Fréttablaðið - 03.10.2013, Page 70
3. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58
BÍÓMYNDIN
„Þetta er samvinnuverkefni
Meistarafélags hársnyrta og Inter-
coiffure, alþjóðlegra samtaka sem
hafa stofnað hárgreiðsluskóla hér
og þar um heiminn, meðal annars
þrjá í Brasilíu, einn í Rúmeníu og
núna einn í Suður-Afríku. Mér
þótti tilvalið að fá íslenskt hár-
greiðslufólk til að gefa gömlu
skærin og senda þau út því unga
fólkið þarf verkfæri til að geta
sinnt iðju sinni,“ segir Arnar
Tómasson, hárgreiðslumeistari og
varaformaður beggja samtakanna.
Hann tók á móti gömlum skærum
sem send voru út til Suður-Afríku í
gærmorgun. Þar verða þau afhent
suðurafrískum götubörnum sem
hafa hug á að nema háriðn.
„Skólarnir er ætlaðir götu-
börnum sem hafa komist í kast
við lögin. Intercoiffure gerir þeim
kleift að læra iðn og þannig finna
sér starf til að hafa í sig og á,“
segir Arnar sem hefur starfað sem
hárgreiðslumaður frá árinu 1987.
Söfnunin hófst á mánudaginn
fyrir viku og lauk í gær. „ Meðlimir
beggja félaga skiluðu skærum inn
til mín, þau voru síðan send til
Danmerkur í morgun [gær] og fara
þaðan áfram til Suður-Afríku. Þar
verða skærin yfirfarin, brýnd og
gerð nothæf að nýju. Það muna
flestir eftir sínum fyrstu skærum
og það er gaman að geta gefið
áfram.“
Aðspurður segist Arnar ekki
hafa getað látið fyrstu skærin sín
af hendi til verkefnisins. „Meistari
minn gaf mér mín fyrstu skæri,
en því miður á ég þau ekki lengur.
Það var brotist inn á stofuna mína
fyrir þremur árum síðan og öllu
rænt, þar á meðal umræddum
skærum,“ segir hann að lokum.
- sm
Safnaði skærum fyrir götubörn
Arnar Tómasson hárgreiðslumeistari stóð fyrir söfnun götubörnum til handa.
SAFNAÐI SKÆRUM Arnar Tómasson
hárgreiðslumeistari stóð fyrir söfnun á
skærum. Skærin voru send til Suður-
Afríku í gær og eru ætluð götubörnum
sem hafa hug á að stunda hárgreiðslu-
iðn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Jóhann Jóhannsson hefur fengið
mjög góða dóma fyrir tónlist sína
í Hollywood-spennumyndinni
Prisoners sem var tekjuhæsta
myndin í Bandaríkjunum um
þarsíðustu helgi.
„Tónlistin eftir íslenska tón-
skáldið Jóhann Jóhannsson slær
hárréttu sorglegu tónana,“ segir
í dómi kvikmyndablaðsins fræga
Variety. Gagnrýnandi Associated
Press er einnig hrifinn: „Tónlistin
eftir Jóhann Jóhannsson lætur þig
skjálfa. Reyndu bara að ná henni
út úr höfðinu á þér þegar þú yfir-
gefur bíóið.“ Í dómi Filmmusicmag.
com segir: „Tónlistin við Prisoners
er ein sú áhugaverðasta síðan hin
snilldarlega skrítna tónlist við
There Will Be Blood eftir Jonny
Greenwood kom út.“
Jóhann samdi tónlistina í Kaup-
mannahöfn þar sem hann býr. Hún
var tekin upp í London, Berlín og
París. Jóhann vann m.a. með Hildi
Guðnadóttur sem spilaði á selló,
Norðmanninum Erik Skodvin sem
sá um rafhljóð og Thomas Bloch
sem spilaði á glerhljóðfæri sem
kallast cristal baschet. Einnig spil-
aði Bloch á ondes Martenot, sem er
franskt rafhljóðfæri frá 1930.
Jóhann var viðstaddur frum-
sýningar Prisoners í Toronto og Los
Angeles, þar sem hann hélt einnig
tónleika. Með aðalhlutverk í mynd-
inni fara Hugh Jackman og Jake
Gyllenhaal. Hún verður frumsýnd
hér á landi í dag.
Jóhann slær hárréttu sorlegu tónana
Jóhann Jóhannsson tónskáld fær góða dóma fyrir tónlist sína við spennumyndina Prisoners.
GÓÐIR DÓMAR Jóhann Jóhannsson
hefur fengið mjög góða dóma fyrir
tónlist sína.
➜ Í viðtali við Fréttablaðið í
apríl sagðist Jóhann vera mikill
aðdáandi leikstjóra Prisoners,
Denis Villeneuve.
skæri voru gefi n í
söfnunina. 35
Fiskikóngurinn
Sogavegi 3
fiskikongurinn.is
s. 587 7755
STÓRBÆTTU
LÍF ÞITT
með breyttu mataræði!
Sannkölluð fróðleiksnáma fyrir alla þá sem vilja
bæta líf sitt með aukinni vitund um mataræði og
sjúkdóma og taka upp hollari lífshætti.
„Jóhanna hefur
skrifað merkilegt rit um
leiðir til betra lífs og hvet ég
fólk til að lesa bókina og
íhuga efnið.“
SIGMUNDUR GUÐBJARNAS
ON
FYRRVERANDI REKTOR HÍ
1. SÆTI
BÓKSÖLULISTINN ALLAR BÆKUR 09.09.13 til 22.09.13
„Heiðdís kom með hugmyndina
um að hanna bleika slaufu handa
karlmönnum í sumar. Við vorum
með ákveðna slaufu í huga, fyrir-
myndin kallast „Kentucky bow
tie“, og svo útfærðum við slauf-
una í sameiningu,“ segir Svandís
Gunnarsdóttir. Hún og vinkona
hennar, Heiðdís Inga Hilmars-
dóttir, hönnuðu bleika þverslaufu
til styrktar Krabbameinsfélagi
Íslands.
Heiðdís Inga hefur áður lagt
Krabbameinsfélaginu lið því hún
hannaði herðatréð Herra Tré, til
styrktar átakinu Mottumars sem
fram fór fyrr á árinu. Herðatréð
hannaði hún í minningu afa síns,
Þóris Þórðarsonar, er lést fyrir ári
síðan eftir erfið veikindi.
„Hún seldi herðatré fyrir hálfa
milljón og hana langaði að halda
áfram að leggja málefninu lið. Það
er gott að geta lagt sitt af mörkum
því það eru margir sem hafa glímt
við krabbamein,“ segir Svandís.
Þverslaufurnar eru handsaum-
aðar af vinkonunum og bera nafnið
Bóthildur. „Nafnið var mikill
hausverkur. Við vildum fá sterkt,
íslenskt kvenmannsnafn á slauf-
urnar og duttum niður á nafnið
Bóthildur. Nafnið merkir „sú sem
baráttuna bætir“ og var eitthvað
svo ótrúlega viðeigandi.“
Svandís og Heiðdís hafa þekkst
frá því þær voru börn að aldri
og stunda báðar nám við Tækni-
skólann. „Ég er í fatahönnun og
hún stundar nám á almennri hönn-
unarbraut. Við erum búnar að vera
bestu vinkonur alla okkar skóla-
göngu, ef menntaskólaárin eru frá-
talin. Ég fór í Versló og hún í MH
og vinskapurinn stóðst þá raun,“
segir Svandís og hlær.
Þverslaufurnar fást í verslun-
unum Hrími og Herrafataverslun
Kormáks og Skjaldar á Laugavegi
og að auki á vefsíðunni Krabb.is.
Slaufan kostar 3.000 krónur og
rennur ágóði sölunnar til Krabba-
meinsfélagsins. sara@frettabladid.is
Bleikar slaufur í anda
Kentucky-manna
Vinkonurnar Heiðdís Inga Hilmarsdóttir og Svandís Gunnarsdóttir hönnuðu
bleikar þverslaufur á karlmenn til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.
BESTU
VINKONUR
Heiðdís Inga
Hilmarsdóttir
og Svandís
Gunnars dóttir
hönnuðu
bleika þver-
slaufu handa
karlmönnum.
Slaufurnar
eru seldar
til styrktar
Krabba-
meinsfélagi
Íslands.
➜ Bleika slaufan er tákn
Krabbameinsfélagsins í
baráttunni gegn krabbameini
í konum.
Love Story. Þegar ég leigði hana
í ellefta skiptið spurði gaurinn af
hverju ég keypti hana ekki. Núna á
ég hana og ég græt alltaf frá upp-
hafi til enda. „Love means never
having to say you‘re sorry!“
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður heil-
brigðisnefndar