Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 54
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 38 OLÍS DEILDIN 2013 ÚRSLIT Í GÆR HK - ÍR 23-30 (10-15) HK - Mörk (skot): Leó Snær Pétursson 7 (10), Atli Karl Bachmann 5 (12), Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4/1 (11/2), Andri Þór Helgason 2 (2), Davíð Ágústsson 2 (3), Tryggvi Þór Tryggvason 1 (1), Sigurður Már Guðmundsson 1 (2), Eyþór Már Magnússon 1 (4), Óðinn Þór Ríkharðsson (2), Garðar Svansson (4), Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13 (43/2, 30%), Hraðaupphlaup: 2 (Leó Snær Pétursson, Jóhann Reynir Gunnlaugsson ) Fiskuð víti: 2 (Leó Snær Pétursson 1, Atli Karl Bachmann 1, ) ÍR - Mörk (skot): Björgvin Hólmgeirsson 11 (16), Sturla Ásgeirsson 8/2 (11/2), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 3 (6), Arnar Birkir Hálfdánsson 2 (3), Guðni Már Kristinsson 2 (3), Jón Kristinn Björgvinsson 1 (1), Kristinn Björgúlfsson 1 (1), Daníel Ingi Guðmundsson 1 (2), Jón Heiðar Gunnarsson 1 (3), Aron Örn Ægisson (1), Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 15/1 (25/2, 60%), Arnór Freyr Stefánsson 7 (20, 35%), Hraðaupphlaup: 7 (Björgvin Hólmgeirsson, Sturla Ásgeirsson 3, Sigurjón Friðbjörn Björnsson, Guðni Már Kristinsson 2) Fiskuð víti: 2 (Björgvin Hólmgeirsson 1, Davíð Georgsson 1, ) VALUR - FRAM 25-26 (13-13) Valur - Mörk (skot): Geir Guðmundsson 9 (13), Elvar Friðriksson 5/2 (8/3), Þorgrímur Smári Ólafsson 4 (8), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (4), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Atli Már Báruson 1 (3), Finnur Ingi Stefánsson 1 (3), Ásbjörn Stefánsson (1), Vignir Stefánsson (2), Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14 (39/2, 36%), Stephen Nielsen (1, 0%), Hraðaupphlaup: 2 ( Bjartur Guðmundsson 1, Atli Már Báruson 1, ) Fiskuð víti: 3 (Geir Guðmundsson, Ægir Hrafn Jónsson, Orri Freyr Gíslason) Fram - Mörk (skot): Garðar B. Sigurjónsson 8/1 (9/1), Sigurður Örn Þorsteinsson 5 (8), Stefán Darri Þórsson 5/1 (8/2), Ólafur Magnússon 3 (5), Stefán Baldvin Stefánsson 2 (4), Arnar Freyr Ársælsson 1 (1), Sveinn Þorgeirsson 1 (3), Sigfús Páll Sigfússon 1 (3), Varin skot: Svavar Már Ólafsson 11 (17, 65%), Stephen Nielsen 6 (25/2, 24%), Hraðaupphlaup: 3 ( Ólafur Magnússon, Arnar Freyr Ársælsson, Sveinn Þorgeirsson) Fiskuð víti: 3 (Garðar B. Sigurjónsson 2, Sigfús Páll Sigfússon 1,) Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson HAUKAR - FH SJÁ ÚRSLITIN Á VÍSI Leiknum var ekki lokið þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi en það er hægt að finna allt um leikinn inn á visir.is. MEISTARAKEPPNI KKÍ GRINDAVÍK-STJARNAN 105-96 (46-40) Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 28/8 frák., Jóhann Árni Ólafsson 19, Hilmir Kristjáns- son 17, Þorleifur Ólafsson 14, Jón Axel Guð- mundsson 9/9 stoðs. Ólafur Ólafsson 6/5 frák./7 stoðs., Ómar Sævarsson 6, Kendall Timmons 3, Björn Brynjólfss. 2, Daníel Guðmundsson 1. Stjarnan: Nasir Robinson 32, Marvin Valdimarss. 18, Justin Shouse 16/8 stoðs. Dagur Kár Jónsson 12/5 stoðs., Sæmundur Valdimarsson 8, Fannar Helgas. 7, Kjartan Kjartanss. 2, Kristinn Jónass. 1. Grindavík varð meistari meistaranna þriðja árið í röð. Fáðu þér áskrift 512 5100 | stod2.is Hefst í kvöld kl. 19:20 Nýr og ferskur þáttur með Unni Eggerts FÓTBOLTI „Þetta fyllir mann stolti og það er þvílíkur heiður að vera valinn af leikmönnum deildarinn- ar. Ég er virkilega ánægður þessa stundina,“ sagði Björn Daníel Sverrisson í lokahófi KSÍ í gær. Annað árið í röð skoraði miðju- maðurinn níu mörk í deildinni og er án nokkurs vafa vel að verð- laununum kominn. „Framan af móti fannst mér ég spila virkilega vel. Svo dal- aði frammistaðan hjá mér seinni hlutann eins og hjá öllu liðinu. En í heildina er þetta langbesta tímabilið mitt,“ segir FH-ing- urinn. Hann segir verðlaunin fínar sárabætur fyrst Íslands- meistaratitillinn vannst ekki. Björn Daníel vonast þó til að lyfta þeim stóra með FH áður en hann leggur skóna á hilluna. Það verður við 32 ára aldurinn að hans sögn. „Ég held ég nenni ekki að verða orðinn alltof gamall og menn fara að hugsa: „Djöfull er hann orðinn lélegur.“ Ég ætla að hætta á meðan ég get eitthvað,“ sagði miðjumað- urinn 23 ára léttur. Björn Daníel samdi við norska félagið Viking í sumar. Með liðinu leikur Jón Daði Böðvarsson líkt og Indriði Sigurðsson, sem er fyrir- liði liðsins. Björn Daníel og Indriði ræddu saman í kringum undirrit- un samningsins í sumar en síðan hefur miðjumaðurinn ekkert heyrt í hinum örvfætta kollega sínum. „Ég þarf ekkert að heyra í honum fyrr en tveimur til þrem- ur dögum áður en ég held utan svo hann sæki mig örugglega á flug- völlinn,“ sagði Björn Daníel létt- ur. Hann verður í Noregi í nokkrar vikur síðar í mánuðinum en flytur svo í janúar. Ekki viss með eiginmanninn „Þetta er alveg ólýsanlegt og ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta val,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Sjaldan hefur valið á leikmanni ársins verið jafnaugljóst enda var Harpa í sérflokki í Stjörnuliði sem vann alla deildarleiki ársins. Hún viðurkenndi að valið hefði ekki komið sér á óvart. „Fjölmiðlar hafa verið duglegir að nefna mig. Maður er samt auð- vitað aldrei 100 prósent viss,“ segir Harpa sem skoraði 28 mörk í deildinni í sumar. Hún spilaði alla leiki Stjörnunnar nema einn í sumar, undanúrslitaleikinn í bik- arnum gegn Þór/KA sem tapaðist. Það var engin tilviljun. Þorlákur Árnason, þjálfari Stjörnunnar, lét af störfum í gær eftir farsælt þriggja ára starf með kvennaliðið. Harpa segir mikla eftirsjá að honum. „Láki er frábær þjálfari og hefur gert ótrúlega hluti fyrir bæði liðið og mig,“ sagði Harpa. Hún treystir á að vandað verði til verka við val á eftirmanni. Svo vel vill til að Harpa er gift knatt- spyrnuþjálfara. Sá heitir Jóhann- es Karl Sigursteinsson og þjálfaði Hörpu á sínum tíma hjá Breiða- bliki. Ætlar Harpa að hvetja hann til að sækja um starfið? „Nei, ég efast um það,“ sagði Harpa og hló. „Ég læt það allavega vera í bili.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Ætla að hætta 32 ára Björn Daníel Sverrisson úr FH og Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni voru valin bestu leikmenn Pepsi-deildar karla og kvenna af leikmönnum deildarinnar. BEST Harpa og Björn Daníel spiluðu bæði með uppeldisfélögum sínum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svona fór valið fram Það voru leikmenn í Pepsi-deildum karla og kvenna sem völdu bestu leikmenn, efnilegustu leikmenn og bestu dómara. Kosið var að lokinni lokaumferðinni í deildunum. Tuttugu leikmenn hjá hverju liði höfðu at- kvæðisrétt og voru heimtur góðar að sögn forsvarsmanna KSÍ. Guðmunda Brynja Óladóttir úr Selfossi og Arnór Ingvi Traustason úr Keflavík voru kjörin efnilegustu leikmennirnir. Gunnar Jarl Jónsson var kjörinn besti dómarinn karlamegin og Ívar Orri Kristjánsson kvennamegin. SPORT HANDBOLTI Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar í Olísdeild kvenna, hefur verið í skoðun hjá læknum og sjúkraþjálfurum undan- farið. Rakel kennir sér meins í hægri öxlinni og spilaði ekkert í öruggum sigri á FH í síðustu viku. „Skotöxlin hefur verið að angra mig í byrjun tímabils,“ segir Rakel Dögg. Meiðslin eiga sér forsögu en hún þurfti að gangast undir upp- skurð á sömu öxl árið 2006. „Um leið og verkirnir koma hef ég verið að hvíla og haldið þessu í lágmarki,“ segir Rakel, sem vonast til þess að sleppa við aðgerð. „Það á að reyna að sprauta mig til þess að hjálpa til við batann,“ segir Garðbæingurinn. Um mikla blóðtöku er að ræða enda Rakel landsliðskona sem getur spilað hvort sem er stöðu leikstjórnanda eða vinstri skyttu. Stjarnan ætlar sér stóra hluti í vetur og hefur unnið sigur í fyrstu tveimur leikjum liðsins. „Ef sprauturnar virka ekki held ég að aðgerð sé óum- flýjanleg.“ - ktd Vonast til að sleppa við aðgerð FÓTBOLTI Garðar Bergmann Gunnlaugsson verður ekki í vandræðum með að finna sér nýtt félag fari svo að hann yfirgefi herbúðir ÍA. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur stjórn knattspyrnudeildar ÍA greint Garðari frá því að þjónustu hans sé ekki lengur óskað hjá félaginu. „Það kom fyrirspurn frá Bandaríkjunum í gær. Það eru nokkur lið að leita að leikmanni eins og mér,“ sagði Garðar en hann vildi ekki gefa upp hvaða lið væri um að ræða. Hann segist þó vera spenntur fyrir því að fara til Bandaríkjanna. „Ég er alveg til í að skoða þennan möguleika. Mig hefur alltaf langað að prófa að búa í Bandaríkjunum. Það hefur alltaf heillað mig og því gæti þetta verið spennandi möguleiki.“ Garðar segist vonast til þess að kíkja út á félögin á næstu vikum. Hvað með áhuga hér heima? „Það hafa víst einhver tvö lið haft samband og verið að spyrja um stöðu mína. Bjarki bróðir minn er með þau mál á sinni könnu og ég er því ekkert að stressa mig á því.“ - hbg Áhugi á Garðari frá Bandaríkjunum GARÐAR GUNNLAUGS Skoraði 4 mörk í Pepsi-deildinni 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.