Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 24
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGU BJARNEYJAR ÓLADÓTTUR
Ásvöllum 2, Grindavík.
Guð blessi ykkur öll.
Björgvin Gunnarsson
Rúnar Þór Björgvinsson Karen Mjöll Elísdóttir
Hrafnhildur Björgvinsdóttir
Gunnhildur Björgvinsdóttir Símon Alfreðsson
Óli Björn Björgvinsson Guðrún Jóna Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður og afa,
BOLLA THORODDSEN
Sæbraut 6, Seltjarnarnesi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ragnhildur Helgadóttir
Helgi Bollason Thóroddsen Emil Thóroddsen
Sigrún B. Bergmundsdóttir Katla Gunnarsdóttir
og afadrengir.
Elsku sonur okkar, fóstursonur,
bróðir, mágur og barnabarn,
ARI JÚLÍUS ÁRNASON
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju
mánudaginn 7. október kl. 13. Blóm og
kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Geðhjálp.
Sigríður Pálsdóttir
Árni Daníel Júlíusson Birna Gunnarsdóttir
María Árnadóttir Ívar Vincent Smárason
Pétur Xiaofeng Árnason
María Frímannsdóttir Páll Þ. Finnsson
Þuríður Árnadóttir Júlíus Jón Daníelsson
Faðir minn, sonur okkar, bróðir og mágur,
BRYNJAR BJÖRNSSON
múrarameistari,
frá Egilsstöðum í Vopnafirði,
lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn
27. september sl. Útför hans fer fram frá
Bústaðakirkju fimmtudaginn 10. október kl.
13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á Krabbameinsfélag Íslands.
Helga Björk Brynjarsdóttir
Björn M. Sæmundsson Ingigerður Jóhannsdóttir
Þorkell Björnsson Súsanna Ó. Sims
Sæmundur Egill Björnsson
Hanna Jóna Björnsdóttir
Helga Björnsdóttir Aðalsteinn A. Halldórsson
Ástkær konan mín,
móðir, tengdamóðir, amma og systir,
STEFANÍA ÞORGRÍMSDÓTTIR
Sólvallagötu 64, Reykjavík
lést mánudaginn 30. september síðastliðinn.
Útför auglýst síðar.
Gunnar Magnússon
Ása Hauksdóttir Halldór Arnar Guðmundsson
Sigurjón Starri Hauksson Sólveig Johnsen
Guðrún Hauksdóttir Gísli Baldur Sveinsson
Hreggviður Vopni Hauksson
Hekla Sif Hreggviðsdóttir
Áslaug Ingileif Halldórsdóttir
Þorgrímur Starri Halldórsson
Malena Níní Starradóttir
og systkini hinnar látnu.
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda
samúð og mikinn hlýhug vegna andláts
ástkærs mannsins míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS GRÉTARS GUÐMUNDSSONAR
raffræðings.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11E
á Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sesselja Ólafía Einarsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ZOPHONÍAS ÁSGEIRSSON
vélstjóri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 27. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna. Sérstakar þakkir fær hjúkrunarfólk á
2-B Hrafnistu.
Ingibjörg Pálsdóttir Kolka
Ingibjörg Sólveig Kolka
Bergsteinsdóttir Jón Bjarnason
Hólmfríður Kolka Zophoníasdóttir Böðvar Guðmundsson
Guðmundur Kolka Zophoníasson
Guðríður Kolka Zophoníasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÓLÖF ÞÓRARINSDÓTTIR
íþrótta- og handavinnukennari,
lést miðvikudaginn 2. október á líknardeild
Landspítalans. Útför auglýst síðar.
Ágúst Þór Árnason Alma Oddgeirsdóttir
Guðjón Trausti Árnason Kerstin E. Andersson
Guðbjörg Gígja Árnadóttir Sigurður Már Jónsson
Jóhanna Harpa Árnadóttir Þorsteinn Páll Hængsson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir.
Ástkær móðir mín,
HELGA INGVELDUR
JÓHANNSDÓTTIR
er látin. Jarðarförin fer fram frá Seljakirkju
mánudaginn 7. október klukkan 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Helga Aradóttir.
Alþjóðlega ráðstefnan You Are in
Control verður haldin í Reykjavík í
sjötta sinn 28.-30. október.
Í þetta sinn fer hún fram í Bíói Paradís
en undanfarin tvö ár hefur hún verið í
Hörpu. „Það var tekin ákvörðun um að
færa ráðstefnuna aftur í grasrótina.
Okkur fannst mjög viðeigandi að ráð-
stefnan væri á aðeins innilegri nótum
þar sem fólk hefði aðeins meiri mögu-
leika á því að tala saman og kynnast
og Bíó Paradís hentar mjög vel undir
það,“ segir Kristjana Rós Guðjohnsen,
verkefna- og ráðstefnustjóri.
Hún bætir við að það hjálpi einn-
ig til að Kvikmyndamiðstöð Íslands
og Kynningarmiðstöð íslenskra bók-
mennta eru í sama húsi og Bíó Para-
dís.
Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skap-
andi greinar, hönnun, tónlist, bók-
menntir, tölvutækni, kvikmyndagerð
og myndlist í því skyni að upplifa
nýjar og spennandi hugmyndir.
„Ég verð að viðurkenna að ég er
spenntari fyrir hátíðinni núna en
nokkurn tíma áður og þessir erlendu
gestir eru alveg einstaklega flottir í
ár,“ segir Kristjana.
Á meðal fyrirlesara sem hafa staðfest
komu sína eru samfélagsmiðlamógúll-
inn Oliver Luckett, stofnandi theAudi-
ence, myndlistarmaðurinn Rafa-
el Rozendaal en hann verður einnig
með myndlistargjörning sem Curver
Thoroddsen og Ragnheiður Gestsdótt-
ir stýra, Ingi Rafn Sigurðsson, stofn-
andi og framkvæmdastjóri Karolina
Fund, og Frosti Gnarr.
Tónlistarmaðurinn og gagnrýnand-
inn Robert Forster kemur hingað til
að spila á hátíðinni Iceland Airwaves.
Hann tekur einnig þátt í ráðstefnunni.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara og
miðasölu má finna á Youareincontrol.
is freyr@frettabladid.is
Alþjóðleg ráðstefna fer
aft ur í grasrótina
Ráðstefnan You Are in Control verður haldin í sjötta sinn í Bíói Paradís.
150 ráðstefnugestir sóttu You Are in Control í Hörpu í fyrra. Ráðstefnan er
skipulögð af Íslandsstofu í samstarfi við fagnefnd ráðstefnunnar. Fagnefndina skipa
fulltrúar Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), Kynningarmiðstöðvar
íslenskrar myndlistar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, Samtaka íslenskra leikjafram-
leiðanda, Kynningarmiðstöðvar íslenskra bókmennta, Leiklistasambands Íslands og
Íslensku tónverkamiðstöðvarinnar.
150 ráðstefnugestir á síðasta ári
KRISTJAN RÓS GUÐJOHNSEN Kristjana Rós er ráðstefnustjóri alþjóðlegu hátíðarinnar You Are in Control. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR