Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 03.10.2013, Qupperneq 32
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Þetta láta tískuhönnuðir ekki fram hjá sér fara og framleiða alls kyns flott símahulstur fyrir þennan vinsæla síma. Helstu tísku- merki heims bjóða frumleg hulstur fyrir iPhone, jafnt fyrir dömur sem herra. Sumum finnst iPhone-síminn svo flottur að það þurfi ekki að klæða hann í búning. Öðrum finnst gaman að hafa hann í flottu hulstri og eiga jafn- vel fleiri en eitt. Sumir safna meira að segja mismunandi litum. Á tískuvikum hafa frumleg iPhone-hulstur verið hluti af fylgihlutum fyrirsætanna. IPHONE Í TÍSKUBÚNINGI SMART iPhone-símar seljast sem aldrei fyrr um allan heim. Þeir virðast vera orðið stöðutákn og enginn er maður með mönnum nema vera með iPhone. 1 Til minningar um Steve Jobs. 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 2 Dior. 4 Burberry. 5 Chanel. 7 Gucci. 9 Kate Moss. 8 Kenzo. 10 Marc By Marc Jacobs. 6 Ralph Lauren. 3 Handgerð hulstur með perlum og Hello kitty. Guðrún Bergmann Franzdóttir, for-maður Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna, þekkir þörfina fyrir nýtt hjartaþræðingartæki betur en margir. Dóttir hennar, Anney Birta Jóhannesdóttir, fæddist með alvarlegan hjartagalla árið 2002 og hefur farið í fjölda hjartaþræðinga og hjartaaðgerða á stuttri ævi. Móðir Guðrúnar fór í hjarta- þræðingu fyrir nokkru og faðir hennar er á biðlista. Í dag eru 260 manns á biðlista og alls óvíst hvenær faðir Guðrúnar kemst að. „Þetta eru börn, fólk með meðfædda hjartagalla og aðrir hjartasjúklingar,“ segir Guðrún. Hjartaheill og Neistinn hrundu um helgina af stað átaki til söfnunar fyrir nýju hjartaþræðingartæki á hjartadeild Landspítala. „Elsta hjartaþræðingar- tækið á deildinni er 16 ára gamalt en það yngsta fimm ára. Erlendis er venjan að nota þessi tæki í sex til átta ár og ljóst að löngu er kominn tími á endurnýjun. Það er mikil nákvæmnisvinna unnin með þessum tækjum og vitanlega best að nota nýjustu tæki og tækni.“ Hjarta- og æðasjúkdómar eru skæð- ustu sjúkdómar veraldar. Hjartaþræðing er mikilvægur liður í rannsókn og með- ferð við þessum mikla vágesti en hátt í 2.400 hjartaþræðingar eru gerðar á hjartadeild Landspítalans á ári hverju. Til að ráða við verkefnin þarf þrjú góð þræðingartæki. Með nýju tæki myndi biðtíminn auk þess styttast verulega. Dóttir Guðrúnar hefur nokkrum sinnum farið í hjartaþræðingu hérlendis til að kanna ástand hjartans en auk þess hefur hún farið í þrjár opnar aðgerðir og þrjár aðgerðir í gegnum hjartaþræðingu í Boston. „Ég veit að hún kemur til með að þurfa að fara í fleiri hjartaþræðingar til að fylgjast með ástandinu í framtíð- inni. Þær eru mikilvægur liður í eftirliti þótt aðgerðirnar séu oftast nær gerðar erlendis.“ Nýtt hjartaþræðingartæki kostar 170 milljónir. Með átakinu vilja sam- tökin leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að koma því til landsins. Stefnt er að því að það verði fyrir áramót. Stofnuð hefur verið valgreiðsla á hverja fjöl- skyldu í landinu en auk þess er hægt að hringja í styrktarnúmer eða leggja upphæð að eigin vali inn á reikning. Nánari upplýsingar er að finna á www.hjartaheill.is LÍFSINS NAUÐSYN HJARTAHEILL Guðrún Bergmann Franzdóttir er umkringd fólki sem hefur farið í hjartaþræðingu eða þarf á henni að halda. LÍFSGLÖÐ STÚLKA Anney Birta Jóhannes- dóttir fæddist með alvarlegan hjartagalla og hefur farið í allmargar hjartaþræðingar og hjartaaðgerðir þrátt fyrir ungan aldur. „Hún þekkir ekki annað,“ segir móðir hennar, Guðrún Berg- mann Franzdóttir. Anney er þrátt fyrir allt lífsglöð og kát stúlka. VONAST EFTIR TÆKINU FYRIR ÁRAMÓT Guðrún ásamt Guðmundi Bjarnasyni, stjórnarformanni Hjartaheilla. Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM VETRAR- ÚLPURNAR KOMNAR!FYRIR DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- Opið virka daga kl . 11–18. Opið laugardaga k l. 11–16. Kí ki ð á m yn di r o g ve rð á F ac eb oo k Laugavegi 178 (Bolholtsmegin) | Sími 555 1516 Stærð 34 - 48. Verð 11.900 kr. Með skrauti á vösum. Litur: svart Með rennilásavasa og leðurlíkisrönd niður skálm. Litur: svart og vínrautt Stretch og háar í mittið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.