Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 8

Fréttablaðið - 04.10.2013, Page 8
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SJÁVARÚTVEGUR Velta fyrirtækja í fullvinnslu aukaafurða úr sjávar- fangi og líftækni var um 22 millj- arðar króna í fyrra. Veltan jókst um 17% frá fyrra ári. Ef vöxtur þessara greina heldur áfram eins og verið hefur undan- farin misseri er gert ráð fyrir að velta í fullvinnslu og líftækni nálgist óðfluga verðmætasköpun í hefðbundnum sjávarútvegi dags- ins í dag á næstu 15 til 20 árum, segir í nýrri greiningu Íslenska sjávarklasans (ÍS). Þór Sigfússon, framkvæmda- stjóri sjávarklasans, segir full- vinnslu aukaafurða í reynd vaxtar- brodd íslensks sjávarútvegs í dag. Á Íslandi séu þegar yfir þrjátíu fyrirtæki sem sérhæfa sig í líf- tækni eða annarri fullvinnslu aukaafurða úr hafinu. „Það kemur þægilega á óvart hvað mörg sjáv- arútvegsfyrirtæki eru annaðhvort farin af stað eða eru í þessum hug- leiðingum,“ segir Þór og bætir við að samstarf milli fyrirtækja í útgerð og hefðbundinni vinnslu sjávarafurða, og fyrirtækja í líf- tækni og fullvinnslu, gæti stutt við þróun nýrra og afar verðmætra aukaafurða. Slíkt samstarf stuðli að bættri nýtingu hráefna sem sé keppikefli allra í greininni. „Þegar allt er talið gerum við ráð fyrir að fjórðungur alls afla íslenskra skipa fari forgörðum. Hægt er að þúsundfalda verð- mæti hráefnisins, sem er og var hent, með lyfja- eða snyrtivöru- framleiðslu, svo dæmi sé tekið,“ segir Þór. Á annan tug líftæknifyrirtækja er nú í sjávarklasanum á Íslandi. Greining ÍS sýndi að velta þessara fyrirtækja nam rúmlega þremur milljörðum árið 2012 og jókst um 4% frá árinu 2011. Fyrirtæki sem þurrka hausa og bein, sjóða niður lifur auk þess að nýta hrogn, roð og önnur hráefni, veltu um 19 millj- örðum á árinu 2012. Vöxtur þess- ara fyrirtækja var 19% á milli ára. Þór segir það vissulega kostnað- arsamt, og oft tímafrekt, að þróa nýjar vörur. Hann hafnar því að það sé í ranni hins opinbera að leiða þessa þróun áfram. „Þetta verða fyrirtækin sjálf að gera. Þau verða að sjá ábata í því, og þetta á að vera hluti af góðum viðskipta- háttum að sjá tækifærin í þessu,“ segir Þór. svavar@frettabladid.is Hausar, roð og bein uppspretta milljarða Þrjátíu fyrirtæki í fullvinnslu aukaafurða úr sjávarfangi og líftækni veltu 22 milljörðum króna árið 2012. Vöxtur á milli ára er 17%. Fyrirtækin nýta hráefni sem áður var hent og framleiða dýra matvöru, lyf, lækninga- og snyrtivörur. Gríðarleg tækifæri eru í bættri nýtingu hráefna og vinnslu aukaafurða sjávarfangs. ● Með aukaafurðum er átt við hausa, bein, slóg, roð, klær, skel og annað hráefni sem fellur til við hefðbundna framleiðslu og verkun sjávarfangs. ● Úr umræddu hráefni er hægt að framleiða verðmætar vörur, t.d. lyf og lækningavörur, snyrtivörur, bragðefni, fæðubótarefni, dýrafóður og áburð. Hausar, bein, slóg, roð, klær og skel Niðursoðin lifur Fiskroð nýtt í fata- framleiðslu og framleiðslu lækn- inga- og heilsuvara Handa- og fótaáburður með Omega-3 fi tusýrum Vörur úr fi skiolíu, t.d. lýsi Snyrtivörur og lyf sem unnin eru með ens- ímum úr innyfl um fi sksins Fisksoð til matargerðar Kavíar MjölÞurrkaður fi skur Bragðefni E N N E M M / S ÍA / N M 5 9 2 0 3 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is SPARNEYTNIR OG VANDAÐIR www.nissan.is 100% RAFKNÚINN NISSAN LEAF NISSAN QASHQAI 4x4, DÍSIL NISSAN JUKE ACENTA, DÍSIL Komdu og kynntu þér kosti LEAF Verð: 4.990 þús. kr. Verð: 3.690 þús. kr. GE bílar / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 NÝR DÍSIL 5,1 l/100 km 4,2 l/100 km 0,0 l/100 km 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR NÝJUM QASHQAI KAUPAUKI: Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB MYND/ ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.