Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 48
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Söru McMahon Tískuvikunni í London lauk á miðvikudag en þar höfðu hönnuðir sýnt sumar- og vorlínur sínar fyrir næsta ár. Fjöldi þekktra einstaklinga sótti tískuviðburðina og má þar nefna söngvarann Harry Styles úr hljómsveitinni One Direction og Alison Mosshart úr hljómsveitinni The Kills. Ef marka má myndir frá viðburðum tískuvikunnar eru leðurflíkur, hvíti liturinn og hlébarðamunstur í miklu uppáhaldi hjá stjörnunum um þessar mundir. Stjörnum prýdd tískuvika Tískuvikan í London var vel sótt af fræga fólkinu. Á FREMSTA BEKK Þekkt andlit á sýningu tískuhússins Burberry Prorsum sem fram fór í Kensington-görðunum. NORDICPHOTOS/GETTY HLÉBARÐABUXUR Fyrirsætan Kate Moss klæddist hlébarðamunstruðum buxum. FALLEG KÁPA Leikkonan Sienna Miller sótti kvöldverð í boði breska Vogue. BLÚNDUR Leikkonan og fyrirsætan Daisy Lowe á sýningu tískuhússins Erdem. LEÐURPILS Alexa Chung og Georgia May Jagger klæddust flottum leður- pilsum. EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SAN FRANCISCO CHRONICLE T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H T.V. - BÍÓVEFURINN/S&H JOBLO.COM A.O.S NEW YORK TIMES BOSTON GLOBE DIANA 5.30, 8, 10.30 AULINN ÉG 2 - ÍSL 5.30 2D DESPICABLE ME 2 - ENS 5.30, 8 2D MALAVITA 8, 10.20 JOBS 10.20 ÍSL OG ENS TAL T.V. - Bíóvefurinn 5% SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS DIANA KL. 8 - 10.10 BLUE JASMIN KL. 6 / MALAVITA KL. 8 ÉAULINN G 2 3D KL. 6 / JOBS KL. 10 RIDDICK KL. 5.25 - 8 - 10.35 RIDDICK LÚXUS KL. 8 - 10.35 ÉAULINN G 2 2D KL. 3.30 - 5.45 AULINN ÉG 2 3D KL. 3.30 MALAVITA KL. 8 - 10.30 BLUE JASMIN KL 5.45 THIS IS US 3D KL 5.45 ELYSIUM KL. 8 - 10.25 2 GUNS KL. 8 - 10.30 STRUMPARNIR 2D ÍSL TAL KL. 3.30 Miðasala á: og T.V. - BÍÓVEF. “EIN BESTA MYND ÁRSINS!” - RINN/S&HT.V., BÍÓVEFU „STERK MYND SEM SPYR ÁL SPURNINGA“EITINNA -S.B.H., MBL DIANA KL. 5.30 - 8 - 10.30 DJÚPIÐ KL. 10.10 EAT SLEEP DIE KL. 8 SOM DU SER MEG KL. 5.40 BLUE JASMIN KL. 8 - 10.15 AULINN ÉG 2 2D KL. 5.45 ÍHROSS OSS KL. 6 - 8 2 GUNS KL. 10 Hin danskættaða Nuki, sem Matvæla-stofnun lýsir á vef sínum sem svartri, stutthærðri og með hvítan blett á bring- unni, slapp úr einkaflugvél á Reykjavíkur- flugvelli í gær. Nuki kom starfsmönnum flugvallarins í mikið uppnám því hún átti ekkert með það að stinga svona af, enda hafði hún ekki farið í gegnum einangrunar- stöð áður og því gæti mikil smithætta stafað af Dananum. Meðal þeirra er tóku þátt í leitinni að Nuki í gær voru lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, starfsfólk flugvallarins og björg- unar sveitarfólk. NUKI, sem millilenti á Reykja- víkur flugvelli á leið sinni til Banda- ríkjanna, er húðflúruð og stygg við ókunnuga og Matvælastofnun brýnir fyrir fólki að taka hana ekki inn á heimili sín þar sem dýr eru fyrir – íslenskum hús- dýrum stendur nefnilega ógn af dönsku læðunni. REYKJAVÍKURFLUG- VÖLLUR stendur aðeins stein- snar frá Þingholtunum og Skerjafirði þar sem allt iðar af kattalífi og því ljóst að far- aldur gæti verið í uppsigi, það er að segja ef Nuki finnst ekki áður en hún kemst í kynni við lattelepjandi kött úr 101. MÖRGUM spurningum er enn ósvarað um strok Nuki – var þetta úthugsað eða algjörlega spontant? Hvað hefur drifið á daga hennar frá því hún yfirgaf lúxusinn um borð í einkaflugvélinni? Hvaða erindi átti hún til Bandaríkjanna? Vissi hún hvílíkt uppþot strok hennar myndi valda íbúum þessa afskekkta skers í Norður- Atlantshafi? Þetta og fleira vil ég vita og því vona ég að Nuki, eða danskur eigandi hennar, veiti íslenskum fjölmiðlum við- tal þegar hún loks finnst. Ég myndi glöð munda míkrafóninn í þeim tilgangi. EN þar til hin ævintýragjarna danska læða kemst til síns heima mun Sigga, kötturinn minn, þurfa að halda sig innandyra. Ég vil ómögulega að hún rekist á fjórfætta heims- borgarann á förnum vegi og fái þá flugu í hausinn að strjúka til útlanda. Þá væri mér allri lokið. Fjórfætti heimsborgarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.