Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 34

Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 34
FRÉTTABLAÐIÐ Sif Jakobs. Sykurmassakökur. List og nútímaferðalag. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 8 • LÍFIÐ 4. OKTÓBER 2013 Þóranna Héðinsdóttir starf- ar sem innheimtustjóri og launafulltrúi hjá Senu. Henni er ansi annt um ömmuhlutverkið en barnabörnin eru nú orðin þrjú og eitt er á leiðinni. Þóranna er dugleg að baka óvenjulega skemmtilegar kökur fyrir fjölskylduna. Kök- urnar hafa vakið mikla at- hygli og aðdáun, sérstaklega hjá smáfólkinu. „Ég ætla að gera þetta á meðan ég hef gaman af þessu. Þetta eru heimatilbún- ar kökur og ég er því ekki mikið að stressa mig yfir því að þær eigi að vera fullkomnar,“ segir Þóranna glöð í bragði. „Ég er að gera aulaköku og angry birds-köku núna en barnabörnin eiga það til að biðja um hitt og þetta og þá þarf amman að standa sig í stykk- inu.“ Þóranna segir kökugerð- ina taka mislang- an tíma en eitt skiptið var hún tíu klukkutíma að útbúa köku. Syk- urmassann segir hún vera auðveldan í notk- un en bæði er hægt að búa hann til eða kaupa tilbúinn. Hún segir kökurnar oft segja sögu og þegar dóttir hennar kom heim úr námi eftir dvöl erlendis beið henn- ar ferðatöskukaka með sykurmassa- miðum frá stöð- um sem dótt- irin hafði heimsótt og upplifað. „Þetta er frekar auð- velt. Maður skoð- ar myndir, bland- ar sykurmassa og byrjar að leika sér að leira því þetta er nánast eins.“ AMMAN BAKAR ALLTAF KÖKUR Litríkar sykurmassakökur sem segja skemmtilega sögu. Skartgripahönnun Sifjar Skartgripahönnun Sifjar er glæsi- leg. Sif lýsir henni sjálf sem fág- aðri og klassískri sem flestar konur ættu að geta að eignast. séu hrifnar af þínu skarti. Er eitthvað til í því? „Mikið rétt, Marie prinsessa hefur sýnt skartinu mikinn áhuga og á hún orðið þó nokkra gripi frá mér sem hún notar mikið. Fyrstu gripina keypti hún á ferðalagi á Grænlandi. Einnig valdi hún að koma og heimsækja okkur á sýningu í Kaupmannahöfn til að fræðast meira um skartið og fyrir tækið, sem var mjög gaman og mjög virðingarvert.“ Hver ætli sé dýrasti skart- gripurinn sem þú hefur hann- að? „Það var veigamikið gull- armband sem ég framleiddi fyrir danska merkið Margit Brandt. Þetta merki var mjög stórt en það er aldrei að vita hvað framtíðin býður upp á síðar meir.“ Heima er best Nú býrðu í Danmörku. Hvenær er að búa þar? „Mér finnst yndis- legt að búa í Danmörku, hér á ég heima og hérna líður mér vel. „Herfra min verden går“ eins og H.C. Andersen sagði. Vissu- lega saknar maður alltaf fólksins og náttúrunnar á Íslandi. Ég var einmitt að koma frá Íslandi þar sem ég ferðaðist um landið með dönskum vinum, náttúran er jú alveg stórkostleg.“ Heldurðu að þú flytjir til baka einhvern daginn? „Ég tel ekki miklar líkur á því, þar sem við maðurinn minn erum mjög ánægð hérna í Danmörku og öll starfsemi Sif Jakobs Jewellery er hér.“ Ertu einnig að gera skart fyrir herra? „Já, ég er komin með herra línu í leðurarmböndunum sem er að ganga vel, og svo eru ermahnappar í silfurlínunni sem einnig hafa verið vinsælir hjá herrunum.“ Er hægt að gefa þér skart- gripi? „Það er erfitt að gefa mér skart en ég er mjög hrifin af fal- legum úrum. Svo sú lausn hefur verið notuð. Ég á að sjálfsögðu mína uppáhaldsskartgripi frá merkjum eins og Bulgari eða Cartier.“ Hverjir eru framtíðardraum- arnir? „Mínir framtíðardraum- ar eru að Sif Jakobs Jewellery haldi áfram að vaxa og dafna og að ég fái að njóta þeirra for- réttinda sem lengst að vinna við áhugamál mitt og halda áfram að opna heiminn fyrir Sif Jakobs Jewellery.“ Það hafði náttúru- lega verið draum- ur minn að hanna og framleiða skartgripi sem allir hefðu mögu- leika á að eignast. Það er hægt að leira hinu ótrúlegustu hluti með sykurmassanum sem gerir kökugerðina enn skemmtilegri. Change Lingerie er heimsþekkt vörumerki í nærfötum en rekn- ar eru um 200 verslanir undir því nafni víða um heim. Í sumar var fyrsta Change-verslunin á Íslandi opnuð og því geta konur á Íslandi loks keypt nærfötin frá þessu gæðamerki. „Vörurnar frá Change eru ákaf- lega vel hannaðar. Hægt er að velja milli 108 stærða af brjósta- höldurum og eiga allar konur að finna sína stærð,“ segir Rannveig Karlsdóttir verslunarstjóri Change í Smáralind. „Við erum með mikla breidd í skálum, allt frá A til K. Skálarnar eru heldur minni en við eigum að venjast og því bjóðum við öllum konum upp á fría upp- mælingu,“ lýsir Rannveig, en af- greiðslustúlkur Change hafa allar fengið kennslu í því að mæla upp. „Mjög margar konur þiggja slíka mælingu og það kom mér í raun á óvart hversu fáar konur hafa fengið slíka,“ segir hún. Þessi góða þjónusta mælist því vel fyrir hjá viðskiptavinum en auk þess aðstoðar starfsfólk Change konur við val á brjóstahöldurum og að- stoðar eftir fremsta megni. Fyrir utan mikið úrval af nær- fötum býður Change einnig upp á sundföt, náttföt, aðhaldslínu, gjafabrjóstahaldara og auka- hluti ýmiss konar. Rannveig segir tískuna frá Change afar fallega. „Við vorum að taka upp æðislega fallegar haustvörur. Til dæmis afar þægileg náttföt, undirföt úr silki og ýmsar bómullarvörur,“ segir Rannveig. Innt eftir ríkjandi litum í undir- fötum nefnir Rannveig bláan og fjólubláan. „Þá er einnig áber- andi afar fallegur rauður litur sem konur heillast mjög af,“ segir hún. Verðið á vörunum í Change er afar gott en þær sem vilja eiga kost á enn betri kjörum geta gengið í Change-klúbbinn. „Þær sem eru í klúbbnum fá 10 pró- sent afslátt af öllu. Þær fá einn- ig skírteini sem við skönnum inn við hverja sölu og þegar við skráum kortin getum við einnig sett stærðir kvennanna inn í kerf- ið,“ segir Rannveig og bætir við að ef farið sé upp fyrir vissa upp- hæð hækki afslátturinn upp í 20 prósent. „Þetta er mjög sniðugt kerfi. Klúbbfélagar fá einnig fjöl- breytt tilboð allt árið. Núna erum við með 2 fyrir 1 tilboð af tísku- vörunum fyrir klúbbmeðlimi,“ segir Rannveig. Raunar fá aðrir einnig að njóta tilboðsins á Kauphlaupi í Smáralind um helgina. Þannig er hægt að kaupa tvö sett innan tískulínunnar en borga aðeins fyrir það dýrara. CHANGE LINGERIE Á ÍSLANDI Verslunin Change var opnuð á efri hæð Smáralindar í sumar. Þar geta allar konur fundið undirföt við hæfi. Boðið er upp á 2 fyrir 1 tilboð á Kauphlaupi um helgina. Rannveig Karlsdóttir, verslunarstjóri Change, ásamt eiganda verslunarinnar, Valdísi Vífilsdóttur. MYND/ARNÞÓR AUGLÝSING: CHANGE KYNNIR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.