Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 49

Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 49
FÖSTUDAGUR 4. október 2013 | FRÉTTIR | 33 Nýsjálenska söngkonan og laga- höfundurinn Lorde er yngsti sóló- tónlistarmaðurinn sem kemst á topp bandaríska Billboard-vin- sældalistans í 26 ár. Hún situr nú í efsta sæti listans með lagið Royals eftir að hafa velt Miley Cyrus úr sessi. Lorde er sextán ára en verður sautján ára 7. nóvember. Árið 1987 komst Tiffany á toppinn með lagið I Think We´re Alone Now. Þá var hún sextán ára og eins mánaðar gömul.Yngsti sólótónlistarmað- urinn sem komist hefur á toppinn er Stevie Wonder sem var aðeins þrettán ára þegar hann fór á topp- inn með Fingertips Pt 2 árið 1963. Lorde er sú yngsta í 26 ár LORDE Lagið Royals með Lorde nýtur mikilla vinsælda. NORDICPHOTOS/GETTY Hljómsveitirnar Stilluppsteypa og Rafsteinn koma fram á Undir- öldunni í Hörpu í dag. Undiraldan er tónleikaröð Hörpu í samstarfi við 12 Tóna. Rafsteinn er skipuð myndlist- armanninum Hafsteini Michael Guðmundssyni og leikur hann dimma raftónlist. Stilluppsteypa er skipuð Sigtryggi Berg Sig- marssyni og Helga Thorssyni. Tvíeykið hefur verið þekkt í neðanjarðartónlistarsenu Íslands frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Sveitin leikur til- raunakennda raftónlist. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.30 í Kaldalóni og er aðgangur ókeypis. Raft ónlist í Hörpu STILLUPPSTEYPA Sigtryggur Berg Sigmarsson er annar hluti tvíeykisins Stilluppsteypu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Við erum búin að vera að undirbúa þetta lengi og erum spennt fyrir kvöldinu,“ segir Guðmundur Óskar, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Hjaltalín sem flytur tónlist sína á frumsýningu myndarinnar Days of Gray í Gamla bíói í kvöld. Frumsýningin er óvenjuleg að því leyti að kvikmyndin sem um ræðir er þögul, og tónlist Hjaltalín kemur í stað samtala. Þetta er fyrsta kvikmynd bandaríska leikstjórans Ani Simon-Kennedy í fullri lengd en hvatinn að gerð hennar var ein- mitt tónlist Hjaltalín, sem leikstjórinn sá á tónleikum í Tékklandi. „Þetta er dálítið sérstakt verkefni vegna þess að þetta eru í rauninni bara áttatíu mínútur af tónlist – það er líka svo gaman hvernig samstarfið kom til. Þetta er ekki hefðbundin gerð tónlistar við kvikmyndir heldur semur leikstjórinn handritið eftir að hafa séð okkur spila,“ útskýrir Guð- mundur. „Um leið og var búið að skjóta myndina, í fyrra, tókum við tíu daga þar sem við gerð- um þessa tónlist og kláruðum myndina.“ Hjaltalín setti upp forsýningu á verk- inu á Iceland Airwaves í fyrra sem ein- hverjir hafa eflaust séð. „Síðan þá er búið að breyta myndinni aðeins og svo vantar tvo meðlimi hljómsveitarinnar sem eru í útlöndum, þau Rebekku og Viktor,“ bætir hann við. „Þannig að við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, og fáum til að mynda Bjarna Frímann inn sem staðgengil Viktors á fiðlu. Svo er að koma út plata með þessari tónlist í haust. Við höfum valið lög úr myndinni og sungið yfir önnur,“ segir Guðmundur. Days of Gray gerist í fjarlægri framtíð og segir frá einstakri vináttu drengs og stúlku. Myndin er laus við öll samtöl og því leikur tónlist hljómsveitarinnar veiga- mikið hlutverk í henni. - ósk Lifandi tónlist í bíósalnum á RIFF í kvöld Tónlist Hjaltalín verður fl utt í stað samtala í hinni þöglu Days of Gray sem frumsýnd er á RIFF í kvöld. SPILA UNDIR ÞÖGLA KVIKMYND Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar eru bæði í hljóm- sveitinni Hjaltalín. MYND/ÁLFHEIÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.