Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 10
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 RÚSSLAND, AP „Þú skalt vita það að við höfum brotið viljasterkara fólk en þig á bak aftur,“ segir Nadesjda Tolokonnikova að aðstoðaryfirfanga- vörður í fangabúðunum Mordovia hafi sagt við sig þegar hún var nýkomin til að afplána þar tveggja ára dóm. Hún hafði sagt honum, harla borubrött, að hún ætlaði sér sko ekki að vinna meira en þá átta tíma á dag, sem skylt væri samkvæmt reglunum. Hún hefur nú verið í þessum illræmdu fanga- búðum í heilt ár en er búin að fá nóg. Á mánudag birti hún opið bréf, þar sem hún sagðist vera farin í hungurverkfall. Breska dagblaðið The Guardian hefur birt bréfið á fréttavef sínum. Í bréfinu segir hún að vinnutíminn sé almennt 16 til 17 tímar á dag, eða frá hálfátta að morgni til hálfeitt eftir miðnætti. „Í besta falli náum við fjögurra tíma svefni á nóttu. Við fáum einn frídag á eins og hálfs mánaðar fresti. Við vinnum nánast alla sunnu- daga,“ segir í bréfinu. Tolonnikova var handtekin snemma á síðasta ári ásamt tveimur félögum sínum úr rússnesku kvennapönksveitinni Pussy Riot. Þær höfðu efnt til uppákomu í Kristskirkjunni í Moskvu, mikil- vægustu dómkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar, þar sem þær gagnrýndu Vladimír Pútín forseta harðlega. - gb Kvenfangar í Mordovia neyddir til að vinna í sautján tíma á sólarhring: Í svelti til að mótmæla harðræði FYRIR DÓMI Nadesjda Tolokonnikova í réttarsal í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra mun boða breytingar á skattkerfinu þegar fjárlagafrumvarpið verður lagt fram í næstu viku. Skattar á lág- launa- og millitekjufólk verða ekki hækkaðir. Útgjalda- og tekjuhlið fjár- lagafrumvarpsins verða í fyrsta skipti lagðar fram samtímis þegar Alþingi kemur saman í næstu viku. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tók upp þrepaskipt skattkerfi á síðasta kjörtímabili en í stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að tekjuskattskerfið verði tekið til endurskoðunar. Bjarni segir að breytingarnar verði gerðar í skrefum. „Ég er bæði að horfa til fjárlaga vetrarins fram undan, það er fjárlaga næsta árs, og líka til lengri tíma í þessu fjárlagafrumvarpi. Við verðum með fyrstu breytingar í ákveðnum málum og síðan ætlum við að setja af stað vinnu til að skoða skattkerfið til lengri tíma.“ - hks Skattar á láglauna- og millitekjufólk verða ekki hækkaðir að sögn Bjarna: Tekjuskattskerfið endurskoðað BJARNI BENEDIKTSSON Fjármálaráð- herra hyggst ekki hækka skatta á lág- og millitekjufólk. FRÉTTABLAÐIÐ/BALDUR GERÐU FRÁBÆR KAUP Á NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR! BILALAND.IS CHEVROLET CAPTIVA - 7 sæta Nýskr. 09/11, ekinn 40 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 5.780 þús. Rnr.151751. NISSAN NAVARA SE Nýskr. 05/07, ekinn 145 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.490 þús. Rnr.201049. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is DACIA DUSTER PLUS 4x4 Nýskr. 04/13, ekinn 23 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 130722. KIA CEED EX Nýskr. 12/12, ekinn 3 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.270 þús. Rnr.280524 HYUNDAI i10 Nýskr. 05/11, ekinn 38 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.380 þús. Rnr.120180. SUZUKI SWIFT 4x4 Nýskr. 05/11, ekinn 53 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.190 þús. Rnr.130711. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/11, ekinn 60 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 4.290 þús. Rnr.141353. Frábært verð 3.690 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR ATVINNULÍF Hægt er að hleypa nýju lífi í íslenskt atvinnulíf og skapa að minnsta kosti 4.000 störf hér á landi á næstu árum með markvissum aðgerðum til að bæta umhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja. Þetta kemur fram í tillögum sem Félag atvinnurekenda (FA) kynnir í dag, undir yfirskriftinni Falda aflið. Tillögur FA eru í tólf liðum og lúta meðal annars að því að setja eignarhaldi fjármálafyrirtækja í óskyldum rekstri hömlur og að auka heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum verðbréfum, meðal annars verði þeir hvattir til þess að fjárfesta í meðal- stórum fyrirtækjum. Almar Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri FA, segir í samtali við Fréttablaðið að það séu einna helst úrbætur á sviðum sem tengjast sam- keppnismál- um sem myndu gagnast smáum og meðalstórum fyrirtækjum fyrst. „Það verður meðal annars að vera hafið yfir allan vafa að sam- keppni sé á jafnréttisgrundvelli og þess vegna viljum við herða að bönkunum.“ Almar undirstrikar einnig að mikilvægt sé að skýra sam- keppnis úrræði. „Þess vegna leggjum við til að Samkeppniseftirlitið birti svo- kölluð bindandi álit, sem tíðkast bæði í tollinum og hjá skattinum. Það þýðir að minni aðilinn í sam- keppni er fljótari að fá viðbrögð frá samkeppnisyfirvöldum um hvort hlutirnir séu í lagi eða ekki og það er alltaf til bóta.“ Þá segir Almar að launakostn- aður smærri fyrirtækja sé í eðli sínu hærri en stærri fyrirtækja og því geti tryggingagjaldið verið íþyngjandi. „Alla vega gæti lækkun á tryggingagjaldi skilað sér í svig- rúmi til að ráða fólk, hækka laun eða ráðast í úrbætur eða fjár- festingar. Þarna losnar úr læð- ingi ákveðinn kraftur. Þetta eru kannski ekki háar tölur á hvert fyrirtæki en ef þúsundir fyrir- tækja eru öll að bæta stöðu sína verður til ákveðið hreyfiafl.“ Almar segir FA stefna að því að aðgerðum byggðum á til lögum þeirra verði hrint í framkvæmd fyrir þinglok næsta vor. „Við teljum að það sé raunhæft og ef marka má nýlegar yfirlýs- ingar Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, meðal annars um einföldun regluverksins getum við ekki verið annað en bjartsýn á að það sé vilji hjá stjórnvöldum til að leggjast á árar með okkur. En tíminn skiptir máli og við verðum að vinna hratt.“ thorgils@frettabladid.is Mikið afl má virkja í minni fyrirtækjum Félag atvinnurekenda (FA) hefur lagt fram tillögur til úrbóta á ýmsum sviðum sem leysa eiga úr læðingi vöxt í minni og meðalstórum fyrirtækjum. Formaður FA segist bjartsýnn á að hægt verði að koma málum í gang fyrir þinglok næsta vor. FALIÐ AFL Félag atvinnurekenda segir mikið afl mega leysa úr læðingi með því að bæta umhverfi minni og meðalstórra fyrirtækja, til dæmis verslana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ALMAR GUÐMUNDSSON Yfir 90 prósent allra fyrirtækja á Íslandi eru með 50 starfsmenn eða færri og teljast því til minni eða meðalstórra fyrirtækja. Langflest í hópi minni og meðalstórra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.