Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.10.2013, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 4. október 2013 | FRÉTTIR | 11 EFNAHAGSMÁL Við blasir að við vanda lífeyrissjóða þurfi að bregð- ast með því að hækka ellilífeyrisald- ur. Þetta segir í nýrri úttekt efna- hagsritsins Vísbendingar. Bent er á að til dæmis mætti seinka töku lífeyris um einn eða tvo mánuði á hverju ári næstu árin. Hjá fjölda lífeyrissjóða munar töluverðu á að þeir fái staðið undir framtíðarskuld- bindingum og margir hafa skert réttindi sjóðsfélaga. Ávöxtun lífeyrissjóða er sögð hafa sveiflast mikið á liðnum árum. „Hún var auðvitað neikvæð árið 2008 og hefur ekki verið viðun- andi síðan fyrr en árið 2012 þegar raunávöxtun var 7,4 prósent,“ segir í Vísbendingu. Ávöxtunin skili sér þó ekki í jafnmiklum bata og mátt hefði ætla og er enn sögð óviðun- andi, lífslíkur hafi batnað hér á landi og skuldbindingar sjóðanna því aukist um 1,0 til 1,5 prósent. „Á næstu fimmtán árum mun því álagið á bæði lífeyriskerfið og almannatryggingakerfið aukast ár frá ári. Eignir lífeyrissjóðanna eru miklar en það mun valda vandræð- um þegar að því kemur að selja þær í lokuðu kerfi þar sem allir vilja selja samtímis,“ segir í efnahags- ritinu. Haldist hér áfram gjaldeyr- ishöft og hagvöxtur verður lítill geti sjóðirnir ekki ávaxtað fé með eðli- legum hætti. Fé þeirra dugi því ekki eins og ráð hafi verið fyrir gert. „Þetta er hluti af þeim vítahring sem Íslendingar kunna að lokast inni í ef engar raunhæfar lausnir finnast á gjaldeyrisvanda þjóðar- innar,“ segir í Vísbendingu. Í umfjölluninni er líka fjallað um muninn á stöðu sjóða á almennum vinnumarkaði og hjá því opinbera. Hjá almennu sjóðunum sé heildar- hallinn 99 milljarðar og fari minnk- andi frá 2011 en halli hjá sjóðum ríkis og sveitarfélaga sé um 574 milljarðar króna. Til þess að rétta hallann á B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) er bent á að ríkið þyrfti að leggja um átta milljarða króna til sjóðsins á ári og hefja þá innlögn þegar í stað, en að auki greiddu launagreiðendur svipaða innlögn vegna hækkaðra lífeyrisgreiðslna. Verði ekkert að gert sé líklegt að ríkið þurfi að greiða um tvöfalt hærri fjárhæð eftir 10 til 15 ár. Um leið skorti merki um úrbætur. „Fjármálaeftirlitið úrskurðaði að LSR A-deild bæri að hækka iðgjald- ið úr 15,5 prósentum í 19,5 prósent. Stjórnvöld, sem hafa gagnrýnt einkaaðila fyrir það að fara ekki að tilmælum eftirlitsins, hafa ákveð- ið að breyta lögum til þess að þurfa ekki að fara að þessu árið 2014.“ olikr@frettabladid.is Hækkun ellilífeyris- aldurs sögð blasa við Fyrirséð er að lífeyrissjóðirnir eigi erfitt með að brúa það bil sem er á milli ávöxt- unar eigna og skuldbindinga til framtíðar. Auknar lífslíkur draga úr bata sem orðið hefur á starfsemi þeirra frá og með árinu 2012. Vítahringur hafta blasir við. SKÝRSLA KYNNT Í FYRRA Í febrúar í fyrra var kynnt skýrsla sem lífeyrissjóðirnir létu vinna um stöðu þeirra og starfsemi fyrir hrun. Þeir fóru ekki að rétta úr kútnum eftir hrunið fyrr en á síðasta ári. Sá bati er ekki sagður duga til. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Hafa ber í huga að eign í fjárfestingarsjóði getur bæði hækkað og lækkað, allt eftir þróun á markaðsverði hennar. Íslandssjóðir hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Íslandssjóða, www.islandssjodir.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. VÍB er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is | Finndu okkur á Facebook FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA, FRÆÐSLA OG FJÁRFESTINGARAÐFERÐIR SKILA ÁRANGRI Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. Í nýlegu vali breska fjármálaritsins World Finance þótti VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka standa fremst íslenskra eignastýringaraðila. Við valið er horft til margra þátta og þá helst árangurs síðasta árs, fjárfestingaraðferða, þjónustu og fræðslu. Besta eignastýringin Frábær ávöxtun 40,2% 1 ár 25,6% 2 ár 24,7% -19,2% 4 ár 5 ár 24,7% 3 ár Hlutabréfasjóðurinn hefur skilað frábærri ávöxtun síðastliðin ár og er góð leið til þess að taka þátt í uppbyggingu íslenska hlutabréfamarkaðarins. * Skv. www.sjodir.is Ávöxtunartölur miðast við nafnávöxtun og er ávöxtun umfram 12 mánuði umreiknuð í ávöxtun á ársgrundvelli. Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum nr. 128/2011 um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Öflugt fræðslustarf Fylgstu með fræðslustarfi okkar á www.vib.is Frá byrjun árs 2011 hefur VÍB staðið fyrir hafa sótt eða fylgst með á vef okkar SEM YFIR 20.000 manns 150 fræðslufundum Niðurstaða netkönnunar Capacent Gallup í maí 2013 var sú að Íslendingar myndu leita fyrst til VÍB - eignastýringarþjónustu Íslandsbanka þyrftu þeir á eignastýringar- þjónustu að halda. 30,9% þeirra sem tóku afstöðu nefndu okkur sem fyrsta val. Við erum fyrsta val 31% VÍB/Íslandsbanki 26% 22%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.