Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 38
FÓLK|TÍSKA FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ég fékk að vera með í haustlínunni þeirra. Þetta er ágætlega virt tímarit í prjónaheiminum,“ segir Arndís Ósk Arnalds, verkfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún fékk birta prjónauppskrift eftir sig á veftímaritinu TwistCollective.com nú í haust. Peys- una prjónaði hún handa mömmu sinni. „Mig langaði til að gera peysu sem væri eins og hún. Mamma er klassísk og stílhrein kona og mér fannst munstrið einmitt vera þannig,“ útskýrir Arndís en munstrið kemur úr Íslensku sjónabók- inni sem Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðminjasafnið og Listaháskólinn gáfu út árið 2009. „Sjónabókin er svo ótrúlega falleg bók.“ Arndís lærði að prjóna af ömmu sinni þegar hún var krakki og er forfallin prjónaáhugamanneskja í dag. Hún segist prjóna öll kvöld og vera ómöguleg nema hún hafi prjónana í höndunum. „Það er betra að prjóna á kvöldin en að sitja og borða popp,“ segir hún hlæjandi. Arndís hefur gefið út tvær uppskriftir áður og stefnir að því að gefa út fleiri þótt mikil vinna liggi á bak við hverja prjónaupp- skrift. „Þetta er ekki beinlínis gróðavænleg iðja því þetta er gífurleg vinna og heil- mikil stærðfræði, sem hentar mér reynd- ar vel. Prjónauppskrift er í raun stórt, flókið Excel-skjal og ég er með Excel- blæti,“ segir Arndís hlæjandi en sem fagstjóri vatnsveitunnar hjá Orkuveitu Reykjavíkur vinnur hún að kerfisrann- sóknum og hannar vatnsveitur á daginn. „Það er gott að vera með kvenlegt hobbí þegar maður vinnur alla daga í svo karl- lægum heimi,“ segir hún sposk. Fyrstu peysuna færði hún mömmu sinni að gjöf og hefur síðan prjónað tvær til viðbótar. Önnur þeirra er nú á ferðalagi um heiminn á sýningum á vegum Twist Collective og segir Arndís peysuna hafa fengið ágætis viðtökur. Nánar má forvitnast um prjónaskap Arndísar á bloggsíðunni arndisosk. word press.com. ■ heida@365.is HANNAR VATNS- VEITUR Á DAGINN ÍSLENSKT MUNSTUR Arndís Ósk Arnalds verkfræðingur hannaði prjóna- peysu handa mömmu sinni og fékk uppskriftina birta á TwistCollective.com. PRJÓN Peysa Arndísar komst inn í haustlínu TwistCollective.com. MYND/ARNÞÓR MYND/JANE HELLER Sjá fleiri myndir á Skokkar áður 16.990 nú 7.990 Árshátíðarkjólar áður 24990 nú 9.990 nú 5.000 margar gerðir Peysur og buxur á 5.000 Kjólar áður 11990 Lagerhreinsun Bæjarlind 6 • S. 554 7030 www.rita.is Við erum á Facebook Flottir kjólar og túnikur :-) str. 36-56/58 fleiri litir og munstur kr. kr. kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.