Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 20
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Vatnsmýrin er mýri eða votlendi og því óhentugt byggingarland því víða eru um 10-20 metrar niður á fast, sem þýðir annaðhvort langar og dýrar súlur eða djúpa grunna niður á fast undir hugsanlegar bygg- ingar, sem er mjög kostn- aðarsamt og ekki heppilegt vegna jarðskjálfta. Því er það einfalt reikningsdæmi að verð íbúða í fjölbýlis- húsum á slíku byggingarsvæði verður mjög dýrt vegna aukabygg- ingakostnaðar fyrir utan kostnað við lóðir á þessum umdeilda stað. Hugsanlegar íbúðir í Vatnsmýr- inni verða því varla fyrir kennara og hvað þá nema við háskólana í nágrenninu eða lækna og sjúkra- liða. Já, fyrir hverja? Mýri er landsvæði þar sem grunnvatnsstaða er há og jafnvel í yfirborði jarðvegsins. Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýr- ina! Sjálf mýrin er núna að miklu leyti horfin undir Reykjavíkur- flugvöllinn og aðra byggð, en þó er enn töluvert eftir af henni. Fjöldi fugla verpir þar, og er varpland- ið friðað á þeim tímum ársins sem varp stendur yfir eins og við Nor- ræna húsið. Vatnið í Tjörninni er að miklu leyti úr Vatnsmýr- inni. Dr. Sturla Friðriksson benti á í ágætri grein í Morgunblaðinu nýlega að hætta væri á að frek- ari byggð í Vatnsmýrinni mundi þurrka upp Tjörnina okkar. Besti valkosturinn Framsýnir borgarfulltrú- ar Reykjavíkur voru þegar árið 1937 farnir að skipu- leggja að byggja flugvöll í Vatnsmýrinni sem var heppilegt sléttlendi og mýrin talin ónothæf sem byggingarland. Í septem- ber 1937 var opinberlega birtur uppdráttur Gústafs E. Pálssonar verkfræðings, og síðar borgarverkfræð- ings Reykjavíkur, af „Flughöfn í Vatnsmýrinni í Reykjavík“. Í janú- ar 1939 samdi Gústaf svo ítarlega skýrslu fyrir bæjaryfirvöld þar sem gerður var samanburður á sjö valkostum í staðsetningu flug- vallar fyrir Reykjavík. Niðurstaða þeirrar úttektar Gústafs var sú að mælt var með flugvelli í Vatnsmýr- inni, sem talin var vera „eins ákjós- anleg undir innanlandsflugvöll og frekast má vera“. Í mars 1940 mælti skipulagsnefnd Reykjavíkur með gerð flugvallar í Vatnsmýr- inni sem bæjarráð samþykkti. Það var því auðsótt fyrir breska herinn að fá leyfi 1940 til að byggja flug- völl á þessu sléttlendi í Vatnsmýr- inni með tilheyrandi kostnaði, sem meðal annars fólst í að keyra þús- undir vörubílshlassa af rauðamöl sem uppfyllingu fyrir flugbrautirn- ar fyrir orustuflugvélar, sprengi- og flutningavélar þess tíma sem ekki eru svo þungar miðað við byggingar, hvað þá háhýsi. Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni Hugmyndir margra aðila, jafnvel kjörinna borgarfulltrúa, um Vatns- mýrina sem hentugt byggingar- land eru algjörlega gegn almennri skynsemi! Framsýnir forfeður okkar í Reykjavík svo og kjörnir þingmenn þess tíma töldu svæðið í Vatnsmýrinni hins vegar heppilegt fyrir flugvöll eins og áður er getið. Ég er sammála öllum þeim Íslend- ingum sem vilja að flugvöllurinn verði áfram og í friði í Vatnsmýr- inni í Reykjavík, höfuðborg allra Íslendinga. Þar gegnir hann mikil- vægu hlutverki sem varanlegur innanlands- og varaflugflugvöllur millilandaflugs. Auk þess á landi sem að miklu leyti er í eigu ríkis- sjóðs, og því eign allra Íslendinga! Ég styð því heils hugar undirskrift www.lending.is um að flugvöllur- inn verði áfram á sínum stað! Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins Varðandi svo kölluð aðalskipulög sveitarfélaga þá væri ánægjulegt ef öll sex sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu mundu sameinast um eitt aðalskipulag fyrir fram- tíðina með heppilegum byggingar- svæðum alls höfuðborgarsvæðisins fyrir íbúðir og atvinnustarfsemi svo og samgönguleiðir. Á sameig- inlegu svæði þeirra allra eru án efa mörg hentugri byggingarsvæði en Vatnsmýrin! Vatnsmýrin er votlendi og óhentugt byggingarland Í nýjum aðalnámskrám leik-, grunn- og fram- haldsskóla er lögð áhersla á skóla fyrir alla og heild- stæða menntastefnu með skýrum skilum á milli skólastiga. Þar kemur einn- ig fram mikilvægi sveigj- anleika á milli skólastiga þannig að nemendur hafi tækifæri til að sinna námi miðað við eigin námstöðu og þroska. Nemendur eiga jafnframt að hafa mögu- leika á að fara á milli skóla- stiga og/eða stunda nám á tveimur skólastigum samhliða. Lögð er áhersla á fjölbreytt við- fangsefni og starfshætti til að koma til móts við mismunandi þarfir ólíkra einstaklinga og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins. Íslensk menntastefna felst í því að: ■ koma til móts við margbreytileg- ar þarfir einstaklinga, ■ hver nemandi fái nám miðað við þroska og getu, ■ nám og daglegt líf nemenda ein- kennist af jafnrétti, lýðræði, sjálf- bærni, sköpun og heilbrigði og vel- ferð, ■ sveigjanleiki sé í náminu, nem- endur geti breytt um námsleiðir hvenær sem er eða tekið hlé á námi sínu, ■ hver og einn fái tækifæri til að stunda nám alla ævi. Leik-, grunn- og framhaldsskólar á Íslandi í dag starfa í anda þess- arar stefnu og leita margvíslegra leiða til þess þrátt fyrir töluverðan niðurskurð fjármagns allan síðasta áratug. Vinnum saman Umræða á opinberum vettvangi er lituð af því að íslenska skólakerfið sé of dýrt og að framleiðniaukning sé ekki nægjanleg. Allir vilja gott menntakerfi. Foreldrar, ömmur og afar vilja það besta fyrir börnin sín. Neikvæð umræða um brottfall, framleiðniaukningu, óhagkvæmar rekstrareiningar og of há fjárfram- lög hefur áhrif á ímynd og upplifun allra sem koma að skólunum. Vænlegra er að ræða um þann góða árang- ur sem næst og alla sigr- ana sem unnir eru á hverj- um degi í skólum landsins. Leik- og grunnskólar á Íslandi eru dýrir vegna þess að landið er stórt og strjálbýlt og mikl- ar kröfur gerðar til alls umbúnaðar þeirra. Vinnum í lausnum og tökum okkur Finna til fyrirmyndar en þeir byggðu menntakerfi sitt upp með samvinnu, lausnamiðaðir og einhuga. Lykilhugsunin hjá þeim er að það séu margar leiðir til að byggja upp árangursríkt mennta- kerfi. Þeir lögðu áherslu á að meta til jafns árangur og ástundun nem- enda og að mæla umbætur í námi og kennslu og árangur nemenda með alþjóðlegum stöðlum. Áhersla var lögð á fría menntun fyrir alla frá leikskóla til háskóla þar sem ríki og sveitarfélög bera kostnaðinn að mestu. Þá lögðu þeir ríka áherslu á gæði kennaramenntunar þar sem jöfn áhersla er á fagþekkingu og kennslufræði, sérstök áhersla var lögð á stærðfræði, raungreinar og lestur og að byggja upp fagmennsku kennara og skólastjórnenda. Nýleg lög og námskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla bjóða upp á margvísleg tækifæri til að byggja upp menntakerfi með góða og margbreytilega skóla og víðtæk sátt er um þá menntastefnu sem þar kemur fram. Það tók Finna tvo til þrjá áratugi að ná árangri og þeir gáfust ekki upp. Gefum okkur tíma og vinnum saman, leitum lausna og byggjum einhuga upp árangursríkt menntakerfi fyrir alla. Fjárfestum í menntun, allir munu njóta góðs af arðinum. Fjárfestum í menntun Sjálfbærni er neisti nýs tíma í sambúð okkar við jörðina. En þetta orð – sjálfbærni – geldur fyrir ofnotkun. Merking þess virðist þverra með fjölg- un söluvara og stefnu- miða sem stórfyrirtæki og stjórnmálamenn selja sem sjálfbær. Barátt- an fyrir sjálfbærni sem umbótaafli í takmörkuð- um heimi vaxandi meng- unar er meðal annars háð í ræktun og framleiðslu matvæla og fóðurs. Áhrifa líftækniiðnaðar- ins gætir nú þegar í formi erfða- breyttra afurða á matardiskum barna okkar, í kjarnfóðri mjólkur- kúnna og alifuglanna, á óvörðum ræktunarsvæðum í meintu landi hinnar hreinustu náttúru heims. Samt er erfðatæknin ný af nálinni, lítt rannsökuð, ófyrirséð í afleiðing- um sínum og áhættusöm. Ræktunarsaga erfðabreyttra plantna spannar hálfan annan ára- tug. Kominn er tími til að spyrja spurninga og draga lærdóma í þágu sjálfbærni – vonarneistans sem Ríó-ráðstefnan kveikti árið 1992, – í þágu matvælaframleiðslu sem tryggir öryggi okkar og rétt kyn- slóðanna til að fæða sig á óspilltum náttúrugæðum. ■ Hvers vegna hefur reynst ókleift að afmarka erfðabreytta ræktun og hindra mengun hennar á annarri ræktun? ■ Hvers vegna hafa fyrirheit um minni eiturefnanotkun og meiri uppskeru með notkun erfðatækni ekki gengið eftir? ■ Hvaða vísbendingar veita óháðar vísindarannsóknir um áhrif rækt- unar erfðabreyttra plantna á líf- ríkið, jarðveg og grunnvatn? ■ Hvað olli því að tilrauna- dýr í ýmsum vísindarann- sóknum, sem fóðruð voru á erfðabreyttum afurðum, urðu fyrir margþættu tjóni á líffærum? ■ Hvaða vísbendingar veit- ir það um möguleg lang- tímaáhrif erfðabreyttra matvæla á neytendur? ■ Eru eftirlitsstofnanir hins opin- bera í stakk búnar til að meta langtíma áhættu af völdum erfða- breyttrar ræktunar? ■ Getur erfðatæknin talist sjálfbær meðan genainnskot eru ónákvæm og afleiðingar þeirra eru ófyrirsjá- anlegar? ■ Hvort er árangursríkara og öruggara að beita erfðatækni eða hefðbundnum kynbótum til að styrkja matvælaframleiðslu og draga úr hungri í heiminum? Kynningarátak um erfðabreytt- ar lífverur – samstarfsverkefni sex samtaka og félaga – leitar svara við þessum áleitnu spurningum á ráð- stefnu sem haldin verður í Reykja- vík mánudaginn 7. október nk. og fær að þessu sinni til liðs við sig þrjá erlenda vísindamenn á sviðum sameindalíffræða sem hafa lagt mikið af mörkum til rannsókna á erfðabreyttum lífverum. Þeir munu lýsa reynslu Bandaríkjanna af notk- un erfðatækni í landbúnaði, vís- indalegum flekaskilum sem vekja spurningar um öryggi afurða henn- ar og hugsanlegum ávinningi þess fyrir íslenska bændur að framleiða afurðir án erfðabreyttra lífvera. Sjálfbærni og notkun erfðatækni SKIPULAG Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur ➜ Allir vilja gott menntakerfi . Foreldrar, ömmur og afar vilja það besta fyrir börnin sín. ➜ Ræktunarsaga erfðabreyttra plantna spannar hálfan annan áratug. ➜ Forfeður okkar gáfu landsvæðum nöfn við hæfi og ljóst er að Vatnsmýrin var mjög mikið votlendi fyrst orðinu vatn var skeytt framan við mýrina! MENNTUN Svanhildur María Ólafsdóttir formaður Skólastjórafélags Íslands ERFÐABREYTT- AR LÍFVERUR Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 Landsbankinn hf., kt. 471008-0280, Austurstræti 11, 155 Reykjavík, hefur birt grunnlýsingu undir heitinu Base Prospectus vegna útgáfu á sértryggðum skuldabréfum. Grunnlýsingin er á ensku og er birt á rafrænu formi á vef Landsbankans hf. www.landsbankinn.is/sertryggd-skuldabref. Útprentuð eintök af grunnlýsingunni má einnig nálgast hjá Landsbankanum hf., Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Sótt hefur verið um töku sértryggðra skuldabréfa Landsbankans í flokknum LBANK CB16 að nafnverði 1.220.000.000 krónur til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. NASDAQ OMX Iceland hf. mun birta tilkynningu um töku sértryggðu skuldabréfanna til viðskipta og hvenær áætlað er að viðskipti með þau geti hafist með a.m.k. eins viðskiptadags fyrirvara. Reykjavík, 4. október 2013. Grunnlýsing vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa Landsbankans hf. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.