Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 28
10. október 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 ÞÚ ÁTT ÞAÐ SKILIÐ – NJÓTTU Norðurslóðir í brennidepli Þessa vikuna eru haldnar þrjár spenn- andi alþjóðaráðstefnur á Íslandi þar sem norðurskautssvæðið er í brenni- depli. Skoðanaskipti og umræða um norðurslóðamál er rauður þráður í stefnu íslenskra stjórnvalda og styrkir ábyrga stefnumótun um málefni svæðis- ins. Yfirskrift og inntak ráðstefnuhalds- ins er víðtækt og tekur á málefnum sem eru efst á baugi í okkar heimshluta, m.a. orkumál, alþjóðalög og alþjóðasamstarf. Það er ekki tilviljun að tvær af þess- um þremur ráðstefnum fara fram á Akureyri. Háskólinn á Akureyri, ásamt Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og skrifstofum vinnuhópa Norðurskauts- ráðsins þar í bæ, hefur um langt árabil haft forystu um fræðilega umræðu um málefni heimskautasvæða. Orkumálin eru umfjöllunarefni Orku- þings norðurslóða sem fer fram á Akur- eyri þessa dagana. Þingið er hluti af málefnavinnu starfshóps Norðurskauts- ráðsins um sjálfbæra þróun sem Ísland og Bandaríkin leiða. Leit, vinnsla og nýting orkuauðlinda norðursins felur í sér áskoranir og tækifæri sem mikil- vægt er að ræða. Alþjóðalög og lögfræðileg álitamál sem tengjast heimskautasvæðunum í suðri og norðri eru viðfangsefni ráð- stefnu um heimskautarétt sem hefst á Akureyri 11. október á vegum Háskól- ans á Akureyri og Heimskautaréttar- stofnunar. Viðbrögð við hraðfara breytingum á náttúrufari, samfélögum og auðlindanýtingu þurfa að eiga sér styrka stoð í alþjóðalögum. Jafnframt er brýnt að fjalla um það hvernig við bregðumst við breyttum veruleika, til dæmis í samningagerð og við stjórnun auðlinda. Það fer vel á því að heimskautaréttar- ráðstefnan teygi sig til Reykjavíkur 13. október. Þar rennur hún saman við ráð- stefnuna Hringborð norðurslóða, sem undir forystu hr. Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, er kröftugt inn- legg í alþjóðlega umræðu um heim- skautasvæðin. Íslensk stjórnvöld leggja sín lóð á vogarskálarnar til að efla umfjöllun um norðurslóðamál. Það eykur skiln- ing á þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir og styrkir stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Ráðstefnurnar eru allar þarft innlegg í þessa umræðu og það er fagnaðarefni að svo öflugt starf fari fram hér á landi. NORÐUR- SLÓÐIR Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Í slenzkur sjávarútvegur mun að líkindum taka miklum breytingum á næstu árum. Í viðtali í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti, í gær lýsti Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, því hvernig sjávarútveg- urinn væri að breytast úr frumframleiðslugrein í þekk- ingargrein. Þór bendir á að vöxtur í fullvinnslu aukaafurða, líftækni og tæknifyrirtækjum sem framleiða tækni- eða hugbúnað fyrir sjávarútveg hafi verið á bilinu 13 til 17 prósent undanfarin tvö ár. Það geti þýtt að „innan fimmtán ára verði útflutningsverð- mæti þekkingar frá þessum fyrirtækjum orðið svipað og útflutn- ingsverðmæti hefðbundinna sjávarafurða“. Framkvæmdastjóri Sjávar- klasans spáir því að innan áratugar verði stóru útgerðar- fyrirtækin orðin öflugir aðilar á heilsu- og lyfjamarkaði. „Stjórn- endur íslenskra útgerðarfyrir- tækja geta orðið forystumenn í nýjum sjávarútvegi þar sem aukaafurðir verða að heilsubót- arefnum eða lyfjum. Ég er sannfærður um að nýi sjávarútvegur- inn sé að ná fótfestu og það sést í öllum tölum.“ Þetta er spennandi framtíðarsýn og alls ekki ólíkleg. Vaxtar- möguleikar sjávarútvegsins liggja ekki í því að veiða meira – þar erum við að öllum líkindum komin að endamörkum – heldur að nýta auðlindina betur með rannsóknum og vöruþróun. Til þess að það gangi eftir munu sjávarútvegsfyrirtækin ekki gera eingöngu út á sjávarauðlindina, heldur í hraðvaxandi mæli á mannauðinn, sem verður forsenda árangurs í þessari nýju verðmætasköpun. Nýi sjávarútvegurinn á í rauninni óendanlega vaxtarmögu- leika. Það er áhugavert að velta fyrir sér hvaða kröfur slík atvinnugrein mun gera til rekstrarumhverfis síns. Hún mun til dæmis gera allt aðrar kröfur um menntun og þjálfun en sjávarútvegurinn gerir í dag. Nýi sjávarútvegurinn mun þurfa á að halda háskólamenntuðum raunvísindamönnum og markaðs- og sölufólki af annarri sort en sjávarútveginn hefur hingað til vantað. Hann mun líka gera kröfu til umhverfis sem styður við vísindarannsóknir og þróunarstarf. Greinin mun vissulega áfram leggja áherzlu á skilvirka og hagkvæma auðlindastjórnun, en hún mun líka gera aðrar kröfur til hagstjórnarinnar. Það er til dæmis líklegt að lyfja- og heilsu- bransinn sem sprettur innan sjávarútvegsins hafi meiri þörf bæði fyrir áhættufé og þekkingu og þar af leiðandi miklu meiri áhuga á erlendri fjárfestingu en greinin eins og hún er í dag. Þar af leiðandi mun hún líka sækjast eftir stöðugra fjárfestingar- umhverfi og traustum gjaldmiðli sem þarf ekki höft til að haldast á floti. Nýi sjávarútvegurinn er líklegur til að haga sér frekar eins og hátækni- og sprotaiðnaðurinn gerir í dag. Honum mun þykja það slæm hugmynd að sjávarútvegurinn hafi verið skilinn aftur frá iðnaðinum í skipulagi stjórnarráðsins. Og hann mun leggja minni áherzlu á að sjávarútvegurinn fái sérmeðhöndlun; hann mun leggja mest upp úr því að íslenzkt atvinnulíf á heildina litið búi við samkeppnishæfar aðstæður. Sjávarútvegurinn breytist í þekkingargrein: Hvað vill nýi sjávarútvegurinn? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Í mál Píratinn Jón Þór Ólafsson ljóstraði því upp á þingi í gær að hann væri að skoða það ásamt lögmanni flokks- ins að höfða dómsmál til að skera úr um valdmörk forseta Alþingis, aðal- lega hvort honum væri heimilt „að trufla störf þjóðkjörins þingmanns í ræðustóli á grundvelli hefða“ með því að slá í bjöllu, til dæmis þegar hann ávarpar ráðherra og þingmenn ekki með réttum hætti. Jón Þór átti í léttri orðasennu við forseta þingsins fyrir stuttu, þegar hann kvaðst ekki vilja ávarpa þingmenn með orðinu „háttvirtur“, enda nyti þingið og þingmenn ósköp takmarkaðrar virðingar. Þetta situr greinilega í honum. Glaður Einar Ræða Jóns Þórs í gær dróst aðeins á langinn, þannig að Einar K. Guð- finnsson þingforseti þurfti að gera einmitt það sem Jóni Þór gremst svo: berja í bjölluna þrisvar. Og svo tók Einar til máls: „Forseti gladdist svo yfir ákvörðun háttvirts þingmanns að hann kaus að beita bjöllunni af mikilli varkárni að þessu sinni.“ Að þessu var hlegið. Strætó og svo framvegis Elín Hirst hélt ræðu um hugtakanotkun á þingi í gær. Hún vill ekki að við notum orðið „öryrkjar“ um öryrkja, enda sé þar einblínt á það sem fólk ekki getur frekar en það sem það getur. Hún vill ekki að við setjum alla eldri borgara undir sama hatt með hugtakinu „eldri borgarar“, enda séu þeir margbreytilegur hópur. Og hún vill ekki að við köllum peninga sem fólk á vistheimilum fær til ráðstöfun- ar „vasapeninga“. „Vasapeningar eru í mínum huga peningar sem börn og unglingar fá frá foreldrum sínum til að eiga fyrir strætó og svo fram- vegis,“ sagði hún. Í umræðu um það hvernig sýna skuli virðingu með orðfæri skýtur skökku við að tala um almenningssamgöngur eins og þær séu bara eitt- hvað sem börn noti fyrir vasapeningana sína. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.