Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 58

Fréttablaðið - 03.10.2013, Síða 58
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Vinkonusýning í bíó Sérstök vinkonusýning var haldin í Smárabíói á dögunum. Þar var kvikmyndin Málmhaus í leikstjórn Ragnars Bragasonar sýnd við góðar undirtektir gestanna. SÁU MÁLMHAUS Anna, Kristín, Sigrún og Gunný kíktu í bíó. SAGA OG VIGDÍS Leikkonan Saga Garðarsdóttir og Vigdís Perla voru á meðal gesta. KÍKTU Í BÍÓ Guðbjörg Ása og Anna Soffía kíktu í bíó. MEÐ POPP OG KÓK Guðrún, Rósa Björg, Málmfríður og Þor- gerður fengu sér að sjálfsögðu popp og kók. RAGGA OG BIRKIR Söngkonan Ragnhildur Gísladóttir og maðurinn hennar Birkir Kristinsson fóru í bíó. GAMAN Sigríður Hanna og Ebba Guðný skemmtu sér vel í bíó. FJÓRAR FÍNAR Rósa María, Lína, Eva og Margrét voru flottar í tauinu. SYSTUR Í BÍÓ Systurnar Eva Laufey og Edda Hermannsdætur mættu á vinkonu- sýninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI „Ég ákvað að flytja hingað til lands árið 2006 með kærastanum mínum, Einari Johnson. Hann hafði þá þýtt hluta bókarinnar Lovestar eftir Andra Snæ og lesið fyrir mig. Það málaði svo góða mynd af því hvernig Íslendingar hugsa,“ segir Fiona Cribben, fata- og skartgripahönnuður. „Við ætluðum bara að koma í heimsókn, en svo festumst við. Ég elska að vera hérna,“ útskýrir Fiona, en hún leggur nú stund á meistaranám við Listaháskóla Íslands. Til hliðar rekur hún fata- og skartgripahönnunarfyrirtæki undir nafninu Fiona Cribben. „Ég byrjaði að vinna hjá Baugi þegar ég kom hingað fyrst, sem verslunarstjóri Top Shop. Svo fór ég að vinna hjá CCP þar sem ég var að hanna fyrir Eve Online og World of Darkness,“ segir Fiona, sem er ættuð frá litlu þorpi á vesturströnd Írlands sem heitir Rathfarnham. Hún segist lengi hafa látið sig dreyma um að tálga skó úr viði. „Einn daginn var ég að horfa á sjónvarpið og sá mann sem var að vinna með við, tennur og horn. Ég hringdi í hann og bað hann um að koma með mér í samstarf. Við byrjuðum á því að hreinsa horn og tálga úr þeim alveg fáránlega skrítið skópar,“ útskýrir Fiona. „Við bjuggum til einhver fimm skópör en sáum þá að ferlið var alltof langt. Þá byrjaði ég að pæla í minni hlutum, eins og skartgripum. Ég sá að við gátum notað hornin og hvaltennur til þess að búa til skartgripina. Svo fékk ég hvaltennur algjörlega á heilann. Hval- tennur eru fjársjóður hafsins, að mínu mati,“ bætir hún við. Hvaltennurnar sem Fiona notar í hönnun sína segir hún vera úr dýri sem rak á fjöru í Hvalfirði einhvern tímann á áttunda áratugnum. „Þannig að mín hönnun er dálítið „pönk“ – ætli það sé ekki anarkistinn í mér,“ segir Fiona að lokum. olof@frettabladid.is Býr til skart úr horni og hvaltönnum Fiona Cribben, hönnuður, hannar skart úr horni og tálgar skrítin skópör. HANNAR ÚR HVAL- TÖNNUM Fiona Cribben hannar skart úr hval- tönnum og tálgar skópör úr viði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ópera fólksins,“ kallaði stofnandi óperunnar, Fiorello La Guardia, framtakið þegar hann stofnaði The New York City Opera fyrir um það bil sjötíu árum. Í áratugi hélt The New York City Opera úti starfsemi sinni í Lincoln Center þar í borg. En árið 2011 byrjaði að halla undir fæti og þurfti óperan að flytja sig um set, í ódýrara húsnæði. Opnunarverk óperuhússins í ár, Anna Nicole eftir Richard Thomas og Mark-Anthony Turnage, stóð ekki undir væntingum. Sýningin heillaði hvorki gagnrýnendur né gesti, og áhorfendatölur voru langt undir settum markmiðum. Í síðasta mánuði var tilkynnt að starfsemin þyrfti innspýtingu upp á sjö milljónir dollara til að geta haldið áfram. Söfnunarátak var sett af stað en komst ekki nálægt því að ná markmiðinu. Á þriðjudaginn var tilkynnti óperuhúsið að starfsemin yrði lögð niður. - ósk Starfsemi The New York City Opera hætt Þurft u innspýtingu upp á sjö milljónir dollara. KAUP HLAUP HJÁ OPTICAL STU DIO SMÁRALIND 3.–7. október 20% afsláttur af

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.