Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 56
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 40 HANDBOLTI Alexander Petersson, leikmaður Rhein- Neckar Löwen, þurfti að gangast undir skurðað- gerð á öxl í byrjun sumars til að ráða bót á þrálátum axlarmeiðslum. Þessi örvhenta skytta hefur undan- farin ár þurft að leika þrátt fyrir meiðslin og hann hefur ýmist verið sárþjáður eða mjög vel deyfður. Alexander tók því þá ákvörðun að fara í nauðsyn- lega aðgerð í byrjun júní. Alexander leikur ásamt Rúnari Kárasyni og Stef- áni Rafni Sigurmannssyni undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen en skytt- an hefur farið nokkuð vel af stað með ljónunum á tímabilinu. „Aðgerðin sjálf gekk vel og var ég frekar fljótur að komast af stað en því miður eru enn þá verk- ir sem valda því að ég get ekki náð fullum krafti í skotin,“ segir Alexander. „Það er alltaf erfitt að segja til um það hvort maður eigi eftir að ná sér að fullu eftir aðgerð á skothendi, en ég verð að vona það besta,“ segir Alexander. Hann lék ekki með íslenska landsliðinu á HM á Spáni í janúar vegna meiðslanna en hann hefur verið einn mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins undanfarin ár. Hefði sennilega átt að hvílast „Síðustu tvö tímabil hafa verið upp og niður, alltaf verkir en misjafnlega miklir. Það voru tímar þar sem ég hefði sennilega betur átt að taka hvíld.“ Þýska deildin fer vel af stað en meistararnir í Kiel hafa fullt hús stiga og lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen hafa ekki enn tapað leik og gert eitt jafntefli. Það má því fast- lega búast við því að Alexander og félagar eigi eftir að vera í toppbaráttu í vetur. „Við getum hæglega farið alla leið á þessu tíma- bili en það eru fjögur önnur lið sem gætu það einn- ig, deildin verður spennandi.“ Íslenska landsliðið tekur þátt á Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Danmörku í janúar á næsta ári. Íslenska liðið hefur undanfarinn áratug verið með eitt besta handboltalið í Evrópu. „Það eru spennandi tímar fram undan með lands- liðinu en mikil vinna, þá sérstaklega fyrir Aron Kristjánsson [landsliðsþjálfara]. Ef allir eru að mestu meiðslalausir og í góðu formi er allt mögu- legt. Því miður fá margir leikmenn ekki margar spilamínútur í liðunum sínum sem er visst áhyggju- efni að mínu mati. EM er mjög sterkt mót og þetta verður erfitt verkefni en við höfum oft sýnt að það eflir okkur bara.“ stefanp@365.is Er enn með verki Alexander Petersson kom fl jótt til baka eft ir aðgerð á öxl í sumar en hann er ekki með fullan skotkraft og getur því ekki beitt sér að fullu. Alexander hefur áhyggjur af litlum spilatíma landsliðsmanna í atvinnumennsku. BJARTSÝNN Alexander setur stefnuna á að ná sér að fullu eftir aðgerð á öxl. NORDICPHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Helena Sverrisdótt- ir er á sínu fyrsta tímabili með ungverska liðinu DVTK Miskolc. Fyrstu skrefin með liðinu ætla þó ekki að vera nógu þægileg. „Ég er búin að vera með smá tognun í kálfanum núna í nokkrar vikur. Um leið og ég hvíli smá lagast þetta, en þetta virðist ekki vera orðið 100 prósent því ég tognaði í gær,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður DVTK Miskolc, sem meiddist í leik liðsins á miðvikudagskvöldið. Miskolc- liðið vann sannfærandi útisigur, 93-56, á ungverska liðinu Cegledi EKK í Mið-Evrópu deildinni. „Ég var að koma frá læknum og það er ekkert slitið heldur tognun í vöðvanum. Þannig ég verð bara að taka því rólega næstu daga og vinna með sjúkraþjálfara og vonandi tekur það ekki of langan tíma. Ég hvíli allavega yfir helgina og missi af leik á laugardaginn en vonandi verður það eini leikurinn sem ég missi af,“ segir Helena. Helena skoraði 11 stig á fyrstu fimm mínútum leiksins en kom ekkert meira við sögu í leiknum. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Helenu og félögum. „Við höfum unnið báða leikina okkar í MEL-deildinni þannig að það er flott. Það er enn þá mánuð- ur í Eurocup-deildina, en þangað til eru um tveir leikir í viku í deild- inni hjá okkur. Við vorum svolítið upp og niður á undirbúningstíma- bilinu en erum að spila betur með hverjum leiknum þannig að það er jákvætt.“ Helena býr í Miskolc í Ungverja- landi en þar búa um 170.000 manns. „Mér líður bara nokkuð vel, þetta er lítil iðnaðarborg þar sem nánast allt er í göngufæri. Liðsfélagarn- ir eru hressir og fólkið í kringum klúbbinn mjög hjálpsamt. Þjálfar- inn talar mjög takmarkaða ensku sem veldur oft ákveðnum misskiln- ingi.“ - sáp Helena glímir við meiðsli í kálfa Takmörkuð enskukunnátta þjálfarans veldur oft ákveðnum misskilningi KOMIN TIL UNGVERJALANDS Helena Sverrisdóttir er fremsta körfuboltakona landsins og hefur verið það í mörg ár. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Auglýsing um breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eru hér með auglýstar tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Reykjavík. Fossaleynir 19 - 23 Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Fossaleynismýri vegna lóðarinnar nr. 19-23 við Fossaleyni. Í breytingunni felst stækkun lóðar til vesturs, nýtingarhlutfall verður aukið úr 0,45 í 0,70, byggingaráföngum er fjölgað úr fjórum í fimm, bygging á tveimur hæðum á norðurhluta lóðar er gerð fyrir bílastæði starfsmanna og innkeyrslum er fjölgað úr þremur í fjórar. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Laugavegur 66 - 68 Tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags reits 1.174.2 vegna lóðar nr. 66-68 við Laugaveg. Í breytingunni, sem nær eingöngu til texta um notkun/ starfsemi í skilmálum, er m.a. gert ráð fyrir verslun í þeim hluta sem snýr að Laugavegi en verslun og þjónustu annars staðar á jarðhæð. Á efri hæðum er síðan gert ráð fyrir íbúðum og/eða gistirýmum og annarri þjónustu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í þjónustuveri Reykja- víkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 4. október 2013 til og með 15. nóvember 2013. Einnig má sjá tillögurnar á vefsíðunni, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 15. nóvember 2013. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Reykjavík 4. október 2013 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið – fyrir lifandi heimili – | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI I | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | AKUREYRI | REYKJAVÍK | H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð & O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R Afb. á mán. m.v. 2 mán. vaxtalaust lán 3,5% lántökugj. 1 AÐEINS 10.514 KRÓNUR ALICIA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm. Dýnustærð 130x199 cm. Litir: Rautt, dökkgrátt, grænt, svart, ljósgrátt og rósótt slitsterkt áklæði. ALICIA Svefnsófi Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.