Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 33
| FÓLK | 3TÍSKA
Eftir því var tekið hversu svart allt var þar sem fötin teljast vera sumartískan 2014. Marc
Jacobs hefur starfað sem listrænn
stjórnandi hjá Louis Vuitton frá
árinu 1997 eða í sextán ár og hefur
orðrómur verið um það undan-
farið að hann sé að kveðja. Marc
Jacobs hefur auk þess hannað
og framleitt hátískufatnað undir
eigin nafni í langan tíma. Hann er
nú með tvenns konur vörumerki,
Marc Jacobs og Marc by Marc
Jacobs, sem hafa verið afar vinsæl.
Þá hefur hann haft mikil áhrif á
hönnun Louis Vuitton og vörur
fyrirtækisins hafa verið á uppleið
í tískuheiminum allan þann tíma
sem hann hefur starfað þar.
Sögusagnir herma að Jacobs vilji
setja alla sína krafta í eigin merki.
Sýningin í París þótti svo stórfeng-
leg að áhorfendur sátu agndofa yfir
henni. Svarti liturinn var umvafinn
perlum og glimmeri en leitað var til
fortíðar í sköpuninni, segja tísku-
sérfræðingar. Inn á milli glitti
þó í töffaraskap, hanakamb
og gróf stígvél. Mikil eftirsjá
verður af Marc Jacobs hjá
Louis Vuitton og það verður
erfitt að feta í fótspor hans
hjá þessu fræga tísku-
húsi. Hins vegar
verður gaman að
fylgjast með Jacobs
og fyrirtæki hans á
næstunni.
Marc Jacobs er
fæddur í Banda-
ríkjunum árið 1963 og
varð því fimmtugur á
þessu ári. Hann hefur
verið leiðandi í tísku-
heiminum í fjölda ára,
bæði með eigin merki
og í hönnun fyrir Louis
Vuitton. Hann hefur
verið á lista yfir áhrifamestu
einstaklinga heimsins.
NÚ ER ÞAÐ SVART
KVEÐUR MEÐ STÆL Hinn heimsþekkti og vinsæli tískuhönnuður Marc Jacobs
kvaddi tískuhús Louis Vuitton með mikilli glæsisýningu í París í gær.
Glæsilegt nýtt prjónablað Ýr 55 er komið í verslanir
Vandaðir dömuskór
Opið Mánudag-Föstudag
Frá klukkan 10:00 - 18:00
og laugardaga: 10 - 14
Sími: 551-2070
Verð: 18.800.-
Úr mjúku leðri
Við skutlum Júlíu heim
Póstdreifing | Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Birtingur treystir okkur fyrir
öruggri dreifingu á Júlíu