Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 48
4. október 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 32 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Opnanir 17.00 Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sýnir í SÍM salnum, Hafnarstræti 16. Á sýningunni sýnir Guðrún Sigríður ný og nýleg verk. Sýningin verður opin alla virka daga frá 10 til 16 til 25. október. 20.00 Breski listamaðurinn Nikhil Nathan Kirsh opnar sýninguna Trúð- málverk og trúðleikur í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Hátíðir 20.00 Árleg gítarveisla Bjössa Thor fer fram Salnum í Kópavogi í kvöld. Auk Bjössa koma fram kanadíski blúsgítar- leikarinn Tim Butler, bandaríski snill- ingurinn Trevor Gordon Hall og hinn fingrafimi Craig D’Andrea. Tónlist 11.00 Hljómsveitin Mr. Mookie leikur vel valin lög frá grunge-tímabilinu á tónleikum á Spot. Fyrri helmingur tónleikanna verður acoustic og seinni helmingur rafmagnaður. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 12.00 Þórunn Harðardóttir víóluleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari flytja ljúfsára lagstúfa á hádegistónleikum. Tónleikarnir standa til 12.30. Almennt miðaverð er 1.000 krónur. 12.15 Klassísk tónlist verður leikin í Gerðubergi í hádeginu. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Útskriftartónleikar Nínu Hjör- dísar Þorkelsdóttur verða í Þjóðmenn- ingarhúsinu. Hún er að ljúka Bmus- gráðu í þverflautuleik frá tónlistardeild LHÍ. Allir velkomnir. 21.00 Hljómsveit Kristjönu Arngríms ásamt Andreu Gylfadóttur koma fram á Café Rosenberg í kvöld. 21.30 Þórunn Lárusdóttir kemur fram á Heimstónlistarkvöldi á Café Haiti og flytur grísk lög. Með henni leika Ásgeir Ásgeirsson á bouzouki, Haukur Gröndal á klarínett, Þorgrímur Jónsson á bassa, Erik Qvick á slagverk og Kristófer Rodrigues á slagverk. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. 22.00 Rokktríóið Skepna heldur tónleika á Dillon í kvöld. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Roland Hartwell leikur og syngur á Obladíoblada, á Frakkastíg 8. Fyrirlestrar 20.00 Kynningarfundur í húsi Lífspeki- félags Íslands, Ingólfsstræti 22. Halldór Haraldsson fjallar um félagið og Anna Valdimarsdóttir sálfræðingur um alúð og vakandi athygli. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Fyrsta tónlistarmyndband hljómsveitarinnar Starwalker verður frumsýnt á Vísi í dag. Starwalker er samstarf Barða Jóhannsson- ar, sem oftast er kenndur við Bang Gang, og JB Dunckel, eins for- sprakka rafhljómsveitarinnar Air. Þeir gáfu út fyrsta lag sitt saman fyrr í vikunni, en lagið ber heitið Bad Weather. „Myndbandið var allt tekið upp á Íslandi. Það var skotið af Sævari Guðmundssyni, sem leikstýrði því ásamt ljósmyndaranum Jeaneen Lund. Við erum mjög ánægðir með afraksturinn,“ segir Barði sem kynntist Dunckel fyrir tilstilli sameiginlegrar vinkonu í París. „Við höfum verið að semja í kannski eitt og hálft ár. Þetta hefur verið langt ferli, en skemmtilegt,“ segir Barði og bætir við: „Planið er núna að gefa út fjögurra laga smáskífu í febrúar og breiðskífu á næsta ári.“ - ósk Gefa út fyrsta tónlistarmyndbandið Samstarf Barða Jóhannssonar og JB Dunckel úr Air er komið á fullt. Frumsýna nýtt myndband á Vísi. GOTT SAMSTARF JB DUNCKEL OG BARÐI JÓHANNSSON. MYND/JEANEEN LUND Hljómsveitin Skepna kemur fram á Dillon í kvöld. Tríóið er skipað Halli Ingólfssyni, söngvara og gítarleikara, Herði Inga Stefánssyni bassa- leikara og Birgi Jónssyni trommara. Að sögn meðlima Skepnu er markmið hennar að skapa hrátt og kraftmikið rokk sem fjallar um líf fólks í dag. Húsið verður opnað kl. 21 en tónleikarnir hefjast klukkustund síðar. ➜ Fyrsta tón- listarmyndband hljómsveitarinnar Starwalker verður frumsýnt á Vísi í dag. Myndband- ið var tekið upp hér á landi. 2013-2014 SaLuRiNn.iS. MiðaSaLa 5700 400 Tónleikarnir hefjast kl. 12:15 og eru hálftíma langir. Miðaverð kr. 1.000. 7 tónleikar í áskrift á kr. 6.000. Kaffi og te í boði fyrir tónleikagesti. 9. október kl. 12:15 Á leið til Kína Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau og Selma Guðmundsdóttir 13. nóvember kl. 12:15 Tuttugu ungverskir fingur Aladár Rácz og Peter Máté 11. desember kl. 12:15 Ferðalag á aðventu Bjarni Thor Kristinsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir 15. janúar kl. 12:15 Íslenski Flautukórinn í léttum leik Íslenski flautukórinn 12. febrúar kl. 12:15 Gítar í aldanna rás Kristinn Árnason 12. mars kl. 12:15 Páll Óskar og Monika Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth 2. apríl kl. 12:15 Gestir frá Finnlandi Tanja Savijoki, Ilmo Ranta og Eeva Rysä LÍTtU Inn í sAlInN Í HÁDeGiNu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.