Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 25. september 2013 | MENNING | 23 Assisi, elsta barnabarn söngvar- ans Micks Jagger, á von á barni með kærasta sínum. Þetta þýðir að Jagger er að verða langafi ef marka má bresku slúðurblöðin. Samkvæmt frétt The Daily Mirror sögðu Assisi og kærasti hennar nánustu fjölskyldumeð- limum fréttirnar í síðustu viku. Samkvæmt blaðinu er Jagger hæstánægður með fréttirnar og sáttur við að verða langafi. Jagger á sjö börn á aldrinum 14 til 43 ára og fjögur barnabörn. Mick Jagger langafi VERÐUR LANGAFI Elsta barnabarn Micks Jagger á von á sínu fyrsta barni. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLIST ★★★ Ný dönsk Eldborg HARPA Eldborgarsalurinn í Hörpu var þétt setinn á tónleikum Ný danskra og Johns Grant á laugardaginn var. Um seinni tónleika kvöldsins var að ræða og því heldur glatt á hjalla eins og gengur og gerist. Fremsta röðin lét fara vel um sig, hallaði sér aftur í sætunum og hvíldi lúin bein á sviðsbrún- inni á milli þess sem hún hellti ótæpilega í sig bjór. Ný danskir létu einnig fara vel um sig til að byrja með – sátu í leðursófum vopnaðir kassagíturum og sungu marga af helstu smellum sveitarinnar órafmagnaðir. Lög á borð við Fram á nótt fengu að hljóma við góðar undirtektir úr sal. Fremsta röðin var sérstaklega vel með á nótunum. Þegar líða fór á stóðu hljómsveitarmeðlimir upp, plögguðu sig við rafmagn og keyrðu upp hraðann. Þá færðist sko fjör í leikinn. Fremsta röðin réð heldur ekki við sig, trylltist eiginlega af gleði, þegar Iður – Þjóðhátíðarlagið 2013 – fékk að hljóma, stóð upp og söng hástöfum með. Gat verið – Eyjamenn! Eftir stutt hlé tók enn annar kafli við. Íslandsvinurinn John Grant var kynntur til leiks eftir að Ný danskir höfðu sungið eitt af lögum hans. John tók sjálfur nokkur af sínum eigin lögum áður en hann skellti sér í ensku útgáfuna af Flugvélum, einum helsta smelli Ný danskra. Frábærlega vel gert. Enn og aftur keyrðu Ný danskir upp hraðann og salurinn tók vel á móti. Tveir miðaldra karlmenn buðu upp á einhvers konar vangadans á næstefstu svölunum í rólegustu lögunum. Undir það síðasta, í Nostradamus, voru Eyjamennirnir löngu staðnir upp og allur salurinn fylgdi á eftir; dansaði og söng hástöfum með. Kristján Hjálmarsson NIÐURSTAÐA Frábærlega afslappaðir og vel heppnaðir tónleikar Ný danskra og Johns Grant í Eldborgarsalnum. Prógrammið úthugsað svo áhorfendur hrifust með. Vel gert. Ný dönsk á flugi NÝ DÖNSK Tónleikar Ný danskra í Eldborgarsalnum voru hrífandi og vel úthugsaðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Orðrómur er á kreiki þess efnis að ofurfyrirsætan Naomi Campbell komi til með að stýra eigin sjón- varpsþætti í Bandaríkjunum á næstu misserum. Umboðsmaður fyrirsætunnar kom með yfirlýs- ingu þess efnis að Campbell sæti við samningaborð með stjórn- endum á ónefndri sjónvarpstöð en ekki væri hægt að staðfesta neitt að svo stöddu. Þátturinn yrði lík- lega spjallþáttur í anda The Tyra Banks Show, sem fyrirsætan Tyra Banks stjórnaði. Campbell er einn stjórnenda raunveruleikaþáttarins The Face, sem sýndur eru á sjónvarpstöðinni Oxygen í Bandaríkjunum. Campbell með eigin spjallþátt HÆFILEIKARÍK Það gæti farið svo að Naomi Campbell fái sinn eigin spjallþátt ef marka má slúðurblöðin vestanhafs. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.