Fréttablaðið - 25.09.2013, Blaðsíða 27
365 MIÐLAR | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Jónas Unnarsson
MISS WORLD 2013
Kl. 11.30 laugardag
Lokaþáttur breska sjónvarpsþáttarins Broadchurch verður á
sunnudaginn á Stöð 2. Þættirnir voru frumsýndir á bresku sjón-
varpsstöðinni ITV í vor og hafa svo sannarlega slegið í gegn um
allan heim. Undanfarnar vikur hafa margir íbúa bæjarins legið undir
grun og fyrir lokaþáttinn á sunnudaginn er ómögulegt að segja til
um hver málalok verða. Rannsókn málsins er í höndum aðkomu-
mannsins Alec Hardy en honum til aðstoðar er lögreglukonan Ellie
Miller sem býr í bænum. Óhætt er að segja að samvinna þeirra
sé ansi brösótt enda er Hardy langt frá því að vera auðveldur í
samskiptum. Mikil leynd hvíldi á tökustað yfi r því hver sá seki var
og vissu leikararnir sjálfi r ekki einu sinni hver morðinginn var fyrr
en lokaþátturinn var tekinn upp. Á sunnudaginn mun hins vegar
sannleikurinn koma í ljós og morðinginn verður opinberaður.
Lokaþáttur Broadchurch er sýndur á Stöð 2, sunnudaginn 29.
september og hefst kl. 20.45.
HVER ER
MORÐINGINN?
Fyrsti þáttur í þriðju seríu Hung verður sýndur í kvöld á Stöð 2.
Hung er gamansamur þáttur með dramatísku ívafi frá HBO og
fjallar um Ray Drecker sem er óhamingjusamur körfubolta- og
hafnaboltaþjálfari í menntaskóla. Hann er fráskilinn faðir ung-
lingstvíbura og í bullandi fjárhagsvandræðum. Þegar heimili hans
verður eldi að bráð tekur hann til sinna ráða. Með aðstoð vinkonu
sinnar Tanyu ákveður hann að gerast karlhóra en Ray er sérlega
vel vaxinn niður. Þátturinn fjallar um hvernig Ray reynir með mis-
jöfnum árangri að samtvinna nýjan starfsvettvang og sitt gamla líf
án þess að upp um hann komist.
Stöð 2 sýnir nú þriðju og síðustu þáttaröðina af Hung. Þar er
lögð áhersla á baráttu Ray og Tanyu við Lenore, sem um tíma var
einnig hórmangari Rays. Sú er nú komin með nýjan skjólstæðing
inn í fagið.
Thomas Jane er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum
Boogie Nights (1997), 61* (2001), The Punisher (2004) og The Mist
(2007).
RAUNIR
KARLHÓRU
HUNG
Kl. 22.20 miðvikudaga
BROADCHURCH
Kl. 20.45 sunnudag
M
Y
N
D
/B
O
N
N
I.IS
Upphaflega átti keppnin að fara fram í Djakarta,
höfuðborg landsins, en ákveðið var að færa hana
eftir öflug mótmæli múslíma í landinu. Sigríður
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 22 ára laganemi, er
fulltrúi Íslands í keppninni en hún var kosin Ung-
frú Reykjavík 2011.
Sigríður ertu spennt fyrir úrslitakvöldinu?
„Já, ég er virkilega spennt, þetta hefur verið
mikil vinna síðastliðinn mánuð. Ég hlakka mikið
til að njóta dagsins með stelpunum,“ svarar hún
og bætir við að það hafi komið sér á óvart hversu
mikil dagskrá hafi verið alla daga. „Við vöknum
snemma á morgnana og erum með dagskrá fram á
kvöld. Ég mun líklegast sofa í viku þegar ég kem
heim.“
Frábærar stelpur
Megum við búast við að sjá þig í sigursæti?
„Ég get ekkert sagt til um það, það eru svo
margar frábærar stelpur hérna sem geta vel sinnt
því starfi sem Miss World tekur sér fyrir hendur.
Í raun er ekkert hægt að spá fyrir um úrslit og oft
hefur það gerst að aðili sem ekki hefur verið tal-
inn sigurstranglegur ber sigur úr býtum,“ segir
Sigríður og viðurkennir að hún hafi verið mjög
stressuð áður en hún hélt af stað í þetta langa
ferðalag yfir að vera þetta lengi í burtu frá fjöl-
skyldu og vinum.
Mikil lífsreynsla
„Annars var ég mjög spennt fyrir þessu öllu
saman og get sagt í dag að þetta er þvílík lífs-
reynsla sem ég er að öðlast hér. Það var margt
sem ég þurfti að gera áður en haldið var af stað.
Farangurinn þurfti til dæmis að endast mér í
mánuð. Ég náði þó að koma öllu fyrir í tveimur
ferðatöskum sem er heldur lítið miðað við að
margar stelpur hérna eru með 7-8 töskur. Ég
þurfti meðal annars að hafa með mér íslenska
þjóðbúninginn, bók um Ísland, gjöf fyrir góð-
gerðar uppboð og margt annað.“
Sigríður segist hafa fengið ítarlegar leiðbein-
ingar frá Miss World Organisation en einnig fékk
hún upplýsingar frá Sigrúnu Evu Ármanns dóttur
sem fór í Miss World árið 2011. „Ég á frábæra
fjölskyldu sem er búin að aðstoða mig og styðja í
þessu öllu saman og fyrir það er ég henni ævin-
lega þakklát.“
Heljarinnar veisla
Mega áhorfendur Stöðvar 3 búast við glæsilegri
útsendingu?
„Já, ég get sko lofað heljarinnar „show-i“.
Má nefna rosalega flott dansatriði þar sem við
dönsum þjóðdansa frá tíu löndum í okkar eigin
þjóðbúningum. Við munum einnig koma fram
í indónesískum þjóðbúningum og síðkjólum og
sýnt verður myndefni sem búið er að taka upp
síðastliðinn mánuð af því sem við höfum verið að
að hafast hér á Balí.“
15 mínútna frægð
Sigríður segir öryggisgæslu mikla. „Við þekkjum
orðið hótelið okkar hér á Balí jafnvel og heim-
ili okkar. Alltaf er þó eitthvað skemmtilegt að
gera, nú síðast var mini-hæfileikakeppni þar
sem hver stúlkan á fætur annarri stóð á fætur
og sýndi listir, dans, söng og þess háttar fyrir
hópinn. Við látum okkur sjaldan leiðast, enda
höfum við um margt að tala, komum frá ólíkum
menningar heimum og getum endalaust talað um
löndin okkar. Keppnin hefur vakið mikla athygli
og okkur hefur verið tekið opnum örmum. Hvert
sem við förum mætir fólk okkur með brosi á
vör, komið er fram við okkur eins og Hollywood-
stjörnur svo þetta eru nokkurn veginn mínar
fimmtán mínútur af frægð.“
GLÆSILEIKI OG
FEGURÐ FRÁ BALÍ
Miss World 2013 fer fram á Balí í Indónesíu á laugardag.
Stöð 3 mun sýna beint frá keppninni kl. 11.30. Sigríður
Dagbjört Ásgeirsdóttir er fulltrúi Íslands.