Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 26
HEIMSÓKN
Miðvikudagur
Kl. 20.05
SÆLKERAFERÐIN
Fimmtudagur
Kl. 20.05
LOGI Í BEINNI
Föstudagur
Kl. 19.55
SPAUGSTOFAN
Laugardagur
Kl. 19.35
BROADCHURCH
Sunnudagur
Kl. 20.45
UM LAND ALLT
Mánudagur
Kl. 20.05
HOW I MET YOUR
MOTHER
Þriðjudagur
20.50
ÓMISSANDI
Í VIKUNNI
SILKIMJÚKUR OG EINLÆGUR
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson stelur senunni í nýrri þáttaröð Ástríðar. Þar leikur
hann yfirvegað og ákveðið kvennagull sem fangar hjörtu kvenna á og við skjáinn.
„Boðorð Leibba er: Allt sem þér
viljið að aðrir gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra. Leifur
er „no bullshit“-gæi og stundum
kannski aðeins of mikið, eins
og fram mun koma í þáttunum,“
segir Björn Hlynur Haraldsson
um persónu Leifs lögfræðings
sem hann ljáir líf og limi í nýrri
þáttaröð Ástríðar.
Björn Hlynur segir þá Leif eiga
fátt sameiginlegt. „Við erum svip-
aðir í útliti þótt ég sé ekki jafn síð-
hærður og Leifur. Hann er sérstök
blanda af gallhörðum lögfræðingi
og silkimjúkum, ein lægum pilti úr
Smáíbúðahverfinu.“
Er Leifur þá öfundsverður?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég
öfunda engan mann. Öfund er af
hinu illa. Ég bið alla sem þjást af
því að vinsamlegast hætta því.“
Björn Hlynur hafði ekki séð
alla fyrri þætti Ástríðar þegar
hann ákvað að vera með.
„En ég vissi út á hvað þætt irnir
gengu og vildi fá að vera með.
Mig langaði að taka þátt í verk-
efni með Silju Hauksdóttur sem
er sniðug stelpa og góður leik-
stjóri. Svo hafði ég lúmskan grun
um að þetta gæti orðið gaman því
skemmtilegt fólk tengdist fyrri
þáttaröðinni, eins og lærimeistari
minn Kjartan Guðjónsson.“
Að sögn Björns Hlyns kemur
Leifur inn í þættina sem mótherji
Ástríðar í máli sem þau hafa
karpað um í fjölmiðlum. Síðan
tengist þau böndum sem best sé
að halda sér saman um nú.
„Mér fannst á allan hátt
skemmtilegt að taka þátt í
Ástríði. Ég lagði sjálfan mig til
í hlutverk Leifs; það er það eina
sem ég get gefið. Svo bæti ég við
ímynduðum hugmyndum mínum,
leikstjórans og höfunda um ein-
staklinginn. Mér finnst mikil-
vægt að uppskáldaðar persónur
séu tvíhliða og að eitthvað komi
á óvart í fari þeirra. Þannig eru
allar manneskjur. Við sýnum
eina hlið en felum aðra og það er
hliðin sem áhorfendur verða að
fá að sjá. Mitt starf er því að sjá
til þess að persónan sé ekki ein-
hliða,“ útskýrir Björn Hlynur.
Hann segir Ástríði mikilvægan
minnisvarða um samtímann.
„Þættirnir fjalla um íslenskan
hvunndagsveruleika sem fyrir
minn smekk mætti gera hærra
undir höfði í leiknu efni. Það vilja
áhorfendur sjá og því eigum við
að sinna. Flestir höfundar sem
skipt hafa máli í gegnum ald-
irnar hafa skrifað um sitt nán-
asta umhverfi, samfélag sem þeir
bjuggu í og þekktu. Því mættu
höfundar í ríkari mæli draga upp
spegilmynd af samfélaginu.“
Björn Hlynur vinnur nú að
sjónvarpsþáttunum Hrauninu
sem eru framhald af Hamrinum.
Hann leikur líka í þáttunum The
Borgias, sem teknir voru í Búda-
pest, kvikmynd eftir mexíkóska
leikstjórann Roberto Schneider,
þar sem hann leikur á móti vini
sínum Gael Garcia Bernal, og
spennutryllinum Grafir og bein.
„Aðalverkefnið er þó fjármögn-
un á minni fyrstu mynd sem leik-
stjóri og handritshöfundur, og
er byggð á leikriti mínu Dubbel-
dusch. Við eiginkonan vinnum nú
að heimildarþáttaröðinni Reim-
leikar í Reykjavík og ég er með
tvö leikrit í smíðum. Þá er ég orð-
aður við erlent hlutverk sem ég
get ekki upplýst um að sinni.“
ÁSTRÍÐUR
Kl. 20.15 sunnudaga
Hátt í þúsund hæfi leikaríkir Íslendingar hafa þegar skráð sig
í Ísland Got Talent en fyrstu prufurnar hefjast þann 30. sept-
ember. Spennan magnast en til mikils er að vinna. Verðlaunin
fyrir siguratriðið eru tíu milljónir króna.
Bubbi Morthens, Þórunn Antonía Magnúsdóttir og Jón
Jónsson eru að leggja af stað í hringferð um landið til að
velja þátttakendur. Skráning fer fram á stod2.is/talent.
ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG?
Selfoss 30. september
Borgarnes 1. október
Höfn í Hornafi rði 1. október
Stykkishólmur 2. október
Neskaupstaður 2. október
Patreksfjörður 3. október
Egilsstaðir 3. október
Ísafjörður 4. október
Húsavík 4. október
Sauðárkrókur 5. október
Akureyri 6. október
Vestmannaeyjar 8. október
Reykjavík 12. og 13. októ-
ber
Sælkeraferðin með Völu Matt
heldur áfram göngu sinni á Stöð 2
á morgun. Í þættinum heimsækir
Vala Seyðisfjörð og tekur hús á
mæðginunum Þóru Guðmunds dóttur
arkitekt og Dýra Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra Vesturports.
Þóra rekur farfuglaheim-
ilið Hafölduna en Dýri
Hótel Öldu. Þau segja frá
ýmsum sælkeraleyndar-
málum Seyðisfjarðar en
umhverfi ð er óviðjafnan-
legt og dýrindis hráefni
allt í kring.
Vala segir um mikið
ævintýrafólk að ræða
en Þóra hverfur til
Indlands á veturna
þar sem hún rekur
hótel- og veitinga-
stað. Í þættinum er
einnig rætt við mat-
reiðslumanninn Ósk
Ómarsdóttur, sem starfar á
Seyðisfi rði á sumrin en á
Indlandi á veturna.
2 MIÐVIKUDAGUR 25. september 2013
VALA HEIMSÆKIR
ÆVINTÝRAFÓLK
Á SEYÐISFIRÐI
SÆLKERAFERÐIN
Kl. 20.05 fi mmtudag