Fréttablaðið - 04.10.2013, Side 19

Fréttablaðið - 04.10.2013, Side 19
FÖSTUDAGUR 4. október 2013 | SKOÐUN | 19 - Café-Borg, góðan dag. Get ég aðstoðað? - Já, góðan daginn. Ég er hringja frá XYZ hf. og er að tékka með pöntun fyrir árshátíð. Þetta er á laugardaginn eftir þrjár vikur. - Já, hvað eruð þið mörg? - Við erum fjörutíu … - Já, ok. Bíddu aðeins. Mér sýnist það geta gengið. Já, það er laust. - Frábært. Og hvað myndi þetta kosta? - Ég get boðið þér þriggja rétta matseðil. Glær kjúklingasúpa í forrétt, chilíkjötkássa í aðalrétt og ís í bikar í eftirrétt. Það væru 6.990 krónur á mann án drykkja. - Hljómar vel. Hérna … það er einn í hópnum reyndar með chili-ofnæmi. Yrði það eitthvað vandamál? - Ha?! Ofnæmi? Er hann með vott- orð upp á það? - Ehm … Ég veit það ekki, ég treysti nú oftast fólki þegar það segist vera með ofnæmi. - Hann verður helst að koma með vottorð. Ertu viss um að þetta séu ekki bara einhverjir stælar? Ég get ekki snúið öllu eldhúsinu á haus bara út af því að einhver segist vera með ofnæmi. - Já. Ég … mér finnst þetta svolítið skrítið. En ókei. Ef við kæmum með vottorð væri hægt að redda þessu? - Já, þá myndum við sleppa chilí- inu. - Í kássunni hans? - Nei, við fjöldaeldum þetta. Við myndum þá bara sleppa chilíinu hjá öllum. - Hjá öllum í fyrirtækinu? - Hjá öllum gestum veitingastað- arins þetta kvöld. Við myndum náttúrulega þurfa að skýra þetta út. Ætli við myndum ekki setja miða á hurðina: „Kæru gestir, ástæða þess að þið þurfið að borða svona bragðdaufan mat í kvöld er sú að einhver veimil- títa hjá XYZ segist ekki höndla almennilegt krydd. Beðist er vel- virðingar á þessum leiðindum. Eigendur.“ Helst væri gott að fá nafn á viðkomandi. Annars eru menn allt kvöldið að velta því fyrir sér hver þetta gæti verið. - En myndi þessari manneskju líða illa? - Af hverju ætti henni líða illa? Maður er bjóðast til að snúa öllu á hvolf fyrir fólk. Það fer varla að væla yfir því að vera nafn- greint. - Ókei, geymum þetta aðeins. En svo er annað. Það eru tvö í hópn- um sem borða ekki kjöt og … - Nei, nei, nei, þarna fórstu alveg með það. - Ha? - Já, sko. Í fyrsta lagi skil ég ekk- ert í þeirri vitleysu að vera ekk- ert að borða dýr. Ef dýrum væri ekki ætlað að verða étin þá hefði Guð ekki búið þau til úr kjöti. Kjöt er matur. Það er augljóst. Mér finnst persónulega þetta vera einhver fáránleg tíska, sem kemur hingað erlendis frá og hentar bara ekkert fyrir íslensk- ar aðstæður. En látum það nú vera. Fólk má borða hvað sem það vill heima hjá sér. En það getur ekki farið út meðal fólks og ætlast til að allir breyti öllu hjá sér til að uppfylla duttlunga fámenns minnihlutahóps. - Það er nú enginn að biðja um það. Ég er bara að athuga hvort þessir tveir starfsmenn okkar geti ekki fengið einhverja græn- metiskássu í stað kjötkássunnar og sömuleiðis einhvern annan forrétt. - Svona fólk … Svarið er nei. Við bjóðum ekki upp á neitt svoleið- is og höfum engin áform um að gera það. - Ég skil alveg að þetta yrði smá aukakostnaður fyrir ykkur en gætum við þá ekki bara borgað fyrir það? Er ekkert sem þið getið boðið þeim upp á? - Við getum boðið þeim að koma með nesti. Þau geta eldað eitt- hvert grænmetissull heima hjá sér og komið með það í boxum. - Og borðað þetta „grænmetis- sull“ með hinum? - Við leyfum fólki venjulega ekki að koma með sinn eigin mat og borða hann. Þetta er veitinga- staður, sjáðu til. Það kostar líka alveg að þrífa diska. En við getum örugglega leyft þeim að borða frammi. Þau geta komið og setið hjá hinum í eftirrétt- inum. Borðar þetta fólk kannski ekki mjólkurís? - Jú, ég held það reyndar. En ég veit það samt ekki. Ég skal spyrja. - Gerðu það. Annars geta þau bara borðað litlu vöffluna. Þau borða vöfflur, er það ekki? Ef veitingastaðir væru leikskólar Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Við getum boðið þeim að koma með nesti. Þannig aukum við lífsgæði! Sjálfstæðu leikhúsin (SL), samtök atvinnufólks í sviðslistum á Íslandi, harma þann mikla nið- urskurð til sjálfstæðra sviðslistahópa sem boð- aður er í fjárlögum 2014. Innan sjá lfstæða sviðslistageirans er að finna aðalvaxtarbrodd íslenskra sviðslista, nýsköpun, rannsóknir og tækifæri ungs sviðs- listafólks til að láta að sér kveða. Jafnframt er meirihluti allra uppsetn- inga sjálfstæðra hópa ný íslensk verk sem stuðla að framþró- un sviðslista með nýsköpun og frumleika. Sjálfstæðir sviðs- listahópar hafa einnig tekið forystu í kynningu á íslenskum sviðslistum á erlendum vett- vangi og hafa staðið að mark- vissri uppbyggingu á alþjóð- legu tengslaneti fyrir tilstuðlan SL og framsækinna sviðslista- hópa eins til dæmis Vesturports og Shallala Ernu Ómarsdóttur. Ísland hefur á síðustu árum verið kröftugur vettvangur skapandi greina sem hafa fjölg- að störfum og skapað gjald- eyristekjur eins og glöggt má sjá í skýrslu sem unnin var um hagræn áhrif þeirra. Í þeirri skýrslu eru færðar sönnur á mikilvægi skapandi greina sem einnar af helstu tekjulindum íslenska ríkisins. Þessi skýrsla var unnin í samvinnu og með stuðningi allra helstu ráðu- neyta. Það er því með öllu óskilj- anlegt að ekki sé haldið áfram að byggja upp og styðja við skapandi greinar þegar ljóst er að Ísland þarf að halda áfram að byggja upp atvinnulíf sem bygg- ir á hugviti og sköpunarkrafti. Skapandi greinar eru að stórum hluta lykillinn að því að vekja athygli á Íslandi sem áhugaverðum kosti fyrir ferða- menn. Þær eru grunnur að öfl- ugu menningarlífi, nýsköpun og umbreytingu í atvinnulífi og forsenda fyrir farsælu þjóð- félagi. Stjórn Sjálfstæðu leik- húsanna – SL hvetur því ríkis- stjórn og þingmenn til að draga til baka niðurskurð upp á 24% til starfsemi atvinnuleikhópa í fjárlagafrumvarpi og gefa þeim tækifæri til að halda áfram að byggja upp fjölbreytt og skap- andi Ísland. Þannig aukum við tekjur ríkissjóðs – þannig aukum við lífsgæði! MENNING Birna Hafstein formaður SL ➜ Ísland hefur á síðustu árum verið kröftugur vettvang- ur skapandi greina sem hafa fjölgað störfum og skapað gjaldeyristekjur eins og glöggt má sjá í skýrslu sem unnin var um hagræn áhrif þeirra. Láttu hjartað ráða „Himneskir lífrænir gosdrykkir úr fyrsta okks hráefni og allir í fjölskyldunni nna eitthvað við sitt hæ.“

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.