Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 52

Fréttablaðið - 03.10.2013, Side 52
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 40 Systrahljómsveitin HAIM hefur gefið út sína fyrstu plötu, Days Are Gone, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Í hljómsveitinni eru systurnar Este, Danielle og Alana Haim og þær koma frá Los Angeles í Bandaríkjunum. Tónlistin er eins konar póstmódernísk sam- suða af poppi síðustu áratuga, allt frá Motown-kvennaböndunum til Fleetwood Mac og þaðan til hipp- hopptónlistar tíunda áratugarins og R&B. HAIM hefur verið áberandi í umræðunni á meðal tónlistar- áhugamanna í töluverðan tíma enda hefur sveitin gefið út eftir- tektarverðar smáskífur með lög- unum Forever, Don´t Save Me, Falling og The Wire. Tímaritin Rolling Stone og Elle hafa hampað tónlistinni, auk dagblaðsins The Los Angeles Times. Í Bretlandi varð HAIM í byrjun ársins fyrsta bandaríska kvennahljómsveitin til að bera sigur úr býtum í hinni árlegu skoðanakönnun BBC á „Hljómi ársins 2013“. Systurnar þykja góðar á tón- leikum og hefur ítrekað verið upp- selt á tónleika þeirra á staðnum Troubadour í Los Angeles og í Music Hall of Williamsburg í New York. Einnig hafa þær spilað á hátíðum á borð við SXSW, Lolla- palooza, Bonnaroo og Governors Ball. Það er því engin tilviljun að þeim hefur verið boðið að hita upp fyrir Phoenix, Florence and the Machine, Mumford and Sons og Vampire Weekend. Upptökustjórar á nýju plötunni voru Ariel Rechtshaid, sem hefur unnið með Usher og Vampire Weekend, og James Ford, sem hefur starfað með Florence and the Machine og Arctic Monkeys. Days Are Gone hefur fengið góðar viðtökur. The Guardian, Allmusic, Consequence of Sound og Q gefa henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Rolling Stone límir á hana þrjár og hálfa stjörnu og Pitchfork gefur henni 8,3 af 10. HAIM hefur verið bókuð í risastóra tónleikaferð sem hefst í Texas á morgun. Fyrst spilar sveitin í Bandaríkjunum og ferðast svo um Evrópu með Phoenix. Að því loknu halda systurnar ferða- laginu áfram einar á báti og hafa síðustu tónleikarnir verið bókaðir í Glasgow í mars. freyr@frettabladid.is Engin dramatík hjá systrunum í HAIM Systrahljómsveitin HAIM ætlar ekki að rífast eins og bræðurnir í Oasis. Tónlistar áhugamenn hafa beðið fyrstu plötunnar með mikilli eft irvæntingu. HAIM Systurnar í HAIM á Lollapalooza-hátíðinni í sumar. Frá vinstri: Este, Alana og Danielle. NORDICPHOTOS/GETTY Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 26.9.2013 ➜ 3.10.2013 1 Lorde Royals 2 Katy Perry Roar 3 Dikta Talking 4 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 5 One Republic Counting Stars 6 Avicii / Aloe Blacc Wake Me Up 7 Kings of Leon Supersoaker 8 Ellie Goulding Burn 9 Taylor Swift / Ed Sheeran Everything Has Changed 10 Lana Del Ray Summertime Sadness 1 Emilíana Torrini Tookah 2 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 3 Ýmsir Pottþétt 60 4 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins 5 Ýmsir This Is Icelandic Indie Music 6 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 7 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 8 Samaris Samaris 9 Sigur Rós Kveikur 10 múm Smilewound Í spilaranum Alana Haim segir enga dramatík vera í gangi í hljómsveitinni og líklega munu þær starfa saman í langan tíma. „Það er ekkert drama. Við höfum spilað saman í hljómsveit síðan við vorum örugglega fimm ára. Ef við ætluðum að fara að rífast eitthvað og eiga okkar Oasis-stund hefði það gerst fyrir tíu árum. Við erum bara ósammála þegar mig langar að fá leðurjakkann hennar Danielle lánaðan án þess að hún vilji lána mér. Það er okkar rifrildi,“ sagði Alana í viðtali við USA Today. Rífast ekki eins og Oasis Daníel Bjarnason - Over Light Earth Drake - Nothing Was the Same Spaðar - Áfram með smjörið Það er alltaf jafn ánægjulegt að gefa ákveðnum hljómsveitum, lista- mönnum og þess vegna lögum langt og gott frí, heimsækja svo aftur og sjá hvort ógeðið og leiðindin sem höfðu grafið um sig séu enn ríkjandi. Þannig átti ég til að mynda í mestu vandræðum með R.E.M. og hina hrjúfu og loðnu en jafnframt skræku og fremur slepjulegu rödd Stæpar- ans í áraraðir áður en ég tók þá ákvörðun að loka algjörlega á sveitina, slökkva á útvarpinu ef örlaði á tónlist hennar og gera mitt besta til að trúa því að hún væri ekki til (sem tókst ágætlega ef frá er talið hið hroll- vekjandi leiðinlega Everybody Hurts sem átti til, og á til, að poppa upp í gríð og erg í lokaatriðum væminna bandarískra sjón- varpsþátta sem krefjast áhorfs). En nokkurra ára pása getur reynst traustur vinur og gert kraftaverk því nú finnst mér bara notalegt að heyra af og til í gaurunum frá Georgíufylki, að undanskildu Everybody Hurts (og jú, líka Losing My Reli- gion). Sömu sögu má segja af ótal lögum og lummum, eins og til dæmis (I Can‘t Get No) Satisfaction með Stóns, Yesterday með Bítlunum og Light My Fire með Doors. Þetta eru góð lög en henta síbyljunni illa og þurfa á mjög reglulegri hvíld að halda. Ein er þó sú grúppa sem mér hefur hingað til tekist illa að aflétta nálgunarbanni á, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, eftir að hafa dýrkað og dáð í frumbernsku. Viðbjóðurinn sem ég fékk á Pixies á sínum tíma var svo sterkur að enn þann dag í dag rennur mér kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég heyri lög á borð við Monkey Gone to Heaven, Where Is My Mind? og sérstaklega Hey og rennur fyrir hugskotssjónum óþolandi samsöngur drukkinna táninga í gítarpartíum tíunda áratugarins. Það er helst að ég geti sætt mig við nokkur Havaískotin sörfpopplög á þriðju stóru plötunni, Bossanova, en þau voru ekki á boðstólum þegar ég sá Pixies spila í Kaplakrika vorið 2004 og hundleiddist. Því kom það mér skemmtilega á óvart, eftir að hafa horfst í augu við hættuna og rennt nýju stuttskífunni með Pixies, EP1, í gegn fyrir skemmstu, að hún er hreinlega ekki alslæm og rifjar að einhverju leyti upp fyrir mér hvað það var sem dró mig að Pixies í fyrndinni. Ekki virðast gagnrýnendur ytra þó vera sammála mér í þeim efnum, því platan fékk meðal annars heilan einn í einkunn af tíu mögulegum hjá hinni hættulega skoðanamyndandi tónlistarvefsíðu Pitchfork. En hvað veit Pitchfork svo sem? Ég fer í fríið TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Hafðu fjölpóstinn þinn inni í Fréttablaðinu. Það er áhrifarík leið til að koma skilaboðum um vöru eða þjónustu beint inn á heimilin. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.