Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 2

Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 2
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Pétur, eruð þið ekki samála um raforkuskattinn? „Í þessu tilfelli stendur Samál ekki undir nafni og er ósammála.“ Raforkuskatturinn var framlengdur til ársins 2015 og stóriðjufyrirtæki munu greiða 1,7 milljarða í skatt á næsta ári. Pétur Blöndal er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og hótanir í garð dóttur sinnar þegar hún var átján ára. Í ákæru segir að faðirinn hafi slegið dóttur sína ítrekað í líkamann, hrint henni, brennt hana með logandi sígarettu í andlitið og í beinu framhaldi tekið upp tvo eldhúshnífa úr skúffu og hótað henni lífláti. Stúlkan hlaut meðal annars mar á hand- leggjum og brjóstkassa, sár á fingri og tognun á hálsi. Farið er fram á að faðirinn verði dæmdur til að greiða dóttur sinni 600 þúsund krónur í miska- bætur. Stúlkan sem er rúmlega tvítug í dag sagði í samtali við Fréttablaðið að faðir sinn hefði ítrekað beitt aðra fjölskyldumeðlimi ofbeldi. „Ég vil stíga fram vegna þess að enginn hefur þorað að kæra hann þó hann hafi oft gert þetta við aðra í fjölskyldunni. Eftir að hafa slegið mig og brennt með sígarettu elti hann mig og litlu systur mína um húsið með hníf þangað til við náðum að koma okkur út. Þá hætti hann að elta okkur,“ segir stúlkan en hún vill ekki koma fram undir nafni til þess að vernda fjölskyldu sína. Stúlkan býr ekki hjá foreldrum sínum en segist halda sambandi við föður sinn þó það samband sé vissulega stirt. Hún segir föður sinn eiga við áfengis vandamál að stríða og vonast til að kæran verði til þess að hann breytist. „Pabbi er ekki búinn að drekka í tvö ár núna síðan atvikið gerðist. Ég vil samt halda málinu áfram því hann þarf að skilja að hann kemst ekki upp með þetta. Ég vil ekki að hann hætti að drekka í stuttan tíma meðan þetta gengur yfir. Ég vona að hann læri af mistökum sínum og taki þessu eins og maður,“ segir stúlkan. Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Suður lands í dag. Verði faðirinn fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. - bl Segir ölvaðan föður sinn hafa elt sig og litlu systur sína um húsið með hníf: Brenndi dóttur sína með sígarettu FERÐAIÐNAÐUR Skipulags- og byggingarnefnd Skaftárhrepps hefur samþykkt að gerð verði breyting á aðalskipulagi svo Stracta-hótelkeðjan geti reist hótel að Orustustöðum. Hreiðar Hermannsson hafði þá kynnt áform Stracta-hótel fyrir sveitar- stjóra og fulltrúa skipulags- og byggingarmála. Skipulagsnefndin mælist til að aðalskipulagsbreytingin gangi ekki yfir svæði sem gætu talist gott ræktunarland ef hjá því verður komist. Einnig að áfram verði gert ráð fyrir skógrækt á samningssvæði Suðurlandsskóga í landi Orustustaða og haft sam- ráð við minjastofnun um verndun merkra minja á svæðinu. - gar Uppbygging í ferðaþjónustu: Stracta-hótel í Skaftárhreppi IÐNAÐUR Bæjarstjóri Grindavíkur gerði bæjarráði grein fyrir stöðu viðræðna við hollenskan aðila sem hefur áhuga á að reisa fimmtán hektara gróðurhús til tómatafram- leiðslu. Vinna við tillögu að deili- skipulagi er að hefjast og er fyrir- hugað að halda kynningarfund fyrir íbúa 16. október. „Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna tillögu að viljayfirlýsingu við félagið um framgang verkefnisins,“ sam- þykkti bæjarráðið um framhald verkefnisins. - gar Hollendingar í Grindavík: Vilja tómatahús á 15 hekturum DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær sjö og sex ára fangelsisdóma yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni fyrir þrjár líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm yfir tvímenningunum og átta öðrum í desember síðastliðn- um. Af þeim átta fengu sjö 18 mán- aða til tveggja ára fangelsisdóma. Einn þeirra sem fékk 18 mánaða dóm, Sindri Kristjánsson, áfrýj- aði dómnum og uppskar þyngingu refsingarinnar í 20 mánuði. Annþór og Börkur fóru fram á að dómurinn yrði ómerktur og honum vísað aftur til meðferðar í héraðsdómi. Varakrafan var sú að þeir yrðu sýknaðir eða að refsing- in yrði milduð verulega. Héraðsdómur hefur enn ekki dæmt í máli þar sem tvímenning- arnir eru ákærðir fyrir líkams- árás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða samfanga þeirra. - sh Annþór og Börkur höfðu ekki erindi sem erfiði í Hæstarétti: Sex og sjö ára dómar standa Á BAK VIÐ BLAÐ Börkur var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í gær en Annþór mætti ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GÓÐGERÐARMÁL Árlegu átaki Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hefur verið hleypt af stokknum með sölu á bleiku slaufunni. Í ár er átakið auglýst með nýstárlegum hætti. Félagið stendur fyrir bleiku uppboði á heimasíðu átaksins, bleikaslaufan.is, þar sem hægt verð- ur að bjóða í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði. Auk þess hafa gatna- mót Hringbrautar og Miklubrautar verið máluð bleik til að vekja athygli á átakinu. - eh Átak Krabbameinsfélagsins á sér margar birtingarmyndir: Gatnaslaufa máluð bleikum lit BLEIKA SLAUFAN Á mislægu gatnamótunum við Landspítalann er líklega stærsta slaufa sinnar tegundar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEIÐAR Alþjóðahafrannsókna- ráðið leggur til að veidd verði 418 þúsund tonn af norsk-íslenskri sumargotssíld á næsta ári, þriðjungi minna en í ár, en ráð- gjöfin fyrir árið í ár var 692 þúsund tonn. Miðað við óbreytta aflahlutdeild frá þessu ári gæti hlutur Íslands orðið tæp 61 þús- und tonn af norsk-íslenskri síld á næsta ári. Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til að veidd verði 949 þús- und tonn af kolmunna á næsta ári sem er rúmlega 47 prósent meira en ráðgjöfin fyrir árið í ár hljóðaði upp á en hún var 643 þús- und tonn. Hlutdeild Íslands gæti orðið rúmlega 167 þúsund tonn í kolmunnaaflanum. - jme Alþjóðahafrannsóknarráðið: Ráðleggur minni síld Hann þarf að skilja að hann kemst ekki upp með þetta. Ég vona að hann læri af mistökum sínum og taki þessu eins og maður. Dóttir hins ákærða Hlíðarhjalli Kringlumýrarbraut Hafnarfjarðarvegur Brattabrekka Digranesvegur Dalvegur Breiðholtsbraut Álfhólsvegur DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um tvær nauðganir, skuli sæta farbanni til 29. október. Lögregla handtók manninn á mánudagskvöld eftir að hafa veitt honum eftirför á miklum hraða um Breiðholt, Kópavog og aftur inn í Reykjavík. Maðurinn hafði lent í árekstri við Rauðavatn og í kjölfarið komið ask- vaðandi að hinum bílnum, dregið ökumanninn út úr honum, sest í bíl- stjórasætið og ekið á brott. Lögregla reyndi að stöðva mann- inn en hann sinnti því engu, ók gegn rauðum ljósum á ofsahraða sem leið lá inn í Kópavog. Til móts við Byko í Breiddinni sprakk á öðru fram- dekkja bílsins, en hann lét það ekki á sig fá, hélt áfram, ók meðal ann- ars á móti umferð norður Kringlu- mýrarbraut og stöðvaði ekki fyrr en undir Bústaðavegi. Þar steig hann út úr bílnum með vínflösku í hendi og kastaði henni í læri lögreglumanns. Maðurinn hafði þá ekið tólf kíló- metra leið á ránsfengnum og lög- regla hafði í þrígang keyrt utan í bílinn til að reyna að stöðva hann. Í farbannsúrskurði héraðsdóms segir að maðurinn hafi með þessu stofnað lífi og heilsu vegfarenda „á ófyrir- leitinn hátt í augljósa hættu“. Í farbannsúrskurðinum segir að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og vímuefna en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þó alls ekki í slíkri vímu að hann hafi hvorki vitað í þennan heim né annan. Ákæra var gefin út á hendur þessum sama manni fyrir nauðgun í janúar og Ríkissaksóknari hefur annað slíkt mál gegn honum til meðferðar núna. Í báðum tilfellum mun stúlka hafa kært hann fyrir nauðgun í heimahúsi. Þá var hann í sumar ákærður fyrir ræktun á sjötíu kannabisplöntum. Maðurinn á fjölskyldu í Dan- mörku og fór þangað þegar taka átti síðastnefnda málið fyrir í sumar. Í úrskurðinum segir að hann hafi komið heim 17. september og ástæða sé til að ætla að hann stingi aftur af sé hann frjáls ferða sinna. Heim- ildir blaðsins herma að maðurinn eigi ekki langan brotaferil að baki að öðru leyti. stigur@frettabladid.is Ökufantur grunaður um tvær nauðganir Maður, sem stefndi lífi vegfarenda í háska á mánudagskvöld með því að ræna bíl eftir árekstur og flýja síðan lögreglu á ofsahraða, er grunaður um tvær nauðganir. Hann sætir nú farbanni vegna ótta yfirvalda við að hann stingi af til Danmerkur. Maðurinn ók tólf kílómetra á stolna bílnum áður en lögreglu tókst að stöðva hann. 12 Er stöðvaður undir Bústaðavegi þar sem hann kastar vínflösku í lögreglumann. Við Álfhólsskóla snýr maðurinn við og ekur vestur Álfhólsveg. Úr Hamra- borginni ekur hann á móti um- ferð norður Kringlumýr- arbraut. Annað framhjólið springur við Byko í Breiddinni. Lendir í árekstri á mótum Selásbrautar og Breið- holtsbrautar við bíl sem hann rænir svo og ekur á brott.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.