Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.09.2013, Qupperneq 4
25. september 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL „Það er engin ástæða til að ráðast í veglagn- ingu í gegnum Gálgahraun vegna tíðra slysa á Álftanesvegi. Það eru margir mun hættulegri veg- kaflar hér á landi en hann,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varafor- maður FÍB og tæknistjóri Euro- RAP á Íslandi. Hann nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnar fjarðarveginn, Vífilsstaða- veg og Flugvallarveg og segir að þeir séu margir fleiri vegirnir og vegar spottarnir þar sem slysatíðni sé mun hærri en á þessum kafla Álftanesvegar. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sagt að það sé nauðsynlegt að færa Álftanesveg til norðurs og leggja hann í gegnum Gálgahraun vegna þess að gamli vegurinn beri ekki mikla og hraða umferð. Á honum séu margar krappar beygjur og blindhæðir auk þess sem vegur- inn sé ekki nógu breiður. Á veg- kaflanum sé mikil slysahætta. Ólafur segist hafa skoðað öll slys og umferðaróhöpp sem urðu á þeim vegkafla Álftanesvegar sem á að færa. Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum, þar hafi orðið tvö alvar- leg slys, fimmtán óhöpp hafi orðið þar sem minniháttar meiðsl urðu á fólki og 55 sinnum hafi orðið eignatjón. „Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegn- um Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafn- aði utan vegar, í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagn- stæðri átt.“ Á nýja veginum segir Ólafur ekki gert ráð fyrir veg- riðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðar- mannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafi á veginum. „Út frá umferðaröryggissjónar- miðum get ég ekki séð nauðsyn þess að færa Álftanesveg í gegn- um Gálgahraun,“ segir hann. Sjálfstæðir umhverfis verndar- sinnar sem segjast hliðhollir Sjálf- stæðisflokknum sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem borin var fram einlæg ósk um að bæjar- stjórn Garðabæjar endurskoðaði afstöðu til vegaframkvæmda í Gálgahrauni. Gunnar Einarsson bæjarstjóri segir að málið sé í höndum Vega- gerðarinnar og verktakans. Bæjar- stjórn ætli hins vegar að fara eftir niðurstöðu dómstóla hver svo sem hún verði. Skúli Bjarnason, lögmaður Hraunavina, segir að á fimmtu- dag fari fram málflutningur fyrir héraðsdómi um þá kröfu fjögurra umhverfisverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA- dómstólsins um það hvort sam- tökin hefðu lögvarða hagsmuni í lögbannsmáli vegna lagningar Álftanesvegar um Gálgahraun. johanna@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ LEIÐRÉTT Frétt á baksíðu Fréttablaðsins í gær um að Elín Eyþórsdóttir hefði verið valin kynþokkafyllst af blaðinu So So Gay átti ekki við rök að styðjast. Um var að ræða Facebook-hrekk sem villtist á síður blaðsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Föstudagur Fremur hægur vindur víðast hvar. NÚ ER ÚTI VEÐUR VOTT Það verður talsverð rigning á landinu í dag og þá sérstaklega sunnan og vestan til. Á morgun og föstudag fer svo heldur kólnandi og má búast við slyddu norðvestanlands á föstudag og jafnvel víðar á norðanverðu landinu. 6° 7 m/s 8° 15 m/s 9° 11 m/s 9° 13 m/s Á morgun Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Gildistími korta er um hádegi 4° 2° 6° 3° 2° Alicante Aþena Basel 28° 29° 24° Berlín Billund Frankfurt 15° 13° 21° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 23° 11° 11° Las Palmas London Mallorca 27° 22° 27° New York Orlando Ósló 22° 29° 11° París San Francisco Stokkhólmur 25° 19° 10° 6° 6 m/s 6° 3 m/s 8° 8 m/s 6° 3 m/s 6° 5 m/s 6° 7 m/s 2° 12 m/s 8° 4° 8° 7° 4° Nýr Álftanesvegur er ekki sagður bæta umferðaröryggi Tæknistjóri EuroRAP á Íslandi segir að út frá umferðaröryggissjónarmiðum þurfi ekki að leggja veg um Gálga- hraun. Margir aðrir vegir á landinu séu mun hættulegri. Fleiri skora á bæjarstjórn að hætta framkvæmdum. STANDA VAKTINA Hraunavinir ætla að standa vaktina áfram í Gálgahrauni. Sjálf- stæðir umhverfissinnar sem segjast hliðhollir Sjálfstæðisflokknum skora á bæjar- stjórn að hætta framkvæmdum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Við ætlum að standa vaktina áfram í hrauninu í dag,“ segir Eiður Guðnason, Hraunavinur og fyrrverandi sendiherra. Í gær tjölduðu Hraunavinir tveimur tjöldum til að hafa skjól ef hann myndi rigna og komið var með borð og stóla. Tjöldin voru tekin niður í gærkvöldi en það stendur til að reisa þau aftur í dag. Eiður segir að mótmælin hafi farið fram með friði og spekt í gær. Einn fulltrúi verktakans var á svæðinu en hann hélt sig til hlés. Á milli 15 og 25 mótmælendur voru á svæðinu í gær. Hraunavinir á vakt í dag EIÐUR GUÐNASON ➜ Sjálfstæðir umhverfis- verndarsinnar hliðhollir Sjálf- stæðisflokki sendu í gær frá sér tilkynningu. UMHVERFISMÁL Fjöldi náttúru- verndar samtaka hefur í opnu bréfi óskað eftir neyðarfundi með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innan- ríkisráðherra þar sem í alvarleg átök stefndi milli mótmælenda og starfsmanna verktakafyrir- tækisins ÍAV í Gálgahrauni. Í bréfinu til Hönnu Birnu, sem Skúli Bjarnason hæstaréttarlög- maður skrifar undir, segist hann búast við fundarboði frá innan- ríkis ráðherra. Bréfið endar á orð- unum: „Hafðu hemil á Vegagerð- inni áður en illa fer.“ Hanna Birna segist ítrekað hafa hitt full- trúa þessara ólíku sjónar- miða í sumar. „Á þessum fund- um í sumar kom skýrt fram að of langt væri á milli sjónarmiða til að ná sáttum. Ráðherra getur ekki, þegar fyrir liggur framkvæmdaleyfi í fram- haldi af löngu lögbundnu ferli, frestað eða stöðvað slíkar fram- kvæmdir án þess að eiga á hættu að kalla yfir ríkið stórkostlegar bóta- kröfur,“ segir Hanna Birna. Hönnu Birnu finnst eðlilegast að fulltrúar Hraunavina fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar. „En fyrst að fyrirhugaður fundur hjá þeim í gær gekk ekki upp er ekk- ert nema sjálfsagt að leiða þessa aðila saman aftur. Ég mun boða til fundar með fulltrúum Vegagerðar- innar, Garðabæjar og Hraunavina fyrir helgi,“ segir Hanna Birna. -ebg Mótmælendur við Gálgahraun sendu innanríkisráðherra opið bréf með beiðni um neyðarfund: Ráðherra kallar mótmælendur á fund sinn Mótmælendur í Garðahrauni voru boðnir velkomnir á fund hjá Vegagerðinni í gær en samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni þekktust þeir ekki boðið. Fram kemur í tilkynningu að það sé ekki rétt að beiðnir mótmælenda um fund hafi verið hundsaðar. Síðast hafi verið fundað með mótmælendum á miðvikudag. - vg Mættu ekki á fund Vegagerðarinnar HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR REYKJAVÍK Frá og með 10. október verða gráar og grænar tunnur sem innihalda pappír eða pappa ekki tæmdar í Reykjavík. Allur pappír og pappi á að fara í bláu tunnuna, sem Sorpa og Reykja- víkurborg hafa hvatt borgarbúa til að fá sér. Ef vart verður við pappír í röngum tunnum verður settur miði á tunnuna og sagt að of mikill pappír hafi verið í tunn- unni og því hafi tunnan ekki verið losuð. Nánari upplýsingar um breytta sorphirðu má finna á síðunni pappirerekkirusl.is. - ehg Ekki pappa í almennt sorp: Tunnan verður ekki tæmd DÓMSMÁL Meiðyrðamál Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Ingi Kristján afskræmdi mynd af Agli sem var á forsíðu Monitor og birti á Instagram. Yfir mynd- ina var búið að krota „Aumingi“ og undir var áletrun á ensku sem útleggst á íslensku „Farðu til fjandans nauðgarasvín“. Fyrir rétti sagði Egill meðal annars að þegar hann hefði séð myndina hefði honum liðið eins og honum tækist aldrei að hreinsa nafn sitt. Ríkissaksókn- ari felldi í fyrra niður kærumál á hendur Agli fyrir nauðgun. - ebg Meiðyrðamál tekið fyrir: Afskræmd mynd á netinu KEMUR HEILSUNNI Í LAG EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA 117,5 milljónir lítra af mjólk voru drukknar hér á landi á árinu. Sala mjólkurafurða miðað við fitu- innihald síðustu 12 mánuði var í lok ágúst 4,5% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Salan miðað við prótein jókst um ríflega 1,5%. Heimild: Landssamband kúabænda

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.