Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 28
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk, hönnun og meistaramánuður. Hausttískan. Sif Jakobs. Sykurmassakökur. List og nútímaferðalag. Helgarmaturinn og Spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 4. OKTÓBER 2013 HVERJIR HVAR? Umsjón blaðsins Marín Manda Magnúsdóttir marinmanda@frettabladid.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært KARL BERNDSEN HÁRGREIÐSLU- OG FÖRÐUNARMEISTARI MEÐ BLÖÐKUR Á FULLRI FERÐ „Allir mánuðir hjá mér framvegis verða meistara- mánuðir. Nú lifum við lífinu til fullnustu. Ég er núna að mastera skriðsund sem ég hef alltaf þráð að geta. Ég hef alltaf verið hálfdrukknaður á miðri leið en nú er karlinn kominn með blöðkur og kominn á fulla ferð. Ég ætla að ná því markmiði í mánuðinum og fullkomna það.“ STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR LEIKKONA AÐEINS MEIRA SÚREFNI TIL HEILANS „Ég ætla að borða heimsmeistara- köku Sollu þegar mér dettur í hug enda við- eigandi í meistaramánuði en láta önnur sætindi alveg í friði. Ég ætla líka að sleppa því að borða brauð og hveitivörur. Ég ætla að einsetja mér að vera fjarska góð við þá sem ég umgengst heima og heiman, láta ekki skapið hlaupa með mig í gönur og fara í göngutúr nokkrum sinnum í viku. Mín meistaramarkmið eru ekkert flókin en með því móti tekst mér kannski að ná markmiðum mínum sem eru aukinn agi, ofurlítið þyngdartap, enn betri sam- skipti við alla sem ég umgengst og aðeins meira súrefni til heilans. Mér þykir, þegar ég hugsa um það, vænst um heilann af öllum líffærunum svo ég hugsa að ég reyni að halda áfram að tileinka mér eitthvað nýtt og læra eitthvað fallegt utan að þegar ég kem því við.“ BIRGITTA LÍF BJÖRNSDÓTTIR FLUGFREYJA HJÁ ICELANDAIR ÆTLAR AÐ KOMAST Í SPLITT „Markmiðin mín í meistaramánuðinum eru að borða hollara en til að ná því ætla ég að skipuleggja máltíðirnar betur og hafa BARA einn nammidag í viku, hann á það til að teygjast yfir helgina. Vakna snemma alla daga og til að ná því ætla ég einfaldlega að fara fyrr í háttinn svo að ég sé minna þreytt þegar ég vakna. Ég vil geta hlaup- ið 10 km auðveldlega og til að ná því ætla ég að vera dugleg að fara í hóptíma sem auka þol, eins og tabata og fitness form, og hlaupa á brettinu á eftir. Svo ætla ég að komast aftur í splitt eftir togn- un. Til að ná því ætla ég að vera duglegri að fara í hot yoga og teygja betur á eftir dansæfingar.“ JÓHANNA BJÖRG CHRISTENSEN RITSTJÓRI NUDE SLEPPA FRESTUNARÁRÁTTUNNI „Ég er komin fimm mánuði á leið þann- ig að markmiðin verða ekki öfgakennd (en ég hef annars frekar gaman af öfgum). En ég hugsa að þetta sé það sem ég ætla að gera: Ég ætla að byrja alla daga á sítrónuvatni og nýpressuðum safa og muna að taka vítamín, gleymi þeim oft. Hreyfa mig á hverjum degi. Takmarka brauðneyslu. Minnka gosdrykkju. Hafa bara nammidag á laug- ardögum. Sleppa frestunaráráttunni og klára ýmis verkefni sem hafa orðið útundan. Þetta eru allt frek- ar einföld markmið og ég ætti að fara létt með að ná þeim. Svo er planið að halda þessu áfram þó að meistaramánuðurinn verði búinn.“ HVER ERU ÞÍN MARKMIÐ Í MEISTARAMÁNUÐI? Helstu förðunarfræðingar landsins komu saman í versl- uninni Kjólar & konfekt síðastliðinn fimmtudag til þess að fagna því að Real Techniques-förðunarburstarn- ir eru loksins komnir á íslenskan markað. Burstarnir hafa farið sigurför um heiminn og hafa vakið mikla athygli fyrir að vera einstaklega mjúkir og þægilegir í notkun. Hafdís Jónsdóttir úr World Class mætti í teit- ið og Tanja Ýr Ástþórsdóttir var módel fyrir förð- unarfræðingana Ásdísi Gunnars, Ernu Hrund og Fríðu Maríu sem kynntu burstana fyrir gestum. Burstarnir eru hugarfóstur breska förðunarfræðingsins Samönthu Chapman sem skapað hefur sér stórt nafn í förðunar- heiminum. SUPERBEETS Rauðrófukristall 100% lífrænt og því fullkomlega öruggt 30 daga skammtur. 1 teskeið daglega (2 tsk. fyrir æfingar) blandað í 150 ml af vatni. Bætt blóðflæði 30 min eftir inntöku. Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 700 600 500 400 300 200 100 0 N -O In de x BEET ELITE BeetIt BiottaSUPERBEETS Stingur keppinautana af. Eftir fertugt framleiðir l íkaminn mun minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun, 30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur, aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og úthald, hraðar bata eftir æfingar. Bætt ris hjá körlum, aukin kynörvun kvenna. Hefur áhrif á og bætir: Blóðþrýsting, kólesteról, hjarta- æða- og taugakerfi, þvagblöðru og ristil, lifur, n ýru, ofnæmiskerfi, heila, skapferli, þynnku, astma, lungnaþembu. Ríkt af andoxunarefnum. Náttúruleg kynörvun fyrir karla og konur Neogenis Labs hefur einkaleyfi á rauðrófukristall. sem tryggir þessa einstöku virkni. nánar www.vitex.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, World Class og Sportlíf Umboð: www.vitex.is Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL Hvað gerir SUPERBEETS? The release of nitric oxide molecules causes erection. Örvar Nitric Oxide framleiðslu strax. „Við höfum verið að hanna og framleiða litríkar endurskinshúf- ur fyrir skóla- og leikskólakrakka fyrir VÍS síðastliðin þrjú ár. VÍS hefur svo gefið viðskiptavinum sínum húfur handa börnunum og það hafa hreinlega verið biðrað- ir út úr dyrum í útibúum um allt land,“ segir Helga Árnadóttir sem rekur Tulipop ásamt Signýju Kol- beinsdóttur hönnuði. Saman stofn- uðu þær Tulipop fyrir þremur árum og eru búnar að skapa ævin- týraheim með litríkum karakter- um sem þær nota til að skreyta ýmsar skemmtilegar gjafavörur fyrir börn á öllum aldri. „Signý settist niður með markaðsdeild VÍS og fékk hugmynd að þessari snilldarhúfu með öryggisatriðin að leiðarljósi og okkur fannst þetta svo skemmtilegt verkefni.“ Tulipop býður upp á breiða gjafa vörulínu fyrir börn sem inni- heldur minnisbækur, ritfangalínu, borðbúnaðarlínu, lampa, penna- veski, lyklakippur og fleira. Fót- festa fyrirtækisins er á Íslandi þrátt fyrir að það selji til 50 versl- ana í átta löndum. Vörurnar fást í fimmtán verslunum á Íslandi, meðal annars í Epal, Dúku og Hrím. Heimasíða Tulipop er www. tulipop.is. HÖNNUN ÍSLENSKAR HÚFUR MEÐ ÖRYGGIÐ AÐ LEIÐARLJÓSI Tulipop-teymið, Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir, hannar litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS. Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuður reka fyrirtækið Tulipop sem hefur vaxið ansi hratt síðustu þrjú ár. Steinunn, Ingibjörg og Snorri eru ánægð með húfurnar sínar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.