Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 4
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Flokkaskipting öldungadeildar Öldungadeildin 321 þingsæti Aðrir flokkar 16 þingsæti Norðurbandalagið 36 þingsæti Beppe Grillo 5-stjörnu hreyfingin 50 þingsæti Silvio Berlusconi Frelsisflokkurinn 91 þingsæti Mario Monti Borgaralegur valkostur 20 þingsæti Enrico Letta forsætisráðherra Lýðræðisflokkurinn 108 þingsæti Stjórnarandstaðan Stjórnarmeirihlutinn ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi tefldi á tvær hættur þegar hann hugðist efna til uppgjörs við þingið og knýja fram þingkosningar, með því að skipa flokksfélögum sínum að slíta ríkisstjórnarsamstarfi. Flokksfélagarnir tóku margir hverjir heldur dræmt í þetta frumkvæði leiðtoga síns, og um þriðjungur þeirra gerði honum ljóst að þeir myndu styðja trausts- yfirlýsingu við stjórnina í atkvæða- greiðslu á þingi í gær. Þegar Berlusconi varð ljóst að stjórnin myndi halda velli sneri hann við blaðinu og lýsti því yfir að hann sjálfur og allur flokkurinn myndu greiða atkvæði með stjórn- inni. Þetta verður að teljast einn stærsti ósigur sem Berlusconi hefur beðið á skrautlegum stjórn- málaferli sínum. Skammt er þó í annað uppgjör, en á föstudaginn verður atkvæðagreiðsla á þinginu um það hvort hreinlega eigi að reka Berlusconi af þingi. Allt bendir til þess að sú verði niðurstaðan, enda hefur dómstóll á Ítalíu bannað honum að gegna opinberu embætti næstu árin. Þar með er stjórnmálaferli hans í reynd lokið. Enrico Letta forsætisráðherra stendur hins vegar eftir sem sigurvegari. Ráðamenn í fleiri Evrópulöndum anda sömuleiðis léttar, því óttast var að fall stjórn- arinnar gæti haft alvarlegar afleið- ingar í för með sér fyrir efnahag Ítalíu, sem þó er bágborinn fyrir, og slæm áhrif á stöðu efnahags- mála í fleiri evruríkjum, sem mörg hver hafa árum saman glímt við afar erfiða skuldakreppu. Svo fór að Letta vann auðveldan sigur. Stuðningsyfirlýsingin var samþykkt með 235 atkvæðum gegn sjötíu. Nokkrir þingmanna úr flokki Berlusconis voru hins vegar engan veginn sáttir við þessa þróun mála og stormuðu út úr þing salnum án þess að taka þátt í atkvæða- greiðslunni. gudsteinn@frettabladid.is Uppgjör rann út í sandinn Silvio Berlusconi sat eftir með sárt ennið þegar flokksfélagar hans neituðu að segja skilið við stjórn Enricos Letta forsætisráðherra. Skrautlegur stjórnmálaferill Berlusconis er líklega á enda kominn því á föstudag tekur þingið afstöðu til þess hvort svipta eigi hann þingsæti í samræmi við nýlegan dómsúrskurð. LETTA HAFÐI BETUR Enrico Letta forsætisráðherra í ræðustól. FRÉTTABLAÐIÐ/APBERLUSCONI VARÐ UNDIR Silvio Berlusconi tók áhættu en sat eftir með sárt ennið. NORDICPHOTOS/AFP LANDBÚNAÐUR „Við höfum nú þegar sent um 140 tonn af lamba- kjöti til Bandaríkjanna og stefnum á að senda 110 tonn til viðbótar,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Sláturhúss KVH á Hvammstanga. Sláturhúsið hefur frá árinu 2007 selt bandarísku matvæla keðjunni Whole Foods Market ófrosið íslenskt lambakjöt. Kjötið er selt sem hágæðavara í verslunum keðjunnar og er merkt íslenska þjóðfánanum í bak og fyrir. „Árið 2007 fóru um 25 tonn frá okkur en í fyrra fluttum við út um 190 tonn af kjöti,“ segir Magnús. Hann segir að um tíu prósent af framleiðslu sláturhússins fari til Bandaríkjanna og að Whole Foods kaupi alla hluta af lambinu. „Við hættum að senda út í byrjun nóvember en einhverjar verslanir eru með kjötið í sölu yfir þakkar- gjörðarhátíðina í lok mánaðarins.“ Fyrr í þessum mánuði kom hópur starfsmanna Whole Foods til landsins í árlegri haustferð fyrirtækisins. Tilgangur ferðanna er að sögn Magnúsar að leyfa því starfsfólki sem kemur að sölu á lambakjötinu að kynnast landi og þjóð. „Verkefnið er í heild góð land- kynning, byggð á heilnæmri vöru úr hreinu umhverfi,“ segir Magnús. - hg Sláturhús KVH á Hvammstanga hefur selt matvælakeðjunni Whole Foods lambakjöt síðastliðin sex ár: 250 tonn af lambakjöti til Bandaríkjanna FÓRU Í RÉTTIR Starfsmenn Whole Foods komu hingað til lands fyrr í haust og fóru meðal annars í réttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR 30% þjóðarinnar á aldrinum 25-46 ára var aðeins með grunnmenntun árið 2012. Á sama tíma höfðu 35% Íslendinga á sama aldursbili lokið háskólanámi. Heimild: Hagstofa Íslands. DÓMSTÓLAR Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykja- víkur þar sem kröfu karlmanns um að fá til baka 3 milljónir, sem lögreglan lagði hald á vegna hús- leitar á heimili hans, var hafnað. Við húsleitina fundust milljónir- nar þrjár í reiðufé ásamt skjölum í læstu öryggishólfi á heimili mannsins. Við húsleitina fundust einnig fíkniefni og tól til fram- leiðslu þeirra. Maðurinn hélt því fram að féð væri hans eigið sparifé en ekki ágóði af fíkniefnasölu. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur taldi ekki sýnt nægilega vel fram á uppruna peninganna. - vg Hæstiréttur hafnar kröfu: Fær ekki meint fíkniefnafé HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Dómarar höfnuðu kröfu mannsins um að fá fé sitt til baka. DANMÖRK Mögulegt er að danskir bíleigendur fái hraðasektir vegna umferðarlagabrota sem þeir hafa ekki framið. Dönsk stjórnvöld vilja nefnilega fara að tillögu umferðaröryggisráðs og sekta bíleigendur vegna hraðaksturs þótt aðrir hafi verið undir stýri á bílum þeirra. Talið er að slíkt muni auka umferðaröryggi. Á fréttavef Politiken segir að lögreglan verji miklum tíma í að komast að því hver öku maðurinn var þegar brot hefur verið framið. - ibs Íhuga lagabreytingu: Sekta bíl- eigendur í stað ökumanna AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Laugardagur Strekkingur allra vestast og með S- strönd annars hægari. KÓLNAR NÆSTU DAGA og má búast við að norðanlands verði slydda og snjókoma til fjalla á föstudag. Á sama tíma styttir upp sunnan til og má búast við að mestu leyti þurru og nokkuð björtu veðri þar næstu daga. 4° 8 m/s 6° 6 m/s 8° 3 m/s 8° 3 m/s Á morgun Strekkingur með ströndum á Vest- fj örðum en annars víða hægari. Gildistími korta er um hádegi 6° 1° 5° 2° 1° Alicante Aþena Basel 28° 18° 18° Berlín Billund Frankfurt 12° 13° 16° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 17° 13° 13° Las Palmas London Mallorca 26° 19° 26° New York Orlando Ósló 24° 30° 12° París San Francisco Stokkhólmur 23° 21° 12° 9° 3 m/s 9° 6 m/s 5° 3 m/s 5° 5 m/s 4° 4 m/s 6° 6 m/s 6° 2 m/s 7° 2° 8° 6° 3° HAFÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN! Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.