Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 4

Fréttablaðið - 04.10.2013, Síða 4
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 37.000 Íslendingar fóru til útlanda í ágústmánuði. Það er fækkun upp á tæpt 1% frá sama tíma í fyrra. Þetta var þriðji mánuðurinn í röð sem samdráttur átti sér stað, en í júní nam hann tæpum 8% og í júlí 5%. Heimild: Ferðamálastofa AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ VERIÐ VELKOMIN Á 5 ÁRA AFMÆLISHÁTÍÐ 4.–6. OKTÓBER afmælisboð PIPA R\TBW A • SÍA • 132687 DÓMSMÁL Tæplega sextug kona hefur verið ákærð fyrir umboðssvik og fjár- drátt í starfi sínu sem skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar hjá Raunvís- indastofnun Háskóla Íslands. Fjögur ár eru síðan málið var kært til lög- reglu. Samkvæmt ákærunni hafði konan, sem er fædd árið 1955, kreditkort til umráða frá stofnuninni og greiddi með því vörur og þjónustu í eigin þágu í 138 skipti á tímabilinu 13. júní 2008 til 19. september 2009, samtals fyrir 789 þúsund krónur. Er þetta talið varða við ákvæði um umboðssvik, en til vara fjárdrátt í opinberu starfi. Í öðrum lið er konan ákærð fyrir að draga sér samtals 645 þúsund krón- ur með því að millifæra fé af reikningi stofnunarinnar inn á eigin reikning. Málið uppgötvaðist við reglubundið eftirlit Ríkisendurskoðunar á bókhaldi háskólans. Konunni var í kjölfarið sagt upp störfum. Þar sem hún er ákærð fyrir brot í opin- beru starfi getur hún átt von á að refsing hennar verði fimmtíu prósentum þyngri en ella. - sh Fjórum árum eftir að rannsókn hófst á fjárdrætti skrifstofustjóra er málið komið fyrir dóm: Ákærð fyrir að svíkja 1,4 milljónir af HÍ Konunni var sagt upp störfum eftir að málið kom upp og í kjölfarið höfðaði hún skaðabótamál vegna ólögmætrar uppsagnar á hendur skól- anum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, deildar- stjóra jarðvísindadeildar, og Sigurði Guðnasyni, framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunar. Að sögn Magnúsar hefur verið fallið frá málinu á hendur honum og Sigurði en málið gegn skólanum er enn í gangi og bíður lendingarinnar í sakamálinu. Skaðabótamál gegn skólanum á ís MAGNÚS TUMI GUÐMUNDSSON Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur Strekkingur NV-til, annars hægari. KÓLNAR Það verður svalt um helgina, einkum norðan til. Í dag má búast við lítilsháttar úrkomu norðanlands, rigningu eða slyddu en slyddu eða snjókomu til fjalla. Á morgun verður úrkomulítið fram eftir degi en fer að rigna sunnanlands er kvöldar. 2° 10 m/s 4° 9 m/s 7° 6 m/s 10° 12 m/s Á morgun Hægviðri NA-til. Gildistími korta er um hádegi 7° 1° 8° 3° 2° Alicante Aþena Basel 28° 16° 18° Berlín Billund Frankfurt 14° 13° 18° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 23° 14° 14° Las Palmas London Mallorca 26° 19° 29° New York Orlando Ósló 25° 29° 11° París San Francisco Stokkhólmur 24° 23° 13° 8° 3 m/s 9° 2 m/s 5° 3 m/s 5° 6 m/s 3° 3 m/s 3° 8 m/s -2° 6 m/s 6° 0° 4° 3° 1° MENNING Menningarhúsið Skúrinn er færanleg sýningaraðstaða sem listamenn sem halda sýningar ráða hvar er staðsettur hverju sinni. Nú hefur hann verið settur upp á Ægisíðu og ber hann við grásleppu skúrana. „Hann er orðinn ótrúlega vel þekktur,“ segir myndlistarmaðurinn Finn- ur Arnar Arnarsson skúrstjóri. Hann notaði Skúrinn fyrst undir eigin sýningu en síðan þá hefur hann öðlast hlutverkið menningarhús. Húbert Nói Jóhannesson myndlistarmaður mun opna sýningu fimmtudaginn 10. október. „Hann verður með innsetningu í Skúrn- um þar sem fólk í kvöldgöngu getur kíkt á glugga og séð verk hans,“ segir Finnur. Sýning Húberts mun standa yfir í þrjár vikur og þá mun annar listamaður setja þar upp sýningu, en aðstaðan er fullbókuð út árið 2014. - skó Listamenn ráða hvar Skúrinn er staðsettur: Sýningar bókaðar út árið 2014 MENNINGARHÚSIÐ Skúrinn var settur niður á Ægisíðunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÝRLAND, AP Alþjóðlega eftir- litsteymið sem sjá á um að efnavopnum Sýrlandsstjórnar verði eytt segir fyrstu dagana lofa góðu, en teymið hóf störf á þriðjudag. Það segir að stjórnvöld hafi afhent gögn sem gefi góða von um framhaldið, en frekari grein- ingar sé þó þörf. Vonir standa til þess að teymið geti hafist handa við að eyða efnavopnum í næstu viku, en það veltur á því hvernig framvindan verður næstu daga. - þj Eftirlitsteymi í Sýrlandi: Upphaf starfs sagt lofa góðu NEYTENDUR Sparisjóðirnir rukka minnst fyrir posafærslur með debetkorti, fimmtán krónur, en MP banki tekur hæsta gjaldið, þrjátíu krónur. Þetta kemur fram í samanburði sem verðlagseftirlit ASÍ hefur gert og segir frá á vef sambandsins. Meðal annarra gjalda sem eftir- litið tók til er gjald fyrir nýtt pin- númer, en allir bankarnir taka 500 krónur fyrir það. Ódýrast er að fá nýtt kort hjá Íslandsbanka og Landsbanka eða 1.000 kr. en dýrast er það á 1.500 kr. hjá sparisjóðun- um og MP banka. - þj Verðkönnun ASÍ: Dýrasta posa- færslan hjá MP STJÓRNMÁL „Það er frumleg hug- mynd og stórathygliverð að gera þrotabú í skiptum að skattaand- lagi,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son, fyrrverandi fjármálaráðherra, í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þar vísaði hann til þess að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að 11 milljarðar innheimtist í skatta af þrotabúum föllnu bank- anna. Hann segir að það hafi verið skoðað á árunum 2009 og 2010 að innheimta skatt af þrotabúunum en það hafi ekki verið talið gerlegt. Steingrímur sagði að menn væru að gagnrýna það nú að ekki hefði verið farið í þessa skattheimtu. „Stutta svarið er að þetta var skoðað og lagt til hliðar sem algerlega ófram- kvæmanlegt á árunum 2009 og 2010 vegna þess að skattaand lagið var ekki til,“ sagði Steingrímur. Hann sagði umhugsunarefni hvort það væri orðið til í dag með nægjan- lega skýrum hætti þannig að það væri hægt að nota það sem skatta- andlag. Ef menn kæmust að því að þetta væri framkvæmanlegt myndi ekki standa á honum að skoða það. Steingrímur minnti jafnframt á að kröfuhafar í búin eiga lögvarða kröfu og því yrði fróðlegt að sjá hvernig þessari skattheimtu yrði náð fram. Steingrímur gerði trygginga- gjaldið einnig að umtalsefni í ræðu sinni. „Ríkisstjórnin seilist í trygg- ingagjaldið,“ sagði hann og tiltók að ríkið ætlaði að taka 13 til 14 millj- arða króna af tryggingagjalds- stofninum í stað þess að þeir færu til atvinnutryggingasjóðs, fæð- ingarorlofssjóðs og ábyrgðarsjóðs launa. Þetta væri ein stærsta ein- staka aðgerðin í frumvarpinu sem léti fjármálaráðherrann komast yfir núllið. Guðmundur Steingrímsson, þing- maður Bjartrar framtíðar, kallaði eftir breyttri forgangsröðun í ríkis- fjármálum. Hann spurði hvort það væri eðlilegt að verja tólf millj- örðum í landbúnaðarkerfið á sama tíma og dregið væri úr fjárframlög- um til annarra atvinnugreina. Birgitta Jónsdóttir, þingmað- ur Pírata, sagði í umræðunum að það væri skammarlegt að krabba- meinssjúklingar þyrftu að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir spítalameðferð. Þá sagðist hún hafa þungar áhyggjur af niðurskurði í mennta- og heilbrigðismálum. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formað- ur fjárlaganefndar Alþingis, sagði viðbúið að fjárlagafrumvarpið tæki breytingum í meðförum Alþingis. Hún benti á að frumvarpið væri ekki endanlegt plagg og það væri Alþingi sem færi með fjárveitinga- valdið. johanna@frettabladid.is Óframkvæmanlegt að skattleggja fyrr Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að það hafi verið skoðað að leggja skatt á þrotabú föllnu bankanna árið 2009. Menn hafi komist að því að það væri ófram- kvæmanlegt. Formaður fjárlaganefndar segir frumvarpið ekki endanlegt plagg. GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON BIRGITTA JÓNSDÓTTIR STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON VIGDÍS HAUKSDÓTTIR RÆTT UM FÁRLÖGIN Skiptar skoðanir eru á meðal þingmanna um ágæti frumvarps- ins.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.