Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 16
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 16 JAPAN Í gær funduðu í Japan Chuck Hagel, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og John Kerry utanríkisráðherra með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, Fumio Kishida utanríkisráðherra og Itsunori Onodera, ráðherra varnarmála. Fundurinn fór fram í bústað forsætisráðherrans í Tókýó. Bandarísku ráðamenn- irnir voru í Japan til að sækja fund um sameiginleg varnarmál ríkjanna, en hann fór fram fyrr um daginn. NORDICPHOTOS/AFP INDLAND Gestir skoða líkan hrað- lestar við opnun tíundu alþjóðlegu lestarsamgöngusýn- ingarinnar í Nýju-Delí á Indlandi í gær. Að sýningunni og ráð- stefnu, sem haldin er um leið, standa Sam- tök iðnaðarins á Ind- landi í samvinnu við ráðuneyti lestarsam- gangna þar í landi. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND Þjóðverjar minntust í gær dagsins árið 1990 þegar Vestur- og Austur-Þýskaland sameinuðust á ný að kalda stríðinu loknu. Dagurinn nefnist Tag der Deutschen Einheit. Winfried Kretschmann, forsætisráðherra þýska sambandslandsins Baden- Württemberg, og Angela Merkel Þýskalandskanslari sjást hér mæta til hátíðarhalda í Stuttgart í gær. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND Lögreglumenn standa vörð á meðan rómafólk yfirgefur búðir í Roubaix í Frakklandi í gærmorgun. François Hollande Frakklandsforseti reyndi í gær að bera klæði á vopn í ráðherraliði sínu en náði ekki að setja niður deilur innan ríkisstjórnarinnar vegna meðferðar yfirvalda á flökkufólki. NORDICPHOTOS/AFP TAÍLAND Búddamunkar fleyta báti við musteri í Ajútthaíja- héraði norður af Bangkok í gær. Almanna- varnaráðuneyti landsins greindi í gær frá því að enn væru 25 héruð plöguð af flóðum og 27 manns hafi látið lífið af þeirra völdum. NORDICPHOTOS/AFP ÍSRAEL Nokkurra stunda gamall fílskálfur stendur hér hjá móður sinni, „La Petite“, í Ramat Gan Safari-dýragarðinum í Tel Avív. Fílarnir eru af asísku tegundinni. Talsmaður dýragarðsins sagði í gær að kálfurinn litli væri líklega kvenkyns og hefði ekki enn verið gefið nafn. NORDICPHOTOS/AFP 1 ALHLIÐA GÓLFSÁPA með ilmi, 1 l. Verð 519 kr. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is NÁTTÚRUSÁPA á allt tréverk. Verð frá 778 kr. ALHLIÐA HREINSIEFNI með sítrónuilmi, fyrir harða fleti, 750 ml. Verð 559 kr. Sápur Rekstrarland býður fjölbreytt og vandað úrval af sápum fyrir allar tegundir þrifa. í trú, von og kær lei ka FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í VETUR: Alla miðvikudaga kl. 20 Almennar samkomur í Kristniboðssalnum Annan hvern mánudag kl. 20 (næst 7. okt.) Kristniboðsfélag karla – sprækir karlar Annan hvern fi mmtudag kl. 16 (næst 10. okt.) Kristniboðsfélag kvenna – hressar konur Annan hvern föstudag kl. 18 (næst í kvöld) Fjölskyldusamkoma, létt máltíð, söngur og hugleiðing Annan hvern föstudag kl. 20 (næst 11. okt.) Kvikmyndaklúbburinn Sakkeus Allar þessar samkomur eru í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 á 3. hæð. Alla sunnudaga kl. 17 eru samkomur í safnaðarheimili Grensáskirkju á vegum Salts. Lifandi tónlist, barnagæsla og gott samfélag. www.saltks.is Nánari upplýsingar á www.sik.is og í síma 533 4900 ÁSTAND HEIMSINS 4 4 2 2 5 5 3 3 6 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.