Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 6
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 IÐNAÐUR Raforkulína milli Þjórs- ársvæðisins og Norðurlands er sögð hagkvæmasta og tæknilega besta leiðin til að styrkja sjálf- bært raforkukerfi á Íslandi. Þetta kom fram í kynningu Gunnars Inga Ásmundssonar, aðstoðar- framkvæmdastjóra Landsnets, á fundi sem Samtök atvinnurek- enda á Akureyri héldu í gær. Yfir- skrift fundarins var „Flöskuháls í flutningi raforku til Eyjafjarðar- svæðisins“. Guðmundur Ingi áréttaði skoð- un Landsnets um að 220 kílóvolta strengur væri besti kostur- inn, en fyrir- tækið hefur lagt til lagn- ingu svonefnds Sprengisands- strengs með þeirri spennu. Bæði vær u fyrir því tækni- legar ástæð- ur sem tengd- ust aflsveiflum virkjana, aukinni flutningsþörf og mögulegum við- brögðum við náttúruhamförum og ástæður sem tengdust umhverfi og sjálfbærni. Slík framkvæmd kallaði á færri línur, orkutap yrði minna og nýting virkjana betri. „Flest umhverfis verndarsamtök leggja mikla áherslu á að styrkja flutn- ingskerfin til að bæta nýtingu auð- linda,“ sagði Guðmundur Ingi. - óká GUÐMUNDUR I. ÁSMUNDSSON Flöskuháls í flutningi raforku til Eyjafjarðarsvæðisins ræddur á fundi atvinnurekenda á Akureyri: 220 kílóvolta strengur sagður besti kostur Spennustig Heildarlengd Loftlínur Jarðstrengir Hlutfall 220 kV 853 km 853 km 0 km 100% / 0% 132 kV 1.304 km 1.245 km 59 km 95% / 5% 66 kV* 991 km 941 km 50 km 95% / 5% að 33kV 9.170 km 5.259 km 3.911 km 57% / 43% *Frá 2005 hafa allar nýjar 66 kV línur verið lagðar í jörð. Heimild: Kynning á fundi SATA Flutningskerfi raforku á Íslandi NEYTENDUR „Ef mjólkursam salan myndi flytja íslenska skyrið út eftir fimm ár, væri það merkt sem erfðabreytt matvara,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmda- stjóri Yggdrasils, um íslenskan landbúnað en hún telur að slíkar merkingar gætu þrengt verulega að íslenskum landbúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá Mjólkursamsölunni eru 100 tonn af skyri flutt árlega til sölu í Whole Foods Markets en verslunarkeðjan hyggst merkja allar vörur sérstak- lega sem nota erfðabreytt fóður eftir fimm ár. Ráðstefna um erfðabreytt mat- væli verður haldin á Grand hóteli næstkomandi mánudag. Það eru helst sojabaunir, olíufræ, kartöflur og tómatar auk baðmullar og tób- aks sem eru erfðabreytt. Banda- ríkin eru langstærsti framleiðandi og útflytjandi erfðabreyttra nytja- plantna. Á eftir þeim koma Kan- ada og Kína en minnst er fram- leiðslan í Evrópu þar sem reglur eru mjög strangar. „Íslenskt smjör, sem verður flutt til Bandaríkjanna og selt í Whole Foods-verslunum, verður merkt sem erfðabreytt matvæli árið 2018,“ fullyrðir Oddný, en fulltrú- ar Whole Foods Market í Banda- ríkjunum komu hingað til lands fyrir skömmu eins og Fréttablað- ið greindi frá. Að sögn Oddnýjar Önnu tilkynntu þeir þá að árið 2018 mun verslunarkeðjan merkja skilmerkilega afurðir dýra sem eru alin á erfðabreyttu kjarnfóðri. Hún segir þetta slæm tíðindi fyrir landbúnað á Íslandi. Með þessu er þrengt allverulega að íslenskum landbúnaði á stærsta heilsumarkaði vestanhafs. Besta leiðin að mati Oddnýjar er að hagnast á sérstöðu Íslands, sem er hin hreina ímynd, en Oddný Anna segir þá ímynd ekki eiga við rök að styðjast í matvælafram- leiðslu hér á landi. „Punkturinn er kannski þessi, og skilaboðin til neytenda eru þau, að íslenskar mjólkurvörur eru að stórum hluta erfðabreyttar,“ segir Oddný Anna. „Það væri sterkur leikur að hreinsa iðnaðinn af þessu fóðri, enda viljum við vera náttúruleg í okkar framleiðslu,“ segir Oddný Anna að lokum. valur@frettabladid.is Erfðabreytt fóður gæti skaðað sölu á skyri Stór hluti íslenskra mjólkurvara er erfðabreyttur að sögn framkvæmdastjóra Yggdrasils. Eitt hundrað tonn af skyri eru flutt út til Bandaríkjanna á ári hverju. Væntanlegar reglur um merkingar gætu haft slæm áhrif á sölu mjólkurvara. „Við erum að nota mjólk úr kúastofni sem er með eins hreinar erfðir og hægt er í heiminum,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursam- sölunnar, og bendir jafnframt á að 75 prósent af fóðri kúa hér á landi sé gróffóður eins og hey. Aðeins tuttugu prósent eru innflutt kjarnfóður. „Við höfum enga tilkynningu fengið um breytingu á innkaupastefnu frá Whole Foods Market,“ segir Einar. Mjólkursamsalan flytur 100 tonn af skyri til Whole Foods-verslunarkeðjunnar, sem er stærsta heilsukeðja Bandaríkjanna. Einar segir ómögulegt að spá um afleiðingar þess sem á eftir að gerast eftir fimm ár. Segir of snemmt að spá um afleiðingar BÚRMA, AP Skelfingu lostnir mús- límar í Búrma hafa flúið út í skóg eftir ofbeldishrinu á þriðjudag, þegar búddamunkar og fylgjend- ur þeirra gengu berserksgang í þorpinu Thandwe. Um 700 manns réðust inn í þorpið, sveiflandi sveðjum og lögðu eld að húsum. Hópur róttækra búddamunka hefur alið á ótta og hatri gagn- vart múslímum í suðvestanverðu landinu, með þeim afleiðingum að reglulega sýður upp úr. - gb Múslímar í felum í Búrma: Á flótta undan búddamunkum LANDBÚNAÐUR Sameiginleg hrútasýning og lambaskoðun fyrir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós verður haldin að Kiðafelli í Kjós mánudaginn 14. október. „Þar gefst bændum kostur á að fá stiguð og ómmæld lömb og vetur- gamla hrúta,“ segir í tilkynningu frá Sauðfjárræktarfélaginu Kjós. Veitt eru verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. „Líkt og í fyrra verður verðlaunað sérstak- lega fyrir stigahæsta mislita/koll- ótta lambhrútinn. - gar Hrútasýning á Kiðafelli: Mislit lömb fá eigin verðlaun UMHVERFISMÁL 3H Travel vill leggja rafstreng að Þríhnúka- gígi í Bláfjöllum til að knýja spil og ljósabúnað ferðaþjónust- unnar þar. Umhverfisslys varð í maí þegar olíutankur slitnaði neðan úr þyrlu sem var að flytja hann til að nota í dísilrafstöð við gígopið.Að því er kemur fram í leyfisumsókm 3H Travel til heil- brigðiseftirlitsins á að leggja rafstrenginn á yfirborðinu ef nægjanlegur snjór verður til þess svo hægt sé að leggja strenginn út án rasks á landi. Áfram verður dísilrafstöð á staðnum til vara. Áætlað er að hún þurfi 150 lítra af olíu. - gar Breytingar eftir olíuleka: Rafstrengur að Þríhnúkagíg DANMÖRK Sérfræðingar rann- sóknastofnunar í samgöngu- málum við Tækniháskóla Dan- merkur segja að umferðarslys verði ekki færri hjá öldruðum ökumönnum þótt eftirlit með þeim sé aukið. Danskir ökumenn þurfa að gang- ast undir heilsufarsrannsókn þegar þeir verða sjötugir og fá þá ökuskírteini gefið út til fjögurra ára. Síðan þurfa þeir að endur- nýja skírteinið á tveggja ára fresti fram að áttræðu en á eins árs fresti eftir það. Sérfræðing- arnir hafa ásamt fjölda erlendra sérfræðinga borið saman aðstæð- ur og endurnýjun ökuskírteina aldraðra í 27 Evrópusambands- löndum. - ibs Aldraðir í umferðinni: Eftirlit fækkar ekki slysum SKELFINGU LOSTNIR MÚSLÍMAR Mikil spenna er víða í Búrma milli mús- líma og búddista. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HRÚTUR Mosfellingar, Kjalnesingar og Kjósverjar sameinast um hrútasýningu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKYR Í BANDARÍSKRI BÚÐARHILLU Um 100 tonn af íslensku skyri eru seld árlega í bandarískum matvöruverslunum. VEISTU SVARIÐ? 1. Um fi mmtíu. 2. Tuttugu. 3. Hárgreiðslufólk. 1. Hversu mörgum ríkisstofnunum á að fækka? 2. Hversu margir lúxusrafbílar hafa verið seldir hér á landi? 3. Hverjir safna skærum fyrir götubörn? SVÖR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.