Fréttablaðið - 03.10.2013, Blaðsíða 62
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 50
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
MEISTARADEILDIN
A-RIÐILL
SHAKHTAR - MAN. UNITED 1-1
0-1 Danny Welbeck (18.), 1-1 Taison (76.)
LEVERKUSEN - REAL SOCIEDAD 2-1
1-0 Simon Rolfes (45.), 1-1 Carlos Vela (52.), 2-1
Jens Hegeler (90.+2)
B-RIÐILL
REAL MADRID - FCK 4-0
1-0 Cristiano Ronaldo (21.), 2-0 Cristiano
Ronaldo (65.), 3-0 Ángel di María (71.), 4-0 Ángel
di María (90.+1). Ragnar Sigurðsson og Rúrik
Gíslason léku allan leikinn með FCK.
JUVENTUS - GALATASARAY 2-2
0-1 Didier Drogba (36.), 1-1 Arturo Vidal (78.),
2-1 Fabio Quagliarella (87.), 2-2 Umut Bulut
(88.).
C-RIÐILL
ANDERLECHT - OLYMPIAKOS 0-3
0-1 Konstantinos Mitroglou (17.), 0-2 Mitroglou
(56.), 0-3 Mitroglou (72.).
PARIS SAINT-GERMAIN - BENFICA 3-0
1-0 Zlatan Ibrahimović (5.), 2-0 Marquinhos
(25.), 3-0 Zlatan Ibrahimović (30.).
D-RIÐILL
MAN. CITY - BAYERN MÜNCHEN 1-3
0-1 Franck Ribéry (7.), 0-2 Thomas Müller (56.),
0-3 Arjen Robben (59.), 1-3 Álvaro Negredo (80.)
CSKA MOSKVA - VIKTORIA PLZEN 3-2
BÆJARAR FRÁBÆRIR David Alaba
og Franck Ribery fagna marki þess
síðarnefnda í 3-1 sigri Bayern München
á Manchester City á Emirates-leikvangi-
num í gærkvöldi. MYND/NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Þrír leikir fara fram í
Olís-deild karla í kvöld.
HK tekur á móti ÍR í Digranesi
og Fram heimsækir Val í Vodafone-
höllina. Þessir leikir hefjast klukkan
19.30.
Stórleikur kvöldsins er aftur á
móti seint á ferðinni eða klukkan
20.30. Þá mætast Hafnarfjarðarliðin
Haukar og FH.
Leikir Hafnarfjarðarliðanna í hand-
boltanum eru með best sóttu íþrótta-
viðburðum hvers árs enda mikill
rígur og stemning alltaf fyrir leikj-
unum í Firðinum. Komið hefur fyrir
að upp úr sjóði jafnt uppi í stúku
sem inn á vellinum. Báðum liðum var
spáð góðu gengi í vetur enda tefla
þau fram afar frambærilegum liðum
líkt og síðustu ár.
FH situr á toppi deildarinnar
eftir tvær umferðir með þrjú stig.
Engu liði tókst að vinna fyrstu tvo
leiki sína í deildinni og FH er eina
ósigraða liðið í deildinni. FH gerði
jafntefli við HK í fyrsta leik og skellti
svo Val í þeim næsta.
Haukar töpuðu aftur á móti fyrir
Val í fyrsta leik en fóru síðan til Eyja
þar sem þeir unnu stórsigur á liði
ÍBV. Verður áhugavert að sjá hvað
gerist í kvöld. - hbg
Hafnarfj arðarslagur á Ásvöllum
BARÁTTA Þegar FH og Haukar mætast
eru átökin mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Ís-
landsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar
Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík
en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á
heimavelli Íslandsmeistaranna. Grinda-
vík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn
eftir 79-74 sigur á Stjörnunni í oddaleik í
úrslitaeinvíginu en áður hafði Stjarnan tryggt
sér bikarinn með því að vinna 91-79 sigur á
Grindavík í bikarúrslitaleiknum í Laugardals-
höllinni.
Það má því alveg líta á þetta sem loka-
uppgjör liðanna tveggja í baráttu um titlana á
árinu 2013. Leikurinn hefst klukkan 19.15.
Lokauppgjör Grindavíkur og
Stjörnunnar á árinu 2013
NÚ MEÐ
AFSLÆTTI
20.000 kr.
KOMINN
AFTUR Í
DORMA
SPORT
FÓTBOLTI Framtíð framherjans
Garðars Bergmanns Gunnlaugs-
sonar er í óvissu eftir að knatt-
spyrnudeild ÍA sagðist ekki hafa
áhuga á að nýta hans krafta í fram-
tíðinni.
„Lokaleikurinn í deildinni fór
fram á laugardag en ég fékk að
vita á föstudeginum að minnar
þjónustu væri ekki óskað lengur.
Bjarki bróðir fór þá á fund með
knattspyrnudeildinni þar sem
frá þessu var greint. Mér fannst
mjög ófaglegt að gera þetta dag-
inn fyrir síðasta leik. Ég get ekki
útskýrt þetta öðruvísi en að þetta
var kjaftshögg fyrir mig,“ segir
Garðar ósáttur en áhöld eru að
hans mati um hvort ÍA geti sagt
samningnum upp.
Hann spilaði samt allan leik-
inn fyrir ÍA daginn eftir að hann
fékk þetta kjaftshögg eins og hann
orðar það.
„Ég ákvað að gefa allt í leik-
inn og reyna að troða sokk upp í
þessa stjórnarmenn. Því miður
fór leikurinn eins og hann fór. Ég
var samt stoltur af minni frammi-
stöðu og þjálfarinn hrósaði mér
fyrir að sýna karakter eftir leik-
inn. Ég sagði þjálfaranum frá
þessu en hann hafði ekki hugmynd
um þetta. Hann vissi samt að ég
myndi spila. Það er þjálfarinn sem
ræður.“
Bíð eftir nýjum þjálfara
Framherjinn er ekki alveg á því
að hann sé hættur að spila fyrir ÍA
þrátt fyrir þessi tíðindi frá stjórn-
inni.
„Ég ætla að bíða eftir því hver
verður ráðinn þjálfari. Ég held að
það ætti að vera hans ákvörðun
en ekki ákvörðun stjórnar hverjir
spila fyrir ÍA næsta sumar. Ég bý
uppi á Skaga og ætlaði að vera hér
næstu árin. Það getur vel verið
að ég verði hér áfram. Geri bara
eins og Grétar Sigfinnur,“ sagði
Garðar léttur og vitnaði þar í KR-
inginn sem neitaði að fara er KR
vildi ekki hafa hann lengur. Hann
svaraði því með að fara á kostum í
sumar og spila allar mínútur fyrir
liðið.
„Mér er eiginlega alveg sama
þótt stjórnin vilji losna við mig.
Það að þjálfarinn vilji halda mér
skiptir mestu máli. Ég er til í að
spila með ÍA í 1. deildinni næsta
sumar og hjálpa liðinu við að kom-
ast aftur upp. Ég vildi strax hjálpa
liðinu að komast upp er við féllum.
Ég hef metnað fyrir því að spila
í Pepsi-deildinni en ef ég þarf að
bíða í eitt ár eftir því að spila þar
aftur er það ekkert mál.“
Garðar hefur verið mikið
meiddur síðustu tvö ár og byrjaði
tímabilið í ár meiddur. Hann hefur
þurft að fara í aðgerðir síðustu tvö
ár en sér nú fram á bjartari tíma í
þeim efnum.
„Ég er heill og gat spilað þrjá
leiki síðustu vikuna í mótinu og
ekkert mál. Nú fæ ég loksins
undirbúningstímabil og get þar
af leiðandi komið til leiks næsta
sumar í formi en það hefur ekki
gerst í mörg ár. Þess vegna er ég
líka svekktur með þetta því nú er
tækifæri til að kýla almennilega á
þetta. Ég er líka Skagamaður, vil
hjálpa liðinu og ég hélt að menn
vildu byggja þetta upp á heima-
mönnum.“
Skagamenn urðu neðstir í Pepsi-
deildinni og svolítið síðan liðið féll.
ÍA náði sér í raun aldrei á strik í
sumar.
„Ég á enga skýringu á þessu
gengi. Við byrjuðum hrikalega og
náðum okkur ekkert upp úr því.
Æfingar og mórall var samt góður
í allt sumar. Taflan lýgur samt
ekkert,“ segir Garðar en bætir við
að það hafi komið nokkuð ferskir
straumar með Þorvaldi Örlygs-
syni er hann tók við liðinu af Þórði
Þórðarsyni.
„Það varð aftur gaman að mæta
á æfingar er hann kom. Það var
orðið svolítið þunglyndi er hann
kom inn. Hann reif þetta upp en
árangurinn lét á sér standa. Það
hefur oft gert gæfumuninn að
skipta svona um þjálfara en gerði
það ekki núna.“ henry@frettabladid.is
ÞETTA VAR KJAFTSHÖGG
Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tjáði Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni daginn fyrir lokaleik í Pepsi-
deildinni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað hjá ÍA. Tíðindin komu Garðari í opna skjöldu og hann
segir vinnubrögð stjórnar vera ófagmannleg. Hann vill hjálpa ÍA við að komast upp úr 1. deildinni.
SVEKKTUR Garðar var markahæsti leikmaður ÍA í fyrra en næstmarkahæstur í sumar. Þrátt fyrir það telja Skagamenn sig ekki
hafa not fyrir hann. Garðar skorar hér í leik gegn Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL