pari við Grikki og Ítali GEIR GUNN- LAUGSSON DÓMSTÓLAR Ákærður fyrir barnaklám Ríkissaksóknari hefur ákært þrítugan Reykvíking fyrir vörslu kynferðislegs myndefnis af börnum. Eftir að lagt var hald á tölvu hans í desember í fyrra fundust í henni 5.244 ljós- myndir sem sýndu börn á kynferðis- legan eða klámfenginn hátt og auk þess tíu stuttar kvikmyndir, að því er segir í ákæru. HEILBRIGÐISMÁL Má ekki undirrita Heilbrigðisráðherra hefur ekki fengið heimild til að undirrita fyrirliggjandi samning við Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins (SHS) um sjúkraflutninga. Þetta kom fram á stjórnarfundi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í vikunni. Stjórnin vill fá fund með heilbrigðisráðherra. SVÍÞJÓÐ Alnæmissmitaður maður sem hefur verið eftirlýstur frá árinu 1998 í Svíþjóð fyrir að hafa stundað kynlíf með yfir 100 ein- staklingum án þess að nota verjur er nú laus allra mála. Sak sóknari hefur hætt rannsókn þar sem brot mannsins eru fyrnd, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Maðurinn, Mehdi Tayeb, var grunaður um að hafa stundað kyn- líf með 130 konum og tveimur körlum. Einn þessara einstaklinga smitaðist af alnæmi. Þrátt fyrir að hafa verið eftirlýstur um allan heim hefur hinum grunaða tekist að vera í felum fyrir lögreglunni undanfarin 15 ár. - ibs Rannsókn saksóknara hætt: Brot alnæmis- smitaðs fyrnd AKUREYRI Bæjarstjórinn á Akur- eyri og framkvæmdastjóri Fall- orku ehf. hafa samið um að Fallorka reisi og reki vatnsafls- virkjun í Glerá ofan Akureyrar. Skrifað var undir samning þar að lútandi í gær. Meginmarkmið með fram- kvæmdinni er sagt vera að nýta endur nýjanlega náttúruauðlind til að framleiða raforku á hag- stæðu verði fyrir viðskiptavini Fallorku sem að stórum hluta séu Akureyringar. - ebg Samningur undirritaður: Ný vatnsafls- virkjun í Glerá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.