Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 16
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns, föður, tengdaföður og afa okkar, KRISTINS ERLENDSSONAR Úlfsey, Austur-Landeyjum. Sérstakar þakkir handa starfsfólki HSU Selfossi. Ásta Guðmundsdóttir Haraldur Kristinsson Brynja Kristinsdóttir Garðar Kristinsson tengdabörn og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR ÞORBJÖRN KRISTJÁNSSON Borgarholtsbraut 66, Kópavogi, lést á Landspítalanum 17. september sl. Jarðarför fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.00. Laila Helga Schjetne Guðrún Pétursdóttir Lárus Hjörtur Helgason Þorbjörn Pétursson Kristín Helgadóttir Harpa Pétursdóttir Þórarinn Helgi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, ÓSKARS VIGFÚSSONAR Hrafnistu í Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á vistinni og hjúkrunardeild 2B Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og umhyggju. Elín Kristjánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR VILHJÁLMSSON rafeindavirki, Marbakkabraut 18, Kópavogi, sem lést 13. september síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. september kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Ester Jónsdóttir Jón Þór Einarsson Þóra Elísabet Kjeld Eyjólfur Einarsson Jóna Einarsdóttir Vilhjálmur Einarsson Ester Sif Harðardóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÉTUR SIGURBJÖRNSSON Garðaflöt 1, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans laugardaginn 14. september sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 27. september kl. 13.00. Innilegu þakklæti viljum við skila til Karitas heimahjúkrunar fyrir ómælda aðstoð og hlýja umönnun í gegnum árin. Elín Halldóra Hafdal Kristján Grétar Pétursson Steinunn Erna Otterstedt Pétur Sigurbjörn Pétursson Berglind Ósk Kjartansdóttir Rakel Björk Pétursdóttir Marinó Jónsson Heimir Þór Pétursson Vilborg Drífa Gísladóttir Brynhildur Pétursdóttir Jóhann Pálsson og afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og stjúpmóðir, GUÐRÚN ÞORGEIRSDÓTTIR Asparfelli 4, Reykjavík, sem lést á heimili sínu, þann 12. september sl. verður jarðsungin frá Langholtskirkju, fimmtudaginn 26. september kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti Ljósið á Langholtsvegi njóta þess. Þorgeir Ingvason Þorgeir Pétursson Stella Skúladóttir Sturla Pétursson Anna K. Björnsdóttir Áki Pétursson Kristín Bjarney Sigurðardóttir Sigrún Linda Þorgeirsdóttir Þórir Viðar Þorgeirsson og barnabörn. Okkar ástkæri JÓHANN BENEDIKT PÉTURSSON klæðskeri og fv. póstmeistari, Nesvöllum, Keflavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 19. september sl. Útför hans fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 3. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja heiðra minningu hans er bent á Velferðarsjóð Suðurnesja í umsjá Keflavíkurkirkju. Pétur Jóhannsson Sigrún Jónatansdóttir Guðrún Rósalind Jóhannsdóttir Helgi Jóhannsson Hjördís M. Bjarnason Sóley Jóhannsdóttir Ólafur J. Briem Jóhann Jóhannsson Hildigunnur Árnadóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GÍSLADÓTTIR (LULLA) frá Hellissandi, Ársölum 1, Kópavogi, lést miðvikudaginn 18. september. Hún verður jarðsungin frá Digraneskirkju í dag, miðvikudaginn 25. september, kl. 13.00. Sigrún Ingadóttir Jón A. K. Lyngmo Gísli Ingason Hrafnhildur Hauksdóttir Einar Ingason Agnes Lilý Guðbergsdóttir Guðbjörn Sölvi Ingason Unnur Baldursdóttir Ragnar Kristinn Ingason Gróa Hlín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, afi og langafi, ÓSKAR GUÐMUNDSSON Einarshöfn, Eyrarbakka, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju föstudaginn 27. september kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Vinafélag Ljósheima og Fossheima. Esther Óskarsdóttir Sigurður Jónsson Guðmundur Kr. Óskarsson Inga Dóra Sverrisdóttir Díana Óskarsdóttir Hannibal Guðmundsson María Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn. Leit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands eftir hugmyndum um fegurstu orð íslenskrar tungu er hafin. Ástráður Eysteinsson, forseti Hugvísindasviðs, kynnti leitina á blaðamannafundi í gær. Allir geta sent inn tillögu um feg- ursta orð tungumálsins á vefsíðunni fegurstaordid.hi.is. Lokadagur til að skila tillögum er 22. október næst- komandi. Orðanefnd velur nokkur orð og ástæður úr innsendum tillögum í öllum aldursflokkum og gefst almenn- ingi síðan kostur á að greiða atkvæði um þær tillögur. Stefnt er að því að gefa úrval orðanna út á bók, ásamt umsögn- unum sem fylgja þeim. Veittar verða viðurkenningar fyrir þær tillögur sem dómnefnd þykir skara fram úr. Þá er horft í senn til orðanna sjálfra og þeirra ástæðna sem gefnar eru fyrir vali þeirra. Öll orð koma til greina: nafnorð, sagnorð, lýsingarorð, smáorð, upphrópanir, nýyrði, slang- urorð, tökuorð, töluorð, töfraorð o.s.frv. Tilgangur leitarinnar er í fyrsta lagi að safna tillögum almennings um fegurstu orð tungumálsins, ásamt ástæðum fyrir vali hvers og eins. Í öðru lagi að skapa víðtæka umhugs- un og umræðu, í gamni og alvöru, um íslenska tungu og eiginleika hennar. Í þriðja lagi að efla vitund um eðli, notk- un, virkni og veruleika tungumáls- ins sem við hrærumst í og um fegurð þess og mikilvægi í ýmsum skilningi og ýmsu samhengi. Í fjórða lagi er tilgangurinn sá að minna á stöðu íslenskunnar sem er mál meðal annarra mála, bæði í alþjóða- samhengi en einnig á Íslandi, þar sem fjöldi fólks á sér annað móðurmál, m.a. íslenskt táknmál. freyr@frettabladid.is Leitað að fegurstu orðum íslenskunnar Hugvísindasvið Háskóla Íslands leitar að fegurstu orðum íslenskrar tungu. Þátttakendum í keppninni verður skipt í þrjá aldurshópa: Þá sem eru fæddir eftir ársbyrjun 1998, þá sem eru fæddir á árabilinu 1988 til 1997 og þá sem verða 26 ára eða eldri á árinu 2013. Hver þátttakandi getur einungis lagt fram eina tillögu. Einn þátttakandi í hverjum flokki hlýtur ferð fyrir tvo innanlands í verðlaun en einnig verða veitt þrenn vegleg bókaverðlaun. Ferð innanlands og vegleg bókaverðlaun ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON Forseti Hugvísin- dasviðs Háskóla Íslands kynnti leitina á blaða- mannafundi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.