Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 10.10.2013, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 2013 5Geðhjálp ● Harpa Hreinsdóttir kennari hefur bloggað um þunglyndi frá árinu 2005 en þar lýsir hún líðan sinni auk þess að fræða fólk um ýmislegt er varðar sjúkdóminn. Harpa segist ekki vita hvort hún hafi verið fyrst til að blogga um þunglyndi. „Ég hef alltaf skrifað um veikindi mín en með því get ég betur gert mér grein fyrir eigin líðan,“ segir hún. „Á blogginu velti ég einnig fyrir mér stöðu þunglyndra í samfélaginu og hef á síðari árum bloggað um bækur og grein- ar sem ég hef lesið og fjalla um geðsjúk- dóma, geðlyf og geðlækningar. Ég hef lesið mikið um þunglyndi í víðu samhengi til að geta frekar tekið ábyrgð á eigin bata, lært um sjúkdóminn og áttað mig á fordómum. Mínir eigin fordómar voru miklir og sér- staklega gagnvart þeim sem töldu lyf ekki virka, í mínum huga var það hættulegt fólk sem hélt slíku fram,“ segir Harpa. „Sú skoðun breyttist eftir að ég las meðal annars bók eftir Irving Kirsch um að í lyfjarannsóknum hefði nær aldrei verið sýnt fram á verkun þunglyndislyfja umfram lyfleysu. Ég fór að átta mig á því að það eru engin vísindaleg rök fyrir þeim læknisaðferðum við þunglyndi sem notað- ar eru í dag. Á sínum tíma var sett fram til- gáta um að boðefnarugl í heila væri orsök þunglyndis en það hefur aldrei verið sann- að og flestir geðlæknar hafa horfið frá þeirri kenningu. Samt er enn verið að ávísa þunglyndislyfjum sem breyta boðefnafram- leiðslu í heila,“ útskýrir Harpa. MISSTI MINNIÐ Í RAFLOSTI „Sömuleiðis hef ég tvisvar farið í raflost- meðferð með skelfilegum afleiðingum. Enginn veit hvernig raflost virka á heil- ann en nýjasta kenningin er sú að það framkalli svipað ástand í heilanum og þegar fólk verður fyrir gríðarlegu áfalli. Af hverju menn halda að það sé læknandi er óútskýrt,“ segir Harpa og bætir við að hún hafi tapað meira en þremur árum úr ævi sinni eftir raflost. „Minnið þurrkað- ist algerlega út að minnsta kosti þrjú ár aftur í tímann,“ segir hún. „Ég man ekki eftir MA-náminu mínu, fjölskylduferðum eða öðru sem gerðist í lífi mínu. Ég las hins vegar um þessi ár á blogginu mínu. Lækn- irinn minn taldi að fyrri raflostmeðferðin hefði gert eitthvert gagn, sem ég er ósam- mála, en sú síðari gerði örugglega ekkert gagn, batinn var enginn. Í bæði skiptin var ég skelfilega rugluð lengi á eftir.“ Harpa veiktist fyrst árið 1998 eftir streitu áfall í vinnu og er enn að glíma við þunglyndið. Hún segist taka slæmar dýfur en er góð á milli. „Ég er hætt að taka lyf en ég trappaði mig hægt niður í þeim á tveim- ur árum. Huglæg atferlismeðferð, geðorð- in og hollráð AA-samtakanna hafa hjálpað mér. Þetta er ákveðin lífsspeki sem hefur bætandi áhrif en hana get ég fundið víðar, til dæmis í Hávamálum. Einföld ráð sem hjálpa er víða að finna. Ég þjáðist að auki af ofsakvíða, sem var mjög hamlandi fyrir mig því ég gat hvorki farið í leikhús eða bíó. Ég var á kvíðastillandi lyfi í níu ár. Þegar ég hætti á lyfinu hvarf kvíðinn. Mér sýn- ist því að lyfið hafi framkallað kvíðann.“ SAGÐI SJÚKLINGNUM UPP „Ég byrjaði hjá mjög metnaðarfullum geð- lækni árið 2000 en hann vann út frá lækna- vísindunum sem þýddi að nokkrum árum síðar var ég komin á margfalda lyfja- skammta og margs konar lyf. Það rann síðan upp fyrir mér að ég myndi aldrei ná bata á þessari lyfjameðferð. Ég fór þá að lesa mér til um sjúkdóminn, mig lang- aði til að finna eitthvað sem ég gæti gert sjálf mér til hjálpar. Opinn landsaðgang- ur að vísindagreinum gerir sjúklingum til dæmis kleift að lesa sama efni og læknar styðjast við og á síðustu árum hafa komið út margar góðar bækur um geðlyf og geð- lækningar. Þegar ég fór að blogga um það sem ég las og hugmyndir sem það vakti, meðal annars staðalímyndir þunglyndra, miðaldra kvenna og fordóma heilbrigðis- kerfisins í þeirra garð, fékk ég uppsagnar- bréf frá geðlækninum mínum til tólf ára. Hann sagði mér upp sem sjúklingi sínum. Ég kærði þennan lækni og það mál er í farvegi,“ segir Harpa. „Ef þunglyndis- sjúklingur hættir að taka lyfin og efast um lækningamátt þeirra getur hann átt á hættu að geðlæknirinn segi honum upp eins og hverri annarri kærustu.“ Harpa var búin að vera öryrki í þrjú ár þegar hún hætti á lyfjunum og segir að sér líði mun betur. „Ég er komin í 25% vinnu við kennslu og það gerir mér mjög gott. Mér fannst alltaf hræðilegt að geta ekki unnið, ég er kennari og íslenskufræðingur og hef alltaf haft gaman af starfinu mínu. Ég hef aldrei fundið fyrir fordómum á vinnustaðnum, né heldur hjá nemendum mínum,“ segir hún enn fremur. PRJÓN OG SKRIF HJÁLPA Harpa hefur mikinn áhuga á sögu prjónsins og hefur verið að kenna prjón. Sömuleiðis hefur hún bloggað um það. „Að prjóna slær á athyglisbrest. Ég get horft á sjónvarp á meðan ég prjóna sem ég gat ekki annars vegna ein- beitingarskorts. Ég hef engu að síður orðið svo lasin að ég mundi ekki hvernig ætti að fitja upp á prjóna.“ Harpa segir að það hafi ekki gerst krafta- verk við það að hætta á lyfjum. Hún fékk síð- ast þunglyndiskast í ágúst. „Ég er enn að glíma við sjúkdóminn og þarf að haga lífi mínu í samræmi við hann. Sú glíma er tals- vert auðveldari þegar ekki bætast við auka- verkanir ýmiss konar lyfja og vanlíðan sem stafar af þeim. Ég get mælt með því að þunglyndis- sjúklingar tjái sig skriflega, hvort sem það er gert opinberlega eða bara fyrir sjálfan sig. Það gerir manni mjög gott og hjálpar við bata.“ Lesa má bloggið hennar Hörpu á harpa.blogg.is Tekur ábyrgð á eigin lífi án lyfja Harpa Hreinsdóttir hefur glímt við þunglyndi frá árinu 1998. Hún hætti á lyfjum eftir að hún áttaði sig á því að þau hjálpuðu henni ekki við batann. Geðlæknirinn hennar var ekki sáttur við það og sagði henni upp sem sjúklingi sínum. Við þökkum stuðninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.