Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 39

Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 39
 | FÓLK | 3HELGIN ● GÓÐGERÐARMÁL Umhyggja stendur fyrir flóamark- aði á Kexi Hosteli í dag. Þar geta áhugasamir leigt borð og selt hluti til styrktar góðu málefni. Andvirði sölu á flóamarkaðnum rennur óskert til Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum. Félagið hefur verið starfrækt í yfir þrjátíu ár og rekur styrktar- sjóð sem styður við fjölskyldur langveikra barna með ýmsu móti. Félagið hefur einn- ig unnið að því að eignast tvö sumarhús þar sem allur aðbúnaður og hjálpartæki eru til staðar fyrir hreyfihömluð börn. Helstu stefnumál Um- hyggju eru að veita upplýsingar um þarfir langveikra barna og samhæfa þjónustu svo finna megi bestu mögulegu lausnir fyrir hverja fjölskyldu fyrir sig og skapa henni bestu mögulegu skilyrði til góðra lífsgæða, þrátt fyrir veikindi barns. Kex Hostel er á Skúlagötu 28. Flóamarkaðurinn stendur yfir frá klukkan 12 til 16. GEFUM AF UMHYGGJU Með hækkandi aldri þjóð-arinnar eykst tíðni ákveð-inna sjúkdóma, svo sem hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið á síðustu áratugum í meðferð hjartasjúkdóma, ekki síst bráðra kransæðasjúkdóma, sem áður voru oft lífshættulegir auk þess að draga úr lífsgæðum og getu. Auk forvarna og bættrar lyfjameðferðar, til dæmis vegna hás blóðþrýstings, blóðfitu og hjartabilunar, hefur orðið hröð þróun í hjartainngripum. Ein- staklingum, sem hafa einkenni um skert blóðflæði til hjarta, er vísað til frekari rannsóknar með hjarta- þræðingu þar sem kransæðar eru myndaðar. Annars vegar er sjúklingum vísað á biðlista vegna einkenna sem hafa þróast á ein- hverjum tíma og eru til dæmis áreynslutengdur verkur eða þyngsli fyrir brjósti vegna þreng- inga sem hafa myndast í krans- æð. Hins vegar geta kransæðar stíflast skyndilega vegna blóðsega og þurfa þá sjúklingar að fara í hjartaþræðingu með hraði, ýmist nær samstundis til að opna æð sem hefur stíflast alveg eða innan eins til tveggja sólarhringa ef vægari skaði hefur orðið. Bráð- veikir sjúklingar komast fljótt að en biðlisti fyrir fólk sem kemur í hjartaþræðingu að heiman hefur upp á síðkastið lengst fram úr hófi og bíða nú um 250 sjúklingar eftir hjartaþræðingu. BÚNAÐUR Á YSTU MÖRKUM Við inngrip á hjarta eru notuð hjartaþræðingartæki sem gera okkur kleift að beita gegnumlýs- ingu, skuggaefni, leggjum, vírum og öðrum búnaði þar sem við sjáum á skjá hvað við gerum innan í líkama sjúklings. Hjarta- þræðingar þar sem kransæðar eru skoðaðar og kransæðavíkk- anir, þar sem notaðir eru belgir og svokölluð stoðnet, eru nú almennt gerðar um litlar ástung- ur í úlnlið. Stundum nægir ekki að sjá útlínur æða og við getum nú í ákveðnum tilfellum gert óm- skoðanir innan í kransæðum og sérstakar flæðismælingar til að veita okkur enn nákvæmari upp- lýsingar. Á síðustu árum hefur einnig verið þróuð tækni þar sem hægt er að gera lokuskipti um nára hjá sjúklingum sem ekki er hægt að meðhöndla með hefð- bundinni skurðaðgerð. Á hjarta- þræðingarstofum eru einnig settir inn gang- og bjargráðar, gerðar hjartarafrannsóknir og brennslur, og þræðingar og inn- grip á börnum með hjartagalla. Einnig er mikilvægt að geta inn- leitt nýjungar í meðferð og taka þátt í vísindarannsóknum svo að sú meðferð sem við veitum sé í takti við tímann. Að starfi á hjartaþræðingadeild kemur góður hópur fólks en auk þjálfaðs starfsfólks þarf tækjabún- aður að vera góður, öruggur og ekki of gamall. Hluti þess tækja- búnaðar sem við störfum með í dag er kominn að ystu mörkum þess sem boðlegt er. STUÐNINGUR ALMENNINGS MIKILVÆGUR Landspítalinn hefur í gegnum tíð- ina notið góðs stuðnings ýmissa velgjörðarsamtaka og velunnara. Mörg okkar þekkja hjartasjúk- dóma af eigin raun eða í gegnum aðstandendur okkar. Nú stendur yfir landssöfnum Hjartaheilla sem mun aðstoða við kaup á nýju hjartaþræðingartæki fyrir Land- spítalann og er til dæmis hægt að leggja söfnuninni lið með fjár- framlagi um heimabanka. Velvilji ykkar er ómetanlegur, fjárframlagið er gríðarlega mikil- vægt en ekki er síður mikilvægt að finna fyrir stuðningi ykkar allra, stórum sem smáum, við starf okkar. Það er vegna sjúklinga okkar og aðstandenda þeirra sem við viljum vera tilbúin þegar kallið kemur, hvort sem er að nóttu eða degi. TÆKIN ÚRELDAST HJARTAHEILL Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir, nýráðinn yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítala, skrifar um hjartaþræðingar. MIKILVÆGUR STUÐNINGUR Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir er nýráðinn yfirlæknir hjartaþræðinga á Landspítalanum. Hún segir stuðning og velvilja almennings ómetan- legan fyrir starf hjartaþræðingadeildarinnar. MYND/GVA FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðu trefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Veljið aðeins það besta í heilsubrauð og annan hollan bakstur. FRÁBÆRT Í BAKSTUR! Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk 20% AFSLÁTT UR 2. TIL 16. OKTÓBER ! LÁGKOLVETNISVARA Save the Children á Íslandi Útsala Öll efni á 1000 kr. Laugavegi 101. Sími 552 1260. Opið frá 10 – 18.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.